Innlent

Hrognavinnsla á ný í Grindavík

Hrognavinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag eftir mikinn bruna fyrir tæpum þremur viku og landaði Háberg GK tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Í kjölfar brunans í fiskimjölsverksmiðjunni fyrir tæpum þremur vikum hefur verið unnið að því að leita leiða til að hrognavinnsla geti hafist enda mikið í húfi bæði fyrir fyrirtækið og ekki síður bæjarfélagið. Starfsmenn sem koma að löndun, hrognatöku og frystingu eru alls um 30. Þeir starfsmenn verksmiðjunnar, sem ekki fóru til vinnu í öðrum verksmiðjum eftir brunann, sjá um löndun og hrognatöku og síðan eru um 20 manns að hreinsa og frysta hrognin í frystihúsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×