Innlent

Snuð tekin af markaði

Komið hefur í ljós við eftirlit á Norðurlöndum að þrjár tegundir af snuðum eru það hættulegar að þær verða teknar af markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræðs snuð af gerðunum Baby Nova, Stera og Pussy Cat en þau féllu á prófinu í sameiginlegri, norrænni vöruprófun. Á tveimur þeirra losnaði sjálft snuðið af hringnum og af einu losnaði haldið. Það er talið alvarlegast þegar sjálft snuðið losnar af þar sem það hefur í för með sér hættu á því að barnið kafni. Snuðin hættulegu verða tekin af markaði nú þegar en hætta er á að eitthvað af þeim sé enn í notkun í heimahúsum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×