Fleiri fréttir

Boðar hertari aðgang í Háskólann

Vegna aðhaldsaðgerða við Háskóla Íslands fækkaði nemendum hans um 321 milli ára. Nemendum hefur ekki fækkað að neinu ráði frá því árið 1992. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segir að neita hafi þurft fólki án stúdentsprófs sem sótt hafi um nám á haustönn um aðgang.

Ógnaði fólki með riffli

Maður vopnaður riffli reyndi að ræna söluturn við Langholtsveg í gærkvöldi. Að sögn Eydísar Ástráðsdóttur, eiganda söluturnsins, kom ungur grímuklæddur maður inn um níuleytið, ógnaði starfsfólki með riffli og heimtaði peninga. Hann hvarf þó á braut tómhentur.

100 milljónir á ári í rannsóknir

Háskólasjóður Eimskipafélagsins mun árlega geta lagt Háskóla Íslands til 100 milljónir króna sem nýta á til að efla rannsóknartengt framhaldsnám meistara- og doktorsnema. Verðmæti sjóðsins er nú um 2,2 milljarðar króna.

Jökulfell sokkið, sex manna leitað

Sex manna úr ellefu manna áhöfn flutningaskipsins Jökulfells, sem valt og sökk um 60 sjómílur norðaustur af Færeyjum í gærkvöldi, er enn saknað og hefst víðtæk leit að þeim úr lofti strax í birtingu. Fokkervél Landhelgisgæslunar er um það bil að leggja af stað frá Reykjavík til að taka þátt í leitinni.

Klámstjarna í bíómynd á Ströndum

Fjögurra manna amerískt kvikmyndatökuteymi heimsótti Strandasýslu um helgina. Austur-Evrópska klámmyndastjarnan Kyla Cole lék aðalhlutverkið í myndinni, sem tekin var upp í heitum potti á Hótel Laugarhóli. Hótelstjórana grunaði ekki neitt.

Smygl á 4 kílóum af amfetamíni

Þjóðverji og Íslendingur, báðir á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni með flugi hingað til lands nýverið. Það er fjórfalt meira magn en áður hefur náðst af flugfarþega.

Tvöföldun haldið áfram

Haldið verður áfram við tvöföldun Reykjanesbrautar strax í sumar, eða mun fyrr en gert var ráð fyrir í Vegaáætlun. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem tilkynnti þetta á fjölmennum borgarafundi í Stapa í gærkvöldi og sagði að verkið yrði boðið út strax í vor.

Hjálparstarfsmenn að smygla?

Hernaðaryfirvöld á Srí Lanka saka hóp hjálparstarfsmanna um að hafa reynt að smygla efni til sprengjugerðar inn í landið með hjálparvarningi. Varningurinn var sendur frá Bretlandi og átti að fara á svæði þar sem Tamil-tígrar ráða ríkjum.

Vopnað rán í söluturni

Vopnað rán var framið í söluturni við Kirkjustétt í Grafarholti klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi og komst þjófurinn undan með eitthvað af peningum. Hann ógnaði tveimur starfsmönnum með hamri en vann þeim ekki mein. Talið er að ræninginn hafi komist undan á bíl og er hann ófundinn.

Jökulfell: Leit hafin úr lofti

Leit er nú hafin úr lofti að þeim sex skipverjum af Jökulfelli sem ekki fundust við mikla leit af sjó í alla nótt eftir að skipinu hvolfdi norðaustur af Færeyjum og sökk fyrir miðnætti. Þyrla af danska eftirlitsskipinu Vædderen bjargaði fimm skipverjum sem voru á sundi í sjónum þegar þyrlan kom að og síðan fannst mannlaus gúmmíbjörgunarbátur.

Meintur brennuvargur enn í haldi

Karlmaður, sem er grunaður um að hafa kveikt í gömlu íbúðarhúsi við Kársnesbraut í Kópavogi í gær, er enn í haldi lögreglu og ræðst í dag hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Húsið stórskemmdist.

Atli Dam látinn

Atli Dam, fyrrverandi lögmaður Færeyja, er látinn, 72 ára gamall. Atli var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Færeyinga um langt árabil og lögmaður færeysku stjórnarinnar um 16 ára skeið en það embætti jafngildir forsætisráðherraembætti hér á landi.

Kúrdar vinna á

Stærsti flokkur Kúrda hefur unnið mjög á í kosningunum í Írak eftir að stór hluti atkvæða í norðurhluta landsins hefur verið talinn. Nú hafa Kúrdarnir nærri fjórðungsfylgi og að sama skapi hefur fylgi bandalags Sjíta fallið úr 67 prósentum talinna atkvæða niður í rétt rúmlega helming.

Sprengdu upp brautarteina

Skæruliðar í Pakistan sprengdu í morgun upp brautarteina sem liggja frá borginni Quetta í suðurhluta landsins. Lestarsamgöngur til og frá borginni eru þar með lamaðar sem stendur en unnið er að viðgerðum.

4 ára í bíltúr

Fjögurra ára gamall drengur frá Michigan í Bandaríkjunum brá á það ráð að stelast til þess að keyra bíl mömmu sinnar í því augnamiði að ná sér í tölvuleik sem hann langaði í. Drengurinn náði að koma bílnum í gír og keyra hann eina 700 metra í búðina þar sem leikinn góða var að finna.

Lík þriggja skipverja fundin

Lík þriggja skipverja af Jökulfelli eru fundin en hinna þriggja er enn leitað. Leit hófst úr lofti fyrr í morgun að þeim sex skipverjum af Jökulfelli sem ekki fundust við mikla leit af sjó í alla nótt eftir að skipinu hvolfdi norðaustur af Færeyjum og sökk fyrir miðnætti.

Dean formaður Demókrataflokksins

Howard Dean, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, verður næsti formaður bandaríska Demókrataflokksins. Eini keppinautur hans dró framboð sitt til baka í gærkvöldi.

Hubble-sjónaukinn brotlendir

Geimsjónaukinn Hubble er á leiðinni til jarðar. Lendingin verður ekki mjúk því hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja menn Hubble úreltan og ætla að láta hann brotlenda til að koma í veg fyrir að hann verði að geimrusli á sporbraut um jörðu. Mikið slíkt rusl er á sveimi þar og veldur bæði skemmdum á gervihnöttum og öðrum búnaði.

23 látnir í Írak

Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í Írak í morgun. Tuttugu og einn lést og 27 slösuðust í sprengjuárás sem varð nærri ráðningarstöð hersins í Bagdad. Þá reyndu uppreisnarmenn að myrða stjórnmálamann í vesturhluta borgarinnar í morgun. Hann komst lífs af en tveir synir hans voru myrtir.

Fjórir afrískir karlmenn stöðvaðir

Fjórir afrískir karlmenn voru stöðvaðir í Leifsstöð á laugardag. Tveir þeirra verða sendir úr landi í dag en tveir verða líklega ákærðir fyrir brot á útlendingalögum. 

Haraldur hættir hjá HB Granda

Sturlaugur Sturlaugsson frá HB á Akranesi, sem verið hefur forstjóri HB Granda, lætur af því starfi. Kristján Þ. Davíðsson, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri, mun sömuleiðis láta af störfum. Eggert Benedikt Guðmundsson, sem verið hefur markaðsstjóri HB Granda, verður forstjóri í stað Sturlaugs.

Fjögur lík fundin

Lík fjögurra sjómanna af flutningaskipinu Jökulfelli sem sökk á leið til Íslands í gærkvöldi fundust á ellefta tímanum í morgun og er nú leitað þeirra tveggja sem enn er saknað. Líkin voru tekin um borð í færeyska varðskipið Tjaldinn.

Afsögn páfa hugsanleg

Afsögn páfa er hugsanleg. Æðsti embættismaður Páfagarðs léði í gærkvöldi máls á því og olli með því töluverðu uppnámi.

Tímamótaávarp frá Rice

Allir viðmælendur Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á Ítalíu veiktust og afboðuðu fundi sína með henni í morgun. Búist er við tímamótaávarpi frá henni í París síðdegis.

Saka hvor annan um hræðsluáróður

Spennan magnast á kjördegi í Danmörku. Tveir stærstu flokkarnir saka hvor annan um hræðsluáróður í dagblaðaauglýsingum. Stjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun en bæði Venstre og jafnaðarmenn missa þingsæti. Sighvatur Jónsson er í Danmörku.

Fleiri gætu tengst málinu

Lögregla útilokar ekki að fleiri menn tengist umfangsmiklu amfetamínssmygli hingað til lands. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni. Annar þeirra smyglaði efninu til landsins en lögreglan náði hinum á hlaupum í Vesturbæ Reykjavíkur tveimur dögum síðar.

Mannræningjarnir í sigtinu?

Svo virðist sem sænska lögreglan sé á hælunum á ræningjunum sem rændu forstjóra verslunarkeðjunnar SiBa fyrir þremur vikum. Dómstóll í Gautaborg gaf í morgun út alþjóðlega handtökuskipun á hendur manni sem hún telur að dvelji utan Svíþjóðar.

Friðaryfirlýsingar væntanlegar

Sitthvor friðaryfirlýsingin er væntanleg í dag frá leiðtogum Palestínumanna og Ísraels en þeir hittust í morgun á friðarfundi í Egyptalandi. Samkvæmt því sem Raanan Gissin, talsmaður Ísraelsstjórnar, greindi frá í morgun munu Palestínumenn byrja á því að lýsa því yfir að ofbeldisverkum gegn Ísraelum verði hætt.

Ítalska blaðakonan aflífuð?

Hópur herskárra uppreisnarmanna í Írak segist hafa tekið ítölsku blaðakonuna, Giuliana Sgrena, af lífi. Hópurinn sendi tilkynningu frá sér í dag. Giuliönu var rænt á föstudag af öðrum hópi en nú segist hafa líflátið hana.

Ráðinn til Vestnorræna ráðsins

Þórður Þórarinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins frá og með 15. febrúar nk. Forsætisnefnd ráðsins samþykkti þetta á fundi sínum í Kaupmannahöfn á dögunum.

Meirihlutinn sá sami

Nýjustu skoðanakannanir Gallups benda til þess að þingmeirihluti hægri stjórnar Anders Fogh Rassmussens verði nákvæmlega sá sami eftir kosningar og hann er í dag, eða 98 sæti gegn 77 sætum stjórnarandstöðunnar. Engu að síður benda kannanir til þess að stærstu flokkar beggja blokka tapi fylgi en að minni flokkarnir bæti við sig.

Ferðaskrifstofa Íslands sýknuð

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ferðaskrifstofu Íslands í morgun af tæplega sex milljóna króna skaðabótakröfu stúlku sem slasaðist í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal fyrir fimm árum, en ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar. Stúlkan var þá 13 ára gömul og skarst hún í andliti þegar hún rakst á stiga í sundlaug við hótelið sem hún dvaldi á.

Stúdentaráðskosningar í dag

Stúdentar við Háskóla Íslands kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð og til Háskólafundar í dag og á morgun. Fjórir listar eru í framboði; hinar gamalgrónu hreyfingar Röskva og Vaka auk Háskólalistans og Alþýðulistans.

Líknarskrá léttir á aðstandendum

Tilkoma líknarskrár sem er að líta dagsins ljós hjá Landlæknisembættinu mun létta á aðstandendum, bæði hvað varðar umræður um ákvarðanatöku við læknismeðferð og eins varðandi líffæragjafir. Einstaklingur getur alltaf endurmetið ákvarðanir í líknarskrá sinni. </font /></b />

Fleira ræður en aldur fanga

Það er ekki í öllum tilvikum heppilegt að vista unga fanga saman á sérdeild, segir Erlendur S. Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Hann bendir á að sumir afpláni vegna umferðalagabrota en aðrir fyrir gróf ofbeldisbrot. </font /></b />

Vill kanna þunglyndi eldri borgara

Þunglyndi eldri borgara hér á landi hefur ekki verið sérstaklega rannsakað og engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við það, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns.

Ríflega 7.400 börn nota gleraugu

Starfshópur sem hefur það hlutverk að meta þörfina á þátttöku ríkisins í gleraugnakostnaði barna og ungmenna yngri en 18 ára hefur verið settur á laggirnar. Reikna má með að ríflega 7.400 börn hér á landi noti gleraugu.

Unglingsstúlkur fá lífstíðardóm

Tvær unglingsstúlkur, 18 og 19 ára, voru í dag dæmdar í ævilangt fangelsi í Englandi fyrir að hafa sparkað og barið og stungið drukkinn miðaldra mann til bana. Þær staðhæfðu í vörn sinni að maðurinn hefði nálgast aðra stúlkuna í teiti sem hann hélt að heimili sínu, nuddað annan fót hennar og leitað eftir kynmökum við hana.

Rafmagnslaust á höfuðborgarsvæðinu

Rafmagnslaust er víða í Fossvogshverfi, hluta Hlíðahverfis og hluta Kópavogs. Talið er að háspennustrengur í Fossvogi hafi rofnað. Unnið er að viðgerð.

Tíu sækja um hjá RÚV

Tíu sækja um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins en umsóknarfrestur rann út í gær. Átta af umsækjendunum eru starfsmenn útvarpsins.

Vopnahlé í Miðausturlöndum

Leiðtogar Ísraels og Palestínu lýstu yfir vopnahléi eftir fund þeirra í Egyptalandi í dag en þjóðirnar hafa átt í blóðugri styrjöld síðastliðin fjögur ár. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að nú væri von á betri framtíð í Miðausturlöndum í fyrsta sinn í langan tíma og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tók í sama streng.

Dollý-klónarar snúa sér að mönnum

Vísindamennirnir sem klónuðu ána Dollý á sínum tíma hafa fengið leyfi til að klóna fósturvísa úr konum í því skyni að rannsaka sjúkdóma sem tengjast hreyfitaugakerfi mannsins.

Rafmagn komið á

Rafmagn er aftur komið á í Suðurhlíðum, Skógarhlíð, Eskihlíð og í Auðbrekku og Skólatröð í Kópavogi en rafmagnslaust varð þar um klukkan fjögur í dag þegar háspennustrengur við bensínstöð í Fossvogi var grafinn í sundur. Viðgerð tók skamma stund eða um 20 mínútur.

Hermenn sviptir orðum

Ellefu bandarískir landgönguliðar hafa verið sviptir heiðursmerkjum sem þeir fengu eftir að þeir særðust í Írak. Þegar kom í ljós að hermennirnir höfðu særst í slysum en ekki bardögum voru þeir sviptir orðum sem þeir fengu að því er bandaríska dagblaðið Washington Post segir.

Ný friðarvon vaknar

Leiðtogar Ísraels og Palestínu stigu skref í átt til friðar þegar þeir lýstu í gær yfir vopnahléi eftir meira en fjögurra ára átök. Mikið verk er þó enn óunnið og verða margvísleg mál sem tengjast friðarferlinu rædd á næstu vikum og mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir