Fleiri fréttir

Makbeð fái uppreisn æru

Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá.

Veruleg áhrif innan fimmtíu ára

Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b />

Veruleg áhrif innan fimmtíu ára

Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b />

Makbeð fái uppreisn æru

Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá.

Vantrauststillaga á ríkisstjórnina

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu hafa lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins, nú þegar fimm mánuðir eru fram að þingkosningum. Stjórnarflokkarnir í Búlgaríu eru í minnihluta á þinginu og því getur vel farið svo að stjórnin verði felld í atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Breskir hermenn ákærðir fyrir morð

Sjö breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Í ákæruskjalinu segir að hermennirnir hafi myrt manninn í maí í fyrra í vegkanti í Suður-Írak. Mennirnir verða leiddir fyrir herrétt en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast.

Læstar inni í fangelsi fátæktar

Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum.

Sleppa hundruðum Palestínumanna

Ísraelsstjórn hefur ákveðið að sleppa nokkur hundruð Palestínumönnum úr fangelsi og draga herafla sinn frá borgum Vesturbakka Jórdanar. Þessi ákvörðun miðar að því að koma til móts við þær tilslakanir sem stjórnvöld í Palestínu hafa þegar gert en uppreisnarhópar Palestínumanna hafa samþykkt óformlegt vopnahlé.

Svik upp á sjötta tug milljóna

Fjórmenningarnir sem hlutu dóm í Landssímamálinu svokallaða hafa, ásamt fimmta manni, verið ákærðir fyrir að svíkja undan skatti á sjötta tug milljóna króna með brotum á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Skattsvik verður að uppræta

Rætt var um skýrslu starfshóps um umfang skattsvika á Íslandi á alþingi í gær. Í skýrslunni, sem birt var í desember kom fram að skattsvik á Íslandi nema allt að því 35 milljörðum króna.

10% fimm ára barna með geðröskun

Tíunda hvert fimm ára barn er með geðröskun samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn og er þetta heldur hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. Mun fleiri börn sýna einkenni geðraskana. 

Afgangs hrossakjöt til Rússlands

Útflutningur íslensks hrossakjöts til Rússlands hefur aukist síðan fyrst var farið að flytja kjöt þangað fyrir um fjórum árum að sögn Erlends Á. Garðarssonar, framkvæmdastjóra Kjötframleiðenda.

Milljónir í sekt fyrir skattsvik

Fimmtugur maður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og til að greiða 5,1 milljón króna í sekt vegna skattsvika fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Fyrirtækið hét Pandíón og rak skemmtistaðinn Club Vegas.

Aðalstræti 10 í upprunalegt horf

Borgaryfirvöld hyggjast gera samkomulag við Minjavernd um að hún taki Aðalstræti 10 til vörslu til 35 ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að húsið verðu endurbætt og fært í upprunalegt horf.

Skrúfað niður í ensku þulunum

Útvarpsréttarnefnd beinir því til Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn, að hætta útsendingum á knattspyrnuleikjum sem ekki fylgir tal eða texti á íslensku. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, segir að skrúfað verði niður í ensku þulunum um helgina. Óráðið sé hvað gert verði eftir helgi.

Borgin undirbýr kröfugerð

Borgarráð samþykkti í gær að fela Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni að útbúa kröfugerð á hendur Olís, Essó og Skeljungi vegna ólögmæts samráðs þeirra.

Dregið fyrir stjörnurnar

Borgaryfirvöld hafa hafnað hugmynd menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar um að slökkva tímabundið á götulýsingu í Reykjavík.

Metfjöldi farþega í Leifsstöð

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp sextán prósent í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Þeir hafa aldrei verið fleiri í janúarmánuði eða tæplega 86 þúsund.

Sjálfstæðismenn vilja launanefnd

Sjálfstæðismenn í minnihluta bæjarráðs Hafnarfjarðar mótmæltu í gær staðhæfingu Starfsmannafélags Hafnarfjarðar um að bæjarstjórnin standi að grjótharðri láglaunastefnu með því að eiga aðild að launanefnd sveitarfélaga.

Dettifoss á leið til Rotterdam

Þýski dráttarbáturinn Primus er nú með Dettifoss í togi á leið til Rotterdam. Skipin lögðu af stað á ellefta tímanum í morgun og sækist ferðin vel. Það er áætlað að skipin verði komin til Rotterdam á miðvikudaginn en hluti stýris Dettifoss datt af skipinu austur af landinu fyrir helgina.

Sagði sig úr Samfylkingunni

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. 

Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn

Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar.

Kolkrabbi rekur öldung úr paradís

"<font face="Times New Roman">Þ</font>a<font face="Times New Roman">ð</font> er smekklaust og si<font face="Times New Roman">ð</font>laust a<font face="Times New Roman">ð</font> <font face="Times New Roman">æ</font>tla s<font face="Times New Roman">í</font>num eigin b<font face="Times New Roman">ö</font>rnum b<font face="Times New Roman">ú</font>sta<font face="Times New Roman">ð</font>i <font face="Times New Roman">á</font> landi sem <font face="Times New Roman">ö</font>nnur fj<font face="Times New Roman">ö</font>lskylda hefur r<font face="Times New Roman">æ</font>kta<font face="Times New Roman">ð</font> <font face="Times New Roman">í</font> yfir 40 <font face="Times New Roman">á</font>r," segir Margr<font face="Times New Roman">é</font>t Bl<font face="Times New Roman">ö</font>ndal, d<font face="Times New Roman">ó</font>ttir Tryggva Bl<font face="Times New Roman">ö</font>ndal, n<font face="Times New Roman">í</font>r<font face="Times New Roman">æð</font>s sumab<font face="Times New Roman">ú</font>sta<font face="Times New Roman">ð</font>areiganda, sem n<font face="Times New Roman">ú</font> hefur fengi<font face="Times New Roman">ð</font> br<font face="Times New Roman">é</font>f fr<font face="Times New Roman">á</font> Einari Sveinssyni, stj<font face="Times New Roman">ó</font>rnarformanni <font face="Times New Roman">Í</font>slandsbanka, <font face="Times New Roman">þ</font>ess efnis a<font face="Times New Roman">ð</font> fj<font face="Times New Roman">ö</font>lskyldan eigi a<font face="Times New Roman">ð</font> hypja sig burt fr<font face="Times New Roman">á</font> Nesjav<font face="Times New Roman">ö</font>llum.

Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn

Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn í nýrri rannsóknarskýrslu sem birtist nú síðdegis um olíusöluáætlunina sem var við lýði þegar Saddam Hussein var við völd í Írak. Samkvæmt skýrslunni var framkvæmd áætlunarinnar gölluð og spilling þreifst meðal þeirra embættismanna Sameinuðu þjóðanna sem sáu um málið.

Loðnuhátíð á Eskifirði

Það var hátíðarstemmning á Eskifirði í dag en þá var búið að landa þar þrjátíu þúsund tonnum af loðnu. Til hátíðarbrigða var boðið upp á tertu til að fagna þessum merka áfanga. Loðnan á vertíðinni hefur þótt afar gott hráefni og góð til vinnslu.

Legsteinar á útsölu

Margir bíða lengi með að setja upp legsteina hjá látnum ástvinum vegna kostnaðar. Nú kynnir Sesselja Pétursdóttir, hjá Steinsmiðju S. Helgason, legsteina með allt að 40 prósent afslætti. En viðskiptavinir eru feimnir við að kaupa legsteina á útsölu og þykir það jafnvel vanvirða við minningu hins látna. En það er af og frá segir Sesselja við DV í dag.

Innanlandsflugið til Keflavíkur

Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær.

Helmingurinn fer til Reykjavíkur

Í yfir helmingi tilfella sjúkraflutninga á Suðurnesjum þarf að flytja fólk á sjúkrastofnanir í Reykjavík. Enginn vafi leikur á því að sólarhringsvakt á að vera á skurðstofu þar að mati slökkviliðsstjórans. 

Boðsferðir lækna á fimmta hundrað

Íslenskir læknar fóru í 469 utanlandsferðir í boði lyfjafyrirtækja í fyrra. Þingmaður segir reglur skorta um slíkar boðsferðir. Forstjóri Landspítala segir úrbætur hafa verið gerðar en ástæða sé til að vera á varðbergi. </font /></b />

Einelti gagnvart einkaskólum

Leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur sakar R-listann um leggja einkaskóla í einelti og vill að Landakotsskóli haldi sjálfstæði sínu.

Vaxtarsamningur við Vestfirði

Iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra undirrituðu samkomulag á Ísafirði í gær um að vinna sameiginlega að því að efla rannsóknir og þróunarstarfsemi í sjávarútvegi. Samkvæmt samkomulaginu munu ráðuneytin vinna að tveimur verkefnum á Ísafirði í ár; annað á sviði veiðarfærarannsókna en hitt varðar þorskeldi í sjókvíum. Ráðuneytin leggja til tíum milljónir króna hvort vegna verkefnanna.

Slagsmál á körfuboltaleik

Bandarískar skólastúlkur gengu berserksgang á körfuboltaleik í Alabama á þriðjudaginn, hentu stólum hver í aðra og tókust á. Slagsmálin eru tengd deilum á milli andstæðra klíkna í skólanum en liðin tvö sem áttust við hafa líka lengi eldað grátt silfur saman.

Tekinn með fíkniefni

Tveir menn voru handteknir við Hvalfjarðargöngin síðdegis í gær vegna gruns um að þeir hefðu fíkniefni í fórum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi fannst lítilræði af amfetamíni við leit á öðrum þeirra.

Fjölmenn kaupstefna í Reykjavík

Mid-Atlantic ferðakaupstefnan, sem haldin er á vegum Icelandair, hefst í kvöld. Kaupstefnan, sem stendur til 6. febrúar, er árlegur viðburður í ferðaþjónustu og er ætluð til að tengja kaupendur og seljendur í Ameríkur og Evrópu.

Dyntóttur janúar

Illviðri voru tíðari og snjór meiri í janúarmánuði en á sama tíma undanfarin ár samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Síðasta vika mánaðarins var hins vegar mjög hlý og leysti snjó af láglendi og upp með fjöllum.

Borgin í mál við olíufélögin

Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. 

Framsókn myndi missa sjö þingmenn

Fylgi Framsóknarflokksins dalar verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru nú svo gott sem jafnstórir flokkar.

Framsóknarflokkurinn tekur dýfu

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast aðeins átta prósent kjósenda styðja Framsóknarflokkinn ef boðað verður til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurin og Samfylkingin mælast svo gott sem jafnstórar fylkingar.

Ákall á stjórn jafnaðarmanna

"Þessi könnun staðfestir góða stöðu flokksins, eins og aðrar kannanir að undanförnu hafa sýnt," segir Kristján L. Möller, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Flokkurinn mun rétta úr sér

"Flokkurinn hefur legið nokkuð lágt í skoðanakönnunum að undanförnu," segir Magnús Stefánsson varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins.

Önnur stjórn væri möguleg

"Það sem ég staldra fyrst við er sú staðreynd að samkvæmt þessari könnun gæti stjórnarandstaðan myndað ríkisstjórn með bærilegum meirihluta ef þetta væru úrslit í kosningum," segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri-grænna.

Getum gert okkur vonir um meira

"Ég er almennt þeirrar skoðunar að við sjálfstæðismenn getum gert okkur vonir um betri niðurstöðu en þessi skoðanakönnun gefur til kynna," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Heilbrigðisstéttir megi auglýsa

Lögð hefur verið fram tillaga á Alþingi um að auglýsingar lækna, tannlækna og annarra heilbrigðisstétta, sem og auglýsingar heilbrigðisstofnana, verði heimilaðar. Flutningsmaður tillögunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir