Græðarar vilja fá starfsfrið 3. febrúar 2005 00:01 "Við viljum fyrst og fremst frið til að starfa," sagði Sigrún Sól Sólmundardóttir formaður Bandalags íslenskra græðara. Hún sagði að græðarar vildu fá viðurkenningu sem starfsstétt og gætu fengið þau aðföng og annað sem þeir þyrftu til síns starfs. Það væri alltaf verið að stöðva innflutning á þeim, meðal annars af hálfu Lyfjaeftirlitsins. Talsverð hreyfing hefur verið á málefnum græðara, nú síðast þegar Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp um starfsemi þeirra. Markmið þess er að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara og verði í þeim tilgangi komið á fót frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara í umsjá Bandalags íslenskra græðara. Sjúkratryggingar muni ekki koma til með að greiða eða taka þátt í kostnaði einstaklinga sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara, að því er fram kemur í frumvarpinu. Það gerir ráð fyrir lítilsháttar eftirliti með umsýslu af hálfu landlæknis og heilbrigðisyfirvalda en kostnaður ríkissjóðs vegna þeirrar vinnu er óverulegur. Málið er nú statt í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. "Þarna er verið að búa til lagaramma um þessar "óhefðbundnu" greinar en fram til þessa hefur hann ekki verið til," sagði Sigrún Sól. "Við fáum þó ekki löggildingu, heldur annars konar viðurkenningu stjórnvalda, að því er okkur hefur verið tjáð. Svo á eftir að koma í ljós hvað það þýðir. Við vitum að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið verður okkar ráðuneyti. En nú erum við í biðstöðu meðan málið er í þingnefnd. Sigrún Sól sagði að græðarar vildu fyrst og fremst fá viðurkenningu á því að þeir ynnu forvarnarstarf. Óskastaðan væri að þeir fengju aðstöðu inni á Reykjalundi, á heilsustofnuninni í Hveragerði og á öðrum uppbyggingarstöðum, svo og á vinnustöðum. "Við viljum starfsleyfi í rauninni," sagði Sigrún Sól og bætti við að græðarar væru orðin fjölmenn stétt. Í bandalaginu væru átta aðildarfélög með um 500 félagsmönnum, sem hefðu 2 - 5 ára nám á bak við sitt starf. Þeir vildu fyrst og fremst viðurkenningu á því. Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
"Við viljum fyrst og fremst frið til að starfa," sagði Sigrún Sól Sólmundardóttir formaður Bandalags íslenskra græðara. Hún sagði að græðarar vildu fá viðurkenningu sem starfsstétt og gætu fengið þau aðföng og annað sem þeir þyrftu til síns starfs. Það væri alltaf verið að stöðva innflutning á þeim, meðal annars af hálfu Lyfjaeftirlitsins. Talsverð hreyfing hefur verið á málefnum græðara, nú síðast þegar Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp um starfsemi þeirra. Markmið þess er að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara og verði í þeim tilgangi komið á fót frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara í umsjá Bandalags íslenskra græðara. Sjúkratryggingar muni ekki koma til með að greiða eða taka þátt í kostnaði einstaklinga sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara, að því er fram kemur í frumvarpinu. Það gerir ráð fyrir lítilsháttar eftirliti með umsýslu af hálfu landlæknis og heilbrigðisyfirvalda en kostnaður ríkissjóðs vegna þeirrar vinnu er óverulegur. Málið er nú statt í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. "Þarna er verið að búa til lagaramma um þessar "óhefðbundnu" greinar en fram til þessa hefur hann ekki verið til," sagði Sigrún Sól. "Við fáum þó ekki löggildingu, heldur annars konar viðurkenningu stjórnvalda, að því er okkur hefur verið tjáð. Svo á eftir að koma í ljós hvað það þýðir. Við vitum að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið verður okkar ráðuneyti. En nú erum við í biðstöðu meðan málið er í þingnefnd. Sigrún Sól sagði að græðarar vildu fyrst og fremst fá viðurkenningu á því að þeir ynnu forvarnarstarf. Óskastaðan væri að þeir fengju aðstöðu inni á Reykjalundi, á heilsustofnuninni í Hveragerði og á öðrum uppbyggingarstöðum, svo og á vinnustöðum. "Við viljum starfsleyfi í rauninni," sagði Sigrún Sól og bætti við að græðarar væru orðin fjölmenn stétt. Í bandalaginu væru átta aðildarfélög með um 500 félagsmönnum, sem hefðu 2 - 5 ára nám á bak við sitt starf. Þeir vildu fyrst og fremst viðurkenningu á því.
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira