Innlent

Jóna Thuy strauk aftur

 Hún fór huldu höfði í um það bil þrjár vikur áður en hún fannst fyrir helgina. Lögreglan í Reykjavík svipast einnig um eftir annarri stúlku á svipuðu reki og Jóna er. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagði að nýlega hefðu verið teknar saman tölur um fjölda unglinga sem lögreglan leitaði að. Niðurstaðan væri sú, að fram færu 8 - 10 slíkar leitir á mánuði. "Það er nær alltaf verið að leita að sömu krökkunum," sagði Geir Jón. "Yfirleitt er um að ræða krakka sem eru að stinga af að heiman eða af einhverjum stofnunum í tengslum við félagsmálayfirvöld. Oftast nær liggur óregla að baki því að þeir láta sig hverfa eða óæskilegur kunningjahópur, en sárasjaldan erfiðleikar heima fyrir." Geir Jón sagði ekki hægt að tala um að þessir krakkar væru týndir. Þeir væru ekki til staðar þar sem þeir ættu að vera, heldur hefðust við þar sem skotið væri skjólshúsi yfir þá. Yfirleitt væru þeir á aldrinum 12 - 16 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×