Könnunin skemmtilegt gisk 3. febrúar 2005 00:01 Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira