Erlent

Drukknuðu við skírnarathöfn

Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. Mennirnir voru að ganga í Nýju Kórinþukirkjuna sem er blanda af gyðingatrú, kristni og hefðbundnum afrískum trúarbrögðum, en kirkjudeildin hefur stundað sjávarskírnir í rúm 20 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×