Innlent

Eldur í bræðslu í Grindavík

Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í bræðslunni Fiskimjöli og Lýsi í Grindavík, sem er í eigu Samherja, á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Ljóst er að þetta er stórbruni og hefur slökkvilið víða að verið kallað á staðinn en ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli sprengunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×