Fleiri fréttir Segir blað brotið í sögu flokksins Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður. 28.2.2005 00:01 Bjartsýnni á lausn Fischer Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. 28.2.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd skilar áliti í mars Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, stefnir að því að skila áliti sínu seint í mars. Til stóð að skila álitinu 1. febrúar en strax þá var ljóst að það gengi ekki. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, sagði að nefndinni hefði verið ætlaður of naumur tími til verksins og tímasetningin hefði verið óraunhæf. Karl segir nú að verkið gangi vel og vonandi verði því lokið um eða eftir páska. 28.2.2005 00:01 Páfi sagður á góðum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega. 28.2.2005 00:01 Drukknuðu við skírnarathöfn Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. 28.2.2005 00:01 Sjávarútvegsakademía opnuð í dag Norræna sjávarútvegsakademían var formlega opnuð í dag. Stofnunin á að verða samnefnari fyrir norrænar rannsóknir á auðlindum sjávar en hún hefur ekki ákveðið aðsetur heldur er um að ræða samvinnuverkefni sem stjórnað verður frá Háskólanum í Björgvin. 28.2.2005 00:01 Tryggur kjarni viðskiptavina Verðstríð stórmarkaðanna hefur lítil sem engin áhrif á viðskipti hjá þeim smákaupmönnum sem enn lifa. Þetta segir Gunnar Jónasson kaupmaður í versluninni Kjötborg í Vesturbænum. 28.2.2005 00:01 Blöndun og sekkjun hætt í Gufunesi Öllum starfsmönnum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem störfuðu við blöndun og sekkjun áburðar hefur verið sagt upp störfum. Blöndun og sekkjun áburðar hér á landi leggst af í vor og fer alfarið fram í Eistlandi undir eftirliti Áburðarverksmiðjunnar og eftir uppskriftum hennar. Þaðan verður áburðurinn fluttur hingað til lands. 28.2.2005 00:01 Fá endurgreitt vegna Vioxx Lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme á Íslandi greiðir 4,5 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðslan er vegna kostnaðar sem féll á stofnunina vegna niðurgreiðslu gigtarlyfsins Vioxx til sjúklinga. 28.2.2005 00:01 Vara við skaðsemi ljósabekkja Norrænar geislavarnastofnanir hafa gefið út sameiginlega viðvörun til fólks um skaðsemi ljósabekkja. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mjög á síðustu áratugum á Norðurlöndum. Mælt er gegn allri notkun ljósabekkja í fegrunarskyni og bent á að starfsfólk sólbaðsstofa þurfi að hafa þekkingu á geislun til að leiðbeina viðskiptavinum. 28.2.2005 00:01 Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda. 28.2.2005 00:01 Á móti styttingu stúdentsprófs Félag framhaldsskólakennara leggst gegn styttingu náms til stúdentsprófs eins og hún er hugsuð nú og telur þörf á að endurskoða allt skólakerfið sem heild. Aðalfundur félagsins var haldin fyrir helgi og í ályktun segir að félagið gagnrýni menntamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki efnt til umræðu við skólasamfélagið og almenning um nám allt frá upphafi skólaskyldu til stúdentsprófs. 28.2.2005 00:01 125 látnir í tilræðinu í Hilla Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk. 28.2.2005 00:01 Ingibjörg tekur við af Bryndísi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag. 28.2.2005 00:01 Jóna Thuy strauk aftur Stúlkan sem lögreglan leitaði sem mest að í síðustu viku og fann loks, er strokin frá Stuðlum. Hún heitir Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir og er fjórtán ára. 28.2.2005 00:01 Danir kjósa um stjórnarskrá ESB Danir munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 27. september næstkomandi. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag, en kosningarnar fara fram stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu. Spánverjar hafa einir aðildarríkja samþykkt stjórnarskrána en Hollendingar greiða atkvæði um hana 1. júní og þá er búist við að Frakkar kjósi um hana í maí eða júní. 28.2.2005 00:01 Áburðarverksmiðja seld kaupfélögum Haraldur Haraldsson, gjarnan kenndur við Andra, hefur selt Kaupfélögum Skagfirðinga, Borgfirðinga og Héraðsbúa Áburðarverksmiðjuna. Haraldur keypti Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi árið 1999 á 1300 milljónir króna ásamt fleiri fjárfestum. 28.2.2005 00:01 Tímabær viðurkenning Í gær skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvá undir samning um kaup Sjóvá á Hugverkasjóði Bubba Morthens, fyrir tilstilli Íslandsbanka. Samningurinn felur í sér greiðslu til Bubba upp á tugi milljóna. 28.2.2005 00:01 Mistök við sendingu Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að ef fleiri en einn viðtakandi bjó á sama heimilisfangi, fóru allir reikningar á einn aðila þess heimilsfangs. 28.2.2005 00:01 Aðeins þarf að segja upp þremur Þjóðleikhúsið þarf aðeins að segja upp þremur leikurum en ekki tíu eins og til stóð þar sem sjö sögðu sjálfviljugir upp samningi sínum. Til stóð að segja upp tíu manns og ráða leikara framvegis frekar í ákveðin verkefni. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði óskað eftir því að þeir leikarar sem vildu binda sig í verkefnum utan leikhússins losuðu samninga sína svo hægt væri að nýta þá fyrir aðra. 28.2.2005 00:01 Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, tilkynnti fyrr í dag að ríkisstjórn landsins hygðist segja af sér, en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hollustu sína við yfirvöld í Sýrlandi sem sökuð eru um að hafa staðið á bak við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, fyrir um tveimur vikum. 28.2.2005 00:01 Hrognavinnsla á ný í Grindavík Hrognavinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag eftir mikinn bruna fyrir tæpum þremur viku og landaði Háberg GK tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. 28.2.2005 00:01 Manndráp af gáleysi Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum. 28.2.2005 00:01 Ekki grunur um manndráp "Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum. 28.2.2005 00:01 Rannsóknir enn í gangi "Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna. 28.2.2005 00:01 Sætta sig ekki við heildarþak Sjúkraþjálfarar eru tregir til að lækka verð fyrir þjónustu sína eftir að ákveðnum fjölda skjólstæðinga er náð eins og heilbrigðisráðuneytið fer fram á. Þörfin fyrir sjúkraþjálfun eykst stöðugt vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og breyttrar heilbrigðisstefnu sem felst meðal annars í styttri legutíma á sjúkrahúsum. 28.2.2005 00:01 Mikil eftirsjá af Bryndísi Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mikla eftirsjá af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hættir störfum á Alþingi fyrsta ágúst. 28.2.2005 00:01 Ósátt innan tekjustofnanefndar Sveitarstjórnarmenn tekjustofnanefndar eiga von á fundarboði til að ræða endanlega tillögu um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga í dag eða næstu daga. 28.2.2005 00:01 Ákvörðun tengist ekki formannsslag Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar. 28.2.2005 00:01 Telur þingmennsku styrkja framboð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi. 28.2.2005 00:01 Gunnar í varaformanninn Gunnar Örlygsson alþingismaður Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni, á landsþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi. 28.2.2005 00:01 Hagræðingu náð með kvíðaástandi Þjóðleikhússtjóri skapaði viljandi kvíðaástand í röðum leikara til að ná fram hagræðingu. Sjö leikarar ákváðu að segja upp samningum sínum í kjölfar yfirlýsinga leikhússtjórans en samningum þriggja yngstu leikaranna verður sagt upp. 28.2.2005 00:01 Ríkisstjórn Líbanons segir af sér Ríkisstjórn Líbanons hefur sagt af sér völdum en hún hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera of höll undir sýrlensk yfirvöld. 28.2.2005 00:01 Réttarhaldið yfir Jacko hafið Málflutningur hófst í gær í réttarhöldunum yfir Michael Jackson en hann er ákærður fyrir að hafa misnotað ungan pilt 28.2.2005 00:01 Harmleikur í Hillah Að minnsta kosti 115 manns týndu lífi í Írak í gær þegar bílsprengja var sprengd í bænum Hillah. Aldrei hafa jafn margir farist í einni hryðjuverkaárás í landinu síðan hernám þess hófst. 28.2.2005 00:01 Ástralir ekki hrifnir af Karli Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér. 28.2.2005 00:01 Sérfræðingar til varnar hundi Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur nú til skoðunar úrskurð um að tíu ára collie-hundur skuli aflífaður. Hundurinn glefsaði í barn í annað sinn í fyrra og hefur nú lögmann, heilbrigðisvottorð og vitnisburði.</font /></b /> 28.2.2005 00:01 Stór ákvörðun að hætta Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst og tekur við starfi deildarforseta lögfræðideildar á Bifröst. Hún segir að lögfræðin hafi togað í sig og hún hafi ekki viljað sleppa þessu tækifæri. </font /></b /> 28.2.2005 00:01 Segir Evrópuumræðu leikrit Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar. 28.2.2005 00:01 Súnnítar sagðir á bak við árásina Að minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán eru nú látnir eftir sprengjutilræði í Írak í morgun. Mörgum í viðbót er ekki hugað líf. Talið er að uppreisnarmenn úr röðum súnníta beri ábyrgð á árásinni. 28.2.2005 00:01 Árásin í Tel Aviv verk Sýrlendinga Ísraelar fullyrða að Sýrlendingar hafi gefið fyrirskipun um hryðjuverkaárás í Tel Aviv um helgina. Fimm manns létu lífið og friðarferlið er í hættu. 28.2.2005 00:01 Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. 28.2.2005 00:01 Býður Gæslunni eldsneyti Markaðsstjóri Atlantsolíu hvetur Landhelgisgæsluna til að kaupa eldsneyti af Atlantsolíu þegar kaupin fara fram hér á landi. Hann telur Skeljung hafa fyrirgert þeim rétti sínum að vera birgir Gæslunnar. 28.2.2005 00:01 Geta skuldbreytt námslánum Námsmenn sem tóku lán eftir árið 1992 geta nú skuldbreytt lánunum og breytt afborgunarkjörum þeirra. Um er að ræða tæplega 27 þúsund námsmenn sem geta lækkað greiðslubyrði sína um tugi þúsunda á ári. 28.2.2005 00:01 Sjö leikarar sögðu upp Þremur fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp störfum í gær. Sjö aðrir leikarar höfðu þá sagt störfum sínum lausum að fyrra bragði í kjölfar yfirlýsingar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóri um að tíu leikurum yrði sagt upp. 28.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Segir blað brotið í sögu flokksins Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður. 28.2.2005 00:01
Bjartsýnni á lausn Fischer Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. 28.2.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd skilar áliti í mars Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, stefnir að því að skila áliti sínu seint í mars. Til stóð að skila álitinu 1. febrúar en strax þá var ljóst að það gengi ekki. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, sagði að nefndinni hefði verið ætlaður of naumur tími til verksins og tímasetningin hefði verið óraunhæf. Karl segir nú að verkið gangi vel og vonandi verði því lokið um eða eftir páska. 28.2.2005 00:01
Páfi sagður á góðum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega. 28.2.2005 00:01
Drukknuðu við skírnarathöfn Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. 28.2.2005 00:01
Sjávarútvegsakademía opnuð í dag Norræna sjávarútvegsakademían var formlega opnuð í dag. Stofnunin á að verða samnefnari fyrir norrænar rannsóknir á auðlindum sjávar en hún hefur ekki ákveðið aðsetur heldur er um að ræða samvinnuverkefni sem stjórnað verður frá Háskólanum í Björgvin. 28.2.2005 00:01
Tryggur kjarni viðskiptavina Verðstríð stórmarkaðanna hefur lítil sem engin áhrif á viðskipti hjá þeim smákaupmönnum sem enn lifa. Þetta segir Gunnar Jónasson kaupmaður í versluninni Kjötborg í Vesturbænum. 28.2.2005 00:01
Blöndun og sekkjun hætt í Gufunesi Öllum starfsmönnum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem störfuðu við blöndun og sekkjun áburðar hefur verið sagt upp störfum. Blöndun og sekkjun áburðar hér á landi leggst af í vor og fer alfarið fram í Eistlandi undir eftirliti Áburðarverksmiðjunnar og eftir uppskriftum hennar. Þaðan verður áburðurinn fluttur hingað til lands. 28.2.2005 00:01
Fá endurgreitt vegna Vioxx Lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme á Íslandi greiðir 4,5 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðslan er vegna kostnaðar sem féll á stofnunina vegna niðurgreiðslu gigtarlyfsins Vioxx til sjúklinga. 28.2.2005 00:01
Vara við skaðsemi ljósabekkja Norrænar geislavarnastofnanir hafa gefið út sameiginlega viðvörun til fólks um skaðsemi ljósabekkja. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mjög á síðustu áratugum á Norðurlöndum. Mælt er gegn allri notkun ljósabekkja í fegrunarskyni og bent á að starfsfólk sólbaðsstofa þurfi að hafa þekkingu á geislun til að leiðbeina viðskiptavinum. 28.2.2005 00:01
Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda. 28.2.2005 00:01
Á móti styttingu stúdentsprófs Félag framhaldsskólakennara leggst gegn styttingu náms til stúdentsprófs eins og hún er hugsuð nú og telur þörf á að endurskoða allt skólakerfið sem heild. Aðalfundur félagsins var haldin fyrir helgi og í ályktun segir að félagið gagnrýni menntamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki efnt til umræðu við skólasamfélagið og almenning um nám allt frá upphafi skólaskyldu til stúdentsprófs. 28.2.2005 00:01
125 látnir í tilræðinu í Hilla Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk. 28.2.2005 00:01
Ingibjörg tekur við af Bryndísi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag. 28.2.2005 00:01
Jóna Thuy strauk aftur Stúlkan sem lögreglan leitaði sem mest að í síðustu viku og fann loks, er strokin frá Stuðlum. Hún heitir Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir og er fjórtán ára. 28.2.2005 00:01
Danir kjósa um stjórnarskrá ESB Danir munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 27. september næstkomandi. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag, en kosningarnar fara fram stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu. Spánverjar hafa einir aðildarríkja samþykkt stjórnarskrána en Hollendingar greiða atkvæði um hana 1. júní og þá er búist við að Frakkar kjósi um hana í maí eða júní. 28.2.2005 00:01
Áburðarverksmiðja seld kaupfélögum Haraldur Haraldsson, gjarnan kenndur við Andra, hefur selt Kaupfélögum Skagfirðinga, Borgfirðinga og Héraðsbúa Áburðarverksmiðjuna. Haraldur keypti Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi árið 1999 á 1300 milljónir króna ásamt fleiri fjárfestum. 28.2.2005 00:01
Tímabær viðurkenning Í gær skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvá undir samning um kaup Sjóvá á Hugverkasjóði Bubba Morthens, fyrir tilstilli Íslandsbanka. Samningurinn felur í sér greiðslu til Bubba upp á tugi milljóna. 28.2.2005 00:01
Mistök við sendingu Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að ef fleiri en einn viðtakandi bjó á sama heimilisfangi, fóru allir reikningar á einn aðila þess heimilsfangs. 28.2.2005 00:01
Aðeins þarf að segja upp þremur Þjóðleikhúsið þarf aðeins að segja upp þremur leikurum en ekki tíu eins og til stóð þar sem sjö sögðu sjálfviljugir upp samningi sínum. Til stóð að segja upp tíu manns og ráða leikara framvegis frekar í ákveðin verkefni. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði óskað eftir því að þeir leikarar sem vildu binda sig í verkefnum utan leikhússins losuðu samninga sína svo hægt væri að nýta þá fyrir aðra. 28.2.2005 00:01
Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, tilkynnti fyrr í dag að ríkisstjórn landsins hygðist segja af sér, en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hollustu sína við yfirvöld í Sýrlandi sem sökuð eru um að hafa staðið á bak við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, fyrir um tveimur vikum. 28.2.2005 00:01
Hrognavinnsla á ný í Grindavík Hrognavinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag eftir mikinn bruna fyrir tæpum þremur viku og landaði Háberg GK tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. 28.2.2005 00:01
Manndráp af gáleysi Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum. 28.2.2005 00:01
Ekki grunur um manndráp "Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum. 28.2.2005 00:01
Rannsóknir enn í gangi "Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna. 28.2.2005 00:01
Sætta sig ekki við heildarþak Sjúkraþjálfarar eru tregir til að lækka verð fyrir þjónustu sína eftir að ákveðnum fjölda skjólstæðinga er náð eins og heilbrigðisráðuneytið fer fram á. Þörfin fyrir sjúkraþjálfun eykst stöðugt vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og breyttrar heilbrigðisstefnu sem felst meðal annars í styttri legutíma á sjúkrahúsum. 28.2.2005 00:01
Mikil eftirsjá af Bryndísi Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mikla eftirsjá af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hættir störfum á Alþingi fyrsta ágúst. 28.2.2005 00:01
Ósátt innan tekjustofnanefndar Sveitarstjórnarmenn tekjustofnanefndar eiga von á fundarboði til að ræða endanlega tillögu um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga í dag eða næstu daga. 28.2.2005 00:01
Ákvörðun tengist ekki formannsslag Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar. 28.2.2005 00:01
Telur þingmennsku styrkja framboð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi. 28.2.2005 00:01
Gunnar í varaformanninn Gunnar Örlygsson alþingismaður Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni, á landsþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi. 28.2.2005 00:01
Hagræðingu náð með kvíðaástandi Þjóðleikhússtjóri skapaði viljandi kvíðaástand í röðum leikara til að ná fram hagræðingu. Sjö leikarar ákváðu að segja upp samningum sínum í kjölfar yfirlýsinga leikhússtjórans en samningum þriggja yngstu leikaranna verður sagt upp. 28.2.2005 00:01
Ríkisstjórn Líbanons segir af sér Ríkisstjórn Líbanons hefur sagt af sér völdum en hún hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera of höll undir sýrlensk yfirvöld. 28.2.2005 00:01
Réttarhaldið yfir Jacko hafið Málflutningur hófst í gær í réttarhöldunum yfir Michael Jackson en hann er ákærður fyrir að hafa misnotað ungan pilt 28.2.2005 00:01
Harmleikur í Hillah Að minnsta kosti 115 manns týndu lífi í Írak í gær þegar bílsprengja var sprengd í bænum Hillah. Aldrei hafa jafn margir farist í einni hryðjuverkaárás í landinu síðan hernám þess hófst. 28.2.2005 00:01
Ástralir ekki hrifnir af Karli Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér. 28.2.2005 00:01
Sérfræðingar til varnar hundi Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur nú til skoðunar úrskurð um að tíu ára collie-hundur skuli aflífaður. Hundurinn glefsaði í barn í annað sinn í fyrra og hefur nú lögmann, heilbrigðisvottorð og vitnisburði.</font /></b /> 28.2.2005 00:01
Stór ákvörðun að hætta Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst og tekur við starfi deildarforseta lögfræðideildar á Bifröst. Hún segir að lögfræðin hafi togað í sig og hún hafi ekki viljað sleppa þessu tækifæri. </font /></b /> 28.2.2005 00:01
Segir Evrópuumræðu leikrit Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar. 28.2.2005 00:01
Súnnítar sagðir á bak við árásina Að minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán eru nú látnir eftir sprengjutilræði í Írak í morgun. Mörgum í viðbót er ekki hugað líf. Talið er að uppreisnarmenn úr röðum súnníta beri ábyrgð á árásinni. 28.2.2005 00:01
Árásin í Tel Aviv verk Sýrlendinga Ísraelar fullyrða að Sýrlendingar hafi gefið fyrirskipun um hryðjuverkaárás í Tel Aviv um helgina. Fimm manns létu lífið og friðarferlið er í hættu. 28.2.2005 00:01
Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. 28.2.2005 00:01
Býður Gæslunni eldsneyti Markaðsstjóri Atlantsolíu hvetur Landhelgisgæsluna til að kaupa eldsneyti af Atlantsolíu þegar kaupin fara fram hér á landi. Hann telur Skeljung hafa fyrirgert þeim rétti sínum að vera birgir Gæslunnar. 28.2.2005 00:01
Geta skuldbreytt námslánum Námsmenn sem tóku lán eftir árið 1992 geta nú skuldbreytt lánunum og breytt afborgunarkjörum þeirra. Um er að ræða tæplega 27 þúsund námsmenn sem geta lækkað greiðslubyrði sína um tugi þúsunda á ári. 28.2.2005 00:01
Sjö leikarar sögðu upp Þremur fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp störfum í gær. Sjö aðrir leikarar höfðu þá sagt störfum sínum lausum að fyrra bragði í kjölfar yfirlýsingar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóri um að tíu leikurum yrði sagt upp. 28.2.2005 00:01