Fleiri fréttir

Þinglýst til að verjast braski

Borgarráð tekur á næstunni ákvörðun um hvort 30 lóðum undir einbýlishús við Lambasel í Breiðholti verði úthlutað með hefðbundnum hattardrætti eða haldið verði útboð eins og gert var í Norðlingaholti. Lóðirnar verða fyrst auglýstar á næstunni í Stjórnartíðindum.

Heimilið varð eldinum að bráð

„Við fjölskyldan vorum úti að borða þegar það var hringt í mig og sagt að það væri kviknað í,“ sagði Hjálmar Diego Haðarson niðurbrotinn á meðan hann horfði á heimili sitt við Rjúpufell brenna í gærkvöldi.

Vannýtt stóriðja í Eyjafirði

Norðurskel hefur áform um stórfellt kræklingaeldi í Eyjafirði. Ef björtustu vonir ganga eftir verða til hundruð nýrra starfa í Eyjafirði innan fárra ára. </font /></b />

Vill að gengið verði fram af hörku

Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.

Fannst látinn í Sandgerðishöfn

Roskinn karlmaður fannst látinn í Sandgerðishöfn í nótt. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Garði voru kallaðar út um miðnættið en þá voru ættingjar mannsins farnir að hafa af honum áhyggjur.

Undirbúa aðildarviðræður en ...

„Framsóknarflokkurinn á þegar að hefja vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar.“ Á þessa leið hljóðar texti ályktunar Framsóknarflokksins um Evrópumál.

Verður að þurrka út skæruliðahópa

Mahmoud Abbas verður að þurrka út palestínska skæruliðahópa. Þetta eru viðbrögð Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, við sjálfsmorðsárásinni á næturklúbb í Tel Aviv á föstudagskvöld. Að öðrum kosti væru Ísraelsmenn tilneyddir að beita hersveitum sínum í baráttunni gegn skæruliðahópunum.

Rúðubrot í Stjórnarráði og Alþingi

Þrír karlmenn um tvítugt voru handteknir undir morgun eftir að þeir höfðu brotið rúðu í Stjórnarráðinu. Um tíu mínútum áður hafði verið brotin rúða í Alþingishúsinu og segir lögregla eftir að kanna hvort sömu menn hafi verið þar að verki. Þeir gista nú fangageymslur.

Námskynning í Háskóla Íslands

Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju.

Hálfbróðir Saddams handtekinn

Hálfbróðir Saddams Husseins, Sabawi Ibrahim Hasan, hefur verið handtekinn að sögn írakska forsætisráðuneytisins. Hasan er sagður hafa verið náinn ráðgjafi bróður síns í stjórnartíð hans í Írak.

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Opið er í Bláfjöllum í dag frá 10 til 18. Allar lyftur eru opnar nema stólalyftan í Suðurgili en stefnt er að því að hún opni síðar í dag. Veður er mjög gott, norðvestlæg átt um 3 metrar á sekúndu og frost 1 stig. Skíðafæri er hart, enda um unnið harðfenni að ræða. Einnig er opið í Skálafelli frá 10 til 18 í dag.

Páfi biður um fyrirbæn

„Biðjið fyrir mér.“ Þessi skilaboð bárust frá Jóhannesi Páli páfa fyrir stundu, samkvæmt því sem aðstoðarmenn hans greina frá. 

Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu

Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti.

Kjarnorkuvopnaáætlun í bígerð?

Íranar keyptu upplýsingar af pakistönskum vísindamönnum um hvernig koma ætti af stað kjarnorkuvopnaáætlun, segja rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar. 

Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB

Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.

Allar eigur gjörónýtar

Mikill eldur kom upp í raðhús við Rjúpufell í Breiðholti í gærkvöld eins og greint var frá á Vísi í morgun. Allar eigur fjögurra manna fjölskyldu sem var nýflutt í húsið urðu eldinum að bráð. Hægt er að hlusta á viðtal við heimilisföðurinn, Hjálmar Diego Haðarson, í hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Halldór fékk 81,85% atkvæða

Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari.

Ályktun loksins samþykkt

Eftir miklar deilur samþykktu Framsóknarmenn loks eftir hádegi ályktun um utanríkismál. Hart var tekist á um Evrópustefnuna. Ályktunin hefur tekið verulegum breytingum frá upphaflegum drögum en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar hafa margoft þurft að bakka fyrir andstæðingum aðildar.

Innanlandsflug áfram í Reykjavík

Gert er ráð fyrir að Framsóknarmenn samþykki ályktun um höfuðborgarstefnu þar sem lagt er til að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík. Í upphafi þings lá fyrir tillaga um að innanlandsflug til höfuðborgarsvæðisins yrði flutt til Keflavíkur.

Mafíuforingi handtekinn

Spænska lögreglan hefur handtekið ítalskan mafíuforingja sem talinn er vera lykilmaður í mafíugengi sem staðið hefur fyrir fjölda morða og annarra glæpa í Napóli undanfarna mánuði. Mafíósinn, Raffaele Amato að nafni, var handtekinn þar sem hann var staddur fyrir utan spilavíti í Barcelona í gærkvöldi ásamt fimm meintum meðlimum mafíunnar.

Hálfbróðir Saddams handsamaður

Íraskar öryggissveitir handtóku í gær hálfbróður Saddam Hussein, Sabawi Ibrahim al-Hassan, en hann er grunaður um að hafa fjármagnað hryðjuverk og skæruhernað í landinu eftir að það var hernumið.

Föngunum ekki sleppt

Þeim 400 palestínsku föngum sem eru í ísraelskum fangelsum, og átti að sleppa áður en langt um liði, verður ekki gefið frelsi vegna sjálfsmorðsárásarinnar í Tel Aviv á föstudagskvöld sem kostaði fjóra Ísraela lífið. 500 palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael var sleppt fyrir tæpri viku.

Ungir framsóknarmenn fagna

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Félagið segir þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið, enda líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður.

Konungleg heimsókn skyggir á allt

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, hin ástralska Mary prinsessa, eru í Ástralíu í opinberri heimsókn. Þau fylgdust með siglingakeppni í höfninni í Sydney í dag en heimsóknin skyggir á allt annað í þjóðlífinu þar neðra sem stendur. Fjölmiðlar fylgja þeim hvert fótspor og flennistórar myndir prýða síður helstu dagblaða.

Öllum tilraunum Evrópusinna hrint

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða.

Víðtækt samstarf gegn ráðningum

Víðtækt samstarf er að hefjast í stjórnkerfinu til að kanna ráðningar byggingafyrirtækja og verktaka á erlendum mönnum í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur en í mörgum tilfellum er réttur brotinn á þessum mönnum.

Framsóknarflokkurinn stefnulaus?

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, telur ESB-umræðuna hugsanlega skilaboð um breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtímabili. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur sjálfstæðismenn móta stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum. </font /></b />

Ilona Wilke til skoðunar

Vinnumálastofnun og Ríkislögreglustjóraembættið hafa til skoðunar starfsemi lettnesku konunnar Ilonu Wilke hér á landi.

Notum viðurkenndar aðferðir

Rósmundur Guðnason, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands, segir að vísitala neysluverðs mæli öll útgjöld heimilanna og við þessar mælingar séu notaðar alþjóðlega viðurkenndar aðferðir.

Orðrómurinn ekki réttur

Halldór Ásgrímsson, sem endurkjörinn var formaður Framsóknarflokksins um helgina, finnst vegur sinn innan flokksins ekki hafa minnkað. Hann kannast ekki við það sem sumir framsóknarmenn hafa haldið fram, að formaðurinn hafi tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór.

Páfi raddlaus fyrir lífstíð?

Óvíst er hvort að Jóhannes Páll páfi verði nokkru sinni fær um að tala á ný. Sérfræðingar telja barkaskurðinn sem gerður var á honum og áhrif Parkinson-veikinnar gera að verkum að hann verði nánast raddlaus.

Gæslan kaupir eldsneyti í Færeyjum

Íslensku olíufélögin hafa farið svo illa með Landhelgisgæsluna að ákveðið hefur verið að kaupa ekki af þeim eldsneyti, nema brýna nauðsyn beri til. Þetta segir forstjóri Landhelgisgæslunnar sem kaupir nú aðallega eldsneyti frá Færeyjum fyrir flotann og sparar í leiðinni.

Vill hitta páfann

Fjögurra ára gömul írösk stúlka sem dvelur á sama sjúkrahúsi í Róm og Jóhannes Páll páfi vill hitta hann og þakka honum fyrir að mótmæla stríðinu í Írak.

Frelsun fanga frestað

Samskipti Ísraela og Palestínumanna hafa snöggkólnað eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv á föstudaginn sem kostaði fjögur mannslíf.

Gómaður eftir 30 ár

Lögregluyfirvöld í Kansas í Bandaríkjunum hafa loks komið raðmorðingjanum BTK á bak við lás og slá, 30 árum eftir að hann framdi sín fyrstu morð.

Samið um kjarnorkumál

Rússar hafa komist að samkomulagi við Írana í kjarnorkumálum. Rússar munu sjá Írönum fyrir kjarnorkueldsneyti og aðstoða þá við að koma kjarnorkuveri í Bushehr í gang á næsta ári.

Framsókn hreyfir við Norðmönnum

Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, segir Evrópustefnu Framsóknarflokksins hafa áhrif í Noregi. Í samtali við Fréttablaðið segir Bondevik að Norðmenn fylgist grannt með þróun umræðunnar um Evrópumál á Íslandi. Aðildarviðræður séu á dagskrá Norðmanna í fyrsta lagi 2007. </font /></b />

Tinna fundar með leikurum í dag

"Mér finnst aðferðin við þetta rýra gildi okkar sem leikara," segir Brynhildur Guðjónsdóttir, sem er einn þeirra tíu fastráðinna leikara við Þjóðleikhúsið sem hafa stystan starfsaldur og verður sagt upp fyrir vikið.

Átakamikið flokksþing

Hörð átök voru um stór mál á flokksþingi framsóknarmanna. Mestu deilurnar voru um Evrópumál. Evrópusinnar bökkuðu mikið frá upphaflegum drögum að ályktun en fengu grundvallaratriði í gegn. Formaðurinn segir umboð flokksins skýrt. </font /></b />

Dauðsföll af völdum flensu

Grunur leikur á að inflúensan sem gengið hefur yfir landið hafi valdið fleiri dauðsföllum meðal eldri borgara en almennt gerist þegar inflúensa geisar.

Flugvöllurinn áfram í Reykjavík

Tekist var á um það á flokksþingi framsóknarmanna hvort álykta ætti um það að flytja innanlandsflugið burt úr miðborginni.

20 milljóna verðmunur á fasteignum

Allt að 20 milljóna króna verðmunur er á fasteignaverði í Reykjanesbæ og stór-Reykjavíkursvæðinu. Sem sagt, hægt er að kaupa tvö góð einbýlishús í Keflavík fyrir eitt í höfuðborginni.

Allt brann sem brunnið gat

Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum.

Kynjakvóti samþykktur

Framsóknarmenn samþykktu á flokksþinginu í gær ákvæði um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægra en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins, sem og við val á framboðslista.

Evrópustefnan sigur fyrir flokkinn

Halldór Ásgrímsson segir ályktun flokksþingsins mikil tíðindi og sigur fyrir flokkinn. Í fyrsta sinn hafi verið opnað fyrir aðild að Evrópusambandinu. Hann hafi nú umboð flokksins til að huga að aðildarviðræðum. Það skipti öllu máli. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir