Fleiri fréttir

Halldór fær falleinkunn

Helmingur landsmanna telur að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig illa eða frekar illa sem forsætisráðherra samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að útkomuna vera með því lakasta sem hann hafi séð. Sígandi lukka er best segir aðstoðarmaður Halldórs.

Bauðst tvisvar til að segja af sér

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar til að segja af sér þegar fangamisþyrmingarnar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak voru hvað mest áberandi í fyrra. Í bæði skiptin hafnaði George W. Bush Bandaríkjaforseti afsögn hans.

Farþegaþotu með 104 manns saknað

Farþegaþota með 104 einstaklinga innanborðs er talin hafa hrapað nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans, í óveðri sem hún flaug í gegnum. Flugvélin hvarf af ratsjám yfir fjalllendi, suðaustur af borginni, þar sem henni var flogið gegnum snjóbyl.

Árás ekki á dagskrá

Árás á Írak er ekki á dagskránni, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við upphaf vikulangs ferðalags síns til Evrópu. Hún sagði hins vegar breiða samstöðu um að Íranar mættu ekki nota friðsamlega kjarnorkuáætlun sem yfirvarp tilrauna til að koma sér upp gjöreyðingarvopnum.

Björguðu börnum af skíðahóteli

Kalla þurfti á aðstoð austurríska hersins þegar 300 gestir á skíðahóteli í austurrísku ölpunum voru innikróaðir vegna snjóflóða sem höfðu fallið á vegi í nágrenninu og hætta var á fleiri flóðum.

Gamlir hermenn vernd nýja stjórn

Fjórtánda tilraunin til að koma á röð og reglu í Sómalíu stendur nú yfir. Fyrstu meðlimir nýs þings landsins komu til höfuðborgarinnar umkringdir vopnuðum vörðum til varnar gegn vígasveitum stríðsherra og glæpamönnum.</font /></b />

Listi sjíaklerks fær mest fylgi

Sameinaða íraska bandalagið hefur mikið forskot á önnur framboð í írösku kosningunum samkvæmt þeim tölum sem hafa verið birtar. 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar úr tíu héruðum þar sem sjía-múslimar eru fjölmennir.

Vilja setja páfa aldurstakmörk

Kardínálar kaþólsku kirkjunnar eru farnir að ræða um það í fullri alvöru að setja aldurstakmörk fyrir páfa. Ástæðan er veikindi Jóhannesar Páls II sem mörgum þykja hafa veikt kirkjuna. Maðurinn sem varð öllum á óvart páfi gæti því orðið síðasti páfinn til að gegna embættinu til æviloka.</font /></b />

Segir aðstæður í Kabúl erfiðar

Óttast er um líf ríflega hundrað manna sem voru um borð í flugvél sem fórst eftir að henni var snúið frá Kabúlflugvelli í Afganistan í gær vegna veðurs. Íslenskur friðargæsluliði sem vinnur á flugvellinum segir að aðstæður þar séu erfiðar enda hefur snjóað gríðarlega undanfarnar vikur.

Segir könnun Gallups marktækari

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er nær hnífjafnt ef marka má könnun Fréttablaðsins í dag. Vinsældir Framsóknarflokksins hafa hins vegar sjaldan verið minni en varaformaður hans telur könnun Gallups marktækari.

Lyf eru aðeins skammtímalausn

Lyf eru aðeins skammtímalausn í meðferð geðraskana hjá börnum og ráðast ekki að rótum vandans þó þau slái á einkennin, segir danskur sérfræðingur sem staddur er hér á landi.

Rice í sáttaferð um Evrópu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðhæfir að innrás í Íran sé ekki á dagskrá á næstunni. Rice er nú á heljarmiklu ferðalagi um Evrópu.

Ókurteisi færist í vöxt

Ókurteisi og niðurlægjandi framkoma við fólk í þjónustustörfum hefur færst í vöxt á undanförnum árum. Starfsmenn Tryggingastofnunar fá reglulega sérstaka áfallahjálp vegna erfiðra viðskiptavina og hefur verið kennt að hengja áhyggjurnar upp á snaga í lok vinnudags.

Bíða eftir megrun á Reykjalundi

Þrjú hundruð sextíu og sex manns bíða eftir að komast í megrun á Reykjalundi, þar af 250 sem ætla í skurðaðgerð til að minnka í sér magann. Offita er vaxandi heilbrigðisvandamál hér á landi en samt sem áður sáu stjórnvöld ekki ástæðu til að geta hennar í heilbrigðisáætlun sem gildir til ársins 2010.

Aðferð veigameiri en verknaður

Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands.

Vill efla trúverðugleikann

Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, er flutningsmaður þingsályktunartillögu um sjálfstæði og eflingu Fjármálaeftirlitsins. Hann vill að fjármálaeftirlitið verði fært undir alþingi til að efla trúverðugleika þess en það er nú undir viðskiptaráðherra.

Áfram í öryggisgæslu á Sogni

Móðirin sem varð ellefu ára dóttur sinni að bana og særði son sinn á Hagamel í lok maí í fyrra er gert að sæta áfram öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún er ekki talin sakhæf og segir í áliti geðlæknis að hún hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar hún framdi verknaðinn.

Sömu áhrif áfengis og lesblindu

Það hefur sömu áhrif á aksturseiginleika fólks að vera drukkið og að vera lesblint. Þetta kemur fram í rannsókn sem íslenskur prófessor í Noregi gerði og hefur vakið heimsathygli.

Hervélmenni til Íraks

Bandaríkjastjórn hyggst senda átján vélbyssuvopnuð vélmenni til Íraks á næstunni. Kostirnir eru ótvíræðir: þessir hermenn þurfa hvorki að sofa né borða, ekki þarf að klæða þá eða þjálfa og því síður hvetja til dáða eða borga þeim eftirlaun. Gallarnir eru hins vegar þeir að vélhermaðurinn nær aðeins um sjö kílómetra hraða á klukkustund og eftir um klukkustundartörn eru rafhlöðurnar búnar og vélmennið stöðvast.

Máli Fischers frestað

Bobby Fischer verður enn að bíða eftir íslenskum ríkisborgararétti. Allsherjarnefnd ákvað í morgun að fresta málinu á ný þar sem frekari rökstuðnings væri þörf.

Varar Sýrlendinga og Írana við

Bush Bandaríkjaforseti notaði stefnuræðu sína í gær meðal annars til að vara bæði Sýrlendinga og Írana við því að eiga samstarf við hryðjuverkahópa. Ljóst þykir að Bandaríkjastjórn mun á næstunni beina sjónum sínum að þessum tveimur löndum.

Árni í formannsframboð?

Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. 

Könnunin skemmtilegt gisk

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir könnun Fréttablaðsins í raun skemmtilegt gisk blaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni.

Fangelsisreksturinn lagður niður

Leggja þarf niður fangelsisrekstur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á næstu þremur árum, að mati Fangelsismálastofnunar. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar um breytingar í fangelsismálum.

Vaktirnar aflagðar vegna sparnaðar

Sparnaður og hagræðing er ástæða þess að sólarhringsvaktir á heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru lagðar af, segir framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Aðstoðarlandlæknir hefur sagt í fréttum að ástæðurnar séu faglegar.

277 milljónir í veg um Svínahraun

Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði átti lægsta tilboð í lagningu nýs vegar um Svínahraun. KNH bauð 277 milljónir króna sem reyndist 77 prósent af kostnaðaráætlun en alls bárust níu tilboð.

Stjórnarskipan frestað í Úkraínu

Þingumræðum um skipan nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu hefur verið frestað að ósk hins nýja forseta landsins, Viktors Júsjenko. Hann átti að tilkynna ráðherratilnefningar sínar í dag en að sögn talsmanns úkraínska þingsins bað Júsjenko, sem legið hefur sveittur yfir málinu nú í vikutíma, um lengri frest til stjórnarmyndunarinnar.

Enginn játaði sök

Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra gegn fimm mönnum fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjórir mannanna voru sakfelldir á sínum tíma fyrir stórfelldan fjárdrátt frá Landssíma Íslands og hlutu dóma fyrir. Enginn mannanna játaði sök í morgun.

Morfín og vopn finnast í helli

Þrjú tonn af morfíni og mikið magn vopna voru gerð upptæk í helli í Pakistan fyrr í dag. Varningurinn er metinn á tugi milljóna bandaríkjadala en á meðal vopnanna sem fundust voru flugskeyti og sprengjuvörpur. Enginn var handtekinn í tengslum við málið enda hellirinn, sem staðsettur er nærri landamærunum að Afganistan, mannlaus þegar lögreglu bar að.

Gagnagrunnur um líffæragjafa

Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um viljuga líffæragjafa er eitt af því sem landlæknir vill koma á fót fyrr heldur en síðar. Unnið er að gerð sérstakrar líknarskrár, sem meðal annars tekur til lífæragjafa. Landlæknir segir þörfina fyrir líffæri fara vaxandi. </font /></b />

Vopnaleit á de Palace

Enginn kemst inn á skemmtistaðinn de Palce í miðborg Reykjavíkur nema undirgangast vopnaleit. Hnífar hafa fundist á gestum. Málleitartæki eru víða í dyrum skemmtistaða í útlöndum.

Nordica vinsæl en menningin í sókn

Fimm af fyrirtækjunum fimmtán sem mynda úrvalsvísitölu Kauphallarinnar halda aðalfundi sína þetta árið á Nordica hótelinu. Þrjú kjósa Grand hótel, eitt Hótel Sögu, fjögur halda á vit menningarinnar og funda í söfnum og listasölum og tvö fyrirtæki halda sinn fund í eigin húsnæði.

Ekki sakhæf í Hagamelsmálinu

Kona, sem í fyrra varð 11 ára dóttur sinni að bana í Vesturbæ og særði unglingsson sinn, skal sæta öryggisgæslu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þar að lútandi fyrir nokkrum mínútum. Þetta þýðir á mannamáli að rétturinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki sakhæf og verður hún því áfram vistuð að réttargeðdeildinni að Sogni.

Læknar fái að auglýsa

Auglýsingabann í heilbrigðisþjónustu verði afnumið og læknar, tannlæknar og aðrar heilbrigðisstéttir fái að auglýsa þjónustu sína segir í tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Yfir þrjátíu dalir í símaskránni

Fjöldi landsmanna er kenndur við dali af ýmsu tagi og er það líkast til algengasta ending íslenskra ættarnafna. Lausleg athugun leiðir í ljós að Blöndal nafnið sé algengast og skipta þeir hundruðum sem það bera.

Skrá hinsta vilja sinn

Líknarskrá þar sem fólk getur skráð og undirritað hinsta vilja sinn varðandi læknismeðferð er í smíðum hjá Landlæknisembættinu, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis.

Lesblinda dregur úr viðbragðsflýti

Lesblinda getur dregið úr viðbragðsflýti ökumanna samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Hermundur Sigmundsson, við háskólann í Þrándheimi í Noregi, stóð fyrir. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði <em>New Scientist</em>.

Græðarar vilja fá starfsfrið

Græðarar vilja starfsfrið, segir formaður Bandalags íslenskra græðara. Stéttin er orðin fjölmenn hér á landi og sífellt fleiri leita svokallaðra "óhefðbundinna" lækninga. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um starfsemi græðara. </font /></b />

Átta á ári bíða líffæra

Átta Íslendingar á ári hafa að meðaltali verið á biðlista eftir nálíffærum, það er líffærum úr dánu fólki,  á árabilinu 1992 - 2002, að sögn Sigurbergs Kárasonar sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss.

Ávísanirnar hugsanlega greiddar út

Hjá VR er til athugunar að endurskoða orlofsávísanafyrirkomulagið á næsta ári, jafnvel með það í huga að greiða upphæðina út.

Helmingur notar orlofsávísunina

Tæplega helmingur þeirra tæplega 15 þúsund félagsmanna VR, sem fær orlofsávísun frá VR á hverju ári, notar hana. Ávísunin er bundin við viðskipti í ákveðnum fyrirtækjum.

Á Hótel mömmu framundir fertugt

Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í foreldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 prósent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes.

Geta þjáðst í mörg ár

Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunnar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár.

Mesta atvinnuleysi frá í kreppunni

Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnulausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleysisskrá.

Jass gegn svefnleysi

Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á jass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taívanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á jass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveldara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist.

Sjá næstu 50 fréttir