Innlent

Vara við skaðsemi ljósabekkja

Norrænar geislavarnastofnanir hafa gefið út sameiginlega viðvörun til fólks um skaðsemi ljósabekkja. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mjög á síðustu áratugum á Norðurlöndum. Mælt er gegn allri notkun ljósabekkja í fegrunarskyni og bent á að starfsfólk sólbaðsstofa þurfi að hafa þekkingu á geislun til að leiðbeina viðskiptavinum. Geislavarnastofnanirnar vilja að Evrópusambandið setji sem fyrst reglur um ljósabekki vegna heilsu og öryggis fólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×