Erlent

Danir kjósa um stjórnarskrá ESB

Danir munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 27. september næstkomandi. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag, en kosningarnar fara fram stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu. Spánverjar hafa einir aðildarríkja samþykkt stjórnarskrána en Hollendingar greiða atkvæði um hana 1. júní og þá er búist við að Frakkar kjósi um hana í maí eða júní.  Stjórnarskránni er ætlað að einfalda ákvarðanatöku í kjölfar þess að aðildarríkjum Evrópusambandsins fjölgaði úr 15 í 25 í fyrra, en öll ríkin verða að staðfesta hana. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er tæplega helmingur Dana hlynntur stjórnarskránni en rétt rúmlega fjórðungur andvígur henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×