Erlent

Ríkisstjórn Líbanons segir af sér

Omar Karami, forsætisráðherra Líbanons, baðst í gær lausnar fyrir ríkisstjórn sína eftir umræður í þinginu um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem framið var fyrir tveimur vikum. Mikil ólga hefur verið í Líbanon eftir tilræðið og hafa þúsundir manna mótmælt ráðaleysi stjórnarinnar í málinu síðustu daga í höfuðborginni Beirút. Stjórnin þykir alltof höll undir sýrlensk yfirvöld en ítök þeirra í líbönsku þjóðlífi eru mikil og eru þau jafnvel talin bera ábyrgð á morðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×