Fleiri fréttir

Friður og framfarir í Eyjum

Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti skrifuðu aðfaranótt laugardags undir yfirlýsingu um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja undir slagorðinu "friður og framfarir." Samstarfi V-lista og Framsóknarflokks var slitið á fundi bæjarráðs á föstudagskvöld.

22 milljónir á áratug

Framlög Olíufélagsins ehf. og forvera þess, Olíufélagsins hf., til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk frá ráðningu Ólafs Arnar Haraldssonar, fyrrverandi þingmanns, í starf forstjóra Ratsjárstofnunar, meðan hann var enn utanríkisráðherra án þess að staðan væri nokkru sinni auglýst. </font /></b />

Greiddu fyrir vegtyllurnar

Framsóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tímabilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. </font /></b />

Framlög halda uppi flokksstarfinu

Allir sem eru í bæjarráði, bæjarstjórn eða nefndastörfum á vegum Framsóknarflokksins í Garðabæ og Mosfellsbæ láta hluta af launum sínum renna til flokksfélagsins í bænum og svo hefur verið lengi.

Sjálfstæðisflokkurinn fræðir ekki um styrki

Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktaraðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíufélaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum.

Trúnaðurinn er aðalmálið

Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkjum til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síðustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðlanna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum.

Eru að ná tökum á Fullujah

Bandaríkjamenn segjast hafa meirihluta borgarinnar Fallujah í Írak á valdi sínu, en átök við skæruliða og hryðjuverkamenn halda þó áfram í suðurhluta borgarinnar. Átján bandarískir hermenn og fimm írakskir hafa fallið síðan að áhlaupir á Fallujah hófst og 178 hafa særst. Talsmenn hersins segja um sexhundruð skæruliða hafa verið drepna.

Fjölmenni við útför Arafats

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum streyma nú til Egyptalands til að vera við útför Jassirs Arafats, sem fer fram fyrir hádegi. Hann verður síðar jarðsettur í Ramallah. Ísraelsmenn hafa lokað af Vesturbakkann og Gasa-ströndina til að koma í veg fyrir ofbeldisverk, en hryðjuverkahópur Hamas-samtakanna hefur heitið áframhaldandi árásum.

Gerðardómur skipaður

Í stjórnarfrumvarpi, sem rætt verður á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi, er gert ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður til að leysa launadeilu kennara og sveitarfélaga, og að verkfalli verði aflýst þegar í stað. Gerðardómur leggi til grundvallar kjör þeirra, sem hafa sambærilega menntun og kennarar og starfa hjá hinu opinbera.

Bensínið lækkað víða

Stóru olíufélögin fylgdu fordæmi Atlantsolíu, sem lækkaði bensínverð um eina krónu á miðnætti í fyrrinótt, og lækkuðu öll lítrann um um það bil krónu í gær. Bensínlítrinn kostar nú víða um hundrað og þrjár krónur á sjálfsafgreiðslustöðvum.

Tekinn með 120 grömm

Lögreglan á Selfossi gerði í gær 120 grömm af Marijuana upptæk hjá manni, sem búsettur er utan þéttbýlils í Árnessýslu. Maðurinn bar við yfirheyrslur að efnið væri ætlað til eigin nota og var honum sleppt að yfirehyrslu lokinni, en hans bíður sekt fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum.

4 teknir vegna nauðgunar í Noregi

Norska lögreglan hefur handtekið fjóra unga innflytjendur frá fyrrum Júgóslavíu og Kósóvo, grunaða um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku í Fredrikstad. Þeir numu hana á brott með sér í bíl, þar sem hún beið eftir strætisvagni, óku með hana til annars bæjar og nauðguðu henni. Að því búnu óku þeir aftur til Fredrikstad og skildu hana eftir.

Bandaríkjamanni rænt í Írak

Bandaríkjamanni hefur verið rænt í Írak, og sendi írakskur hryðjuverkahópur frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði manninn í haldi. Arabísk sjónvarpsstöð sýndi myndbandsupptöku af manninum, sem starfar sem óbreyttur stjórnandi á flugvellinum í Bagdad.

6 látast í jarðskjálfta

Öflugur jarðskjálfti kostaði sex manns lífið í Indónesíu í morgun. Fjörutíu og sex hið minnsta slösuðust, en skjálftinn mældist sex á richter. Fjöldi bygginga varð fyrir skemmdum og nokkur fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Jarðskjálftans var mest vart á eynni Alor, þar sem um hundrað og sjötíu þúsund manns búa í talsverðri fátækt. Sökum frumstæðra samgöngumannvirkja eiga björgunarmenn erfitt um vik með að koma fólki til bjargar.

Rússar banna reykingar

Rússar hyggjast banna reykingar á opinberum vettvangi. Frumvarp liggur nú fyrir rússneska þinginu, þar sem lagt er til að reykingar verði bannaðar á vinnustöðum og sjúkrahúsum, einungis verði leyft að reykja á tilgreindum reykingasvæðum í opinberum byggingum og sala tóbaks verði bönnum í íþróttahúsum og líkamsræktarstöðvum.

Blair í Hvíta húsinu

George Bush, Bandaríkjaforseti, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða í dag saman í Washington og verða málefni Miðausturlanda efst á baugi. Búist er við því að Bush geri við það tækifæri grein fyrir hugmyndum sínum um framtíð friðarferlisins þar eftir fráfall Jassirs Arafats.

Útför í skugga óvissu

Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni.

Dæmdir til bóta vegna nauðgunar

Þrír menn voru dæmdir til að greiða konu skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan höfðaði skaðabótamál á hendur mönnunum, og íslenska ríkinu vegna hópnauðgunar. Ríkissaksóknari hafði tvívegis neitað að taka málið upp þar sem framburður mannanna þriggja þótti vega þyngra en frásögn konunnar og framkomin gögn dygðu ekki til sakfellingar.

Hart barist í Fallujah

Loftárásir standa nú yfir á borgina Mósúl í Írak, og harðir bardagar standa í Fallujah. Í Bagdad berjast þjóðvarðliðar við skæruliða. Mikið mannfall hefur verið undanfarinn sólarhring. Átökin í Írak eru í raun og veru stríð. Bandaríkjamenn segjast hafa meirihluta borgarinnar Fallujah í Írak á valdi sínu, en átök við skæruliða og hryðjuverkamenn halda þó áfram í suðurhluta borgarinnar.

Lax og sjóbirtingur saman í sæng

Fundist hafa seiði í norsku laxveiðiánni Drivu í Swunndal, sem eru blendingar af laxi og sjóbirtingi. Samkvæmt upplýsingum norsku náttúrurannsóknastofunnar er talið sennilegt að bæði villtur lax og eldislax hafi tekið þátt í hrygningunni með sjóbirtingnum.

Krefst grundvallarbreytinga

Oddviti Bláskógabyggðar segir að gera verði grundvallarbreytingu á uppbyggingu og starfsemi margra sveitarfélaga, verði fólki heimilað að eiga lögheimili í sumarbústöðum, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að niðurstöðu um, í gær.

Leikarnir langt fram úr áætlun

Kostnaður Grikkja vegna ólympíuleikanna í sumar var helmingi meiri en áætlanir sögðu til um. Aðeins ári fyrir leikana hljóðaði kostnaðaráætlun upp á tæpa fimm milljarða evra, eða nærri fjögurhundruð og fjörutíu milljarða króna. Nú, þegar uppgjör liggur fyrir, er ljóst að leikarnir kostuðu Grikki um níu milljarða evra, um sjöhundruð og níutíu milljarða króna.

29 handteknir í Hollandi

Lögregla í Hollandi réðst á meintar æfingabúðir verkamannaflokks Kúrdistans í morgun og handtók þar tuttugu og níu. Talið er að skæruliðar á vegum flokksins hafi æft í búðunum. Lögregluyfirvöld í Hollandi vilja ekki tjá sig um málið, en fyrr í vikunni bannaði hollenskur dómstóll framsal eins leiðtoga flokksins til Tyrklands.

Lög á kennaraverkfallið

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja lög á kennaraverkfallið. Alþingi var kvatt saman í morgun og samþykkt var að taka frumvarpið á dagskrá með afbrigðum. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur fyrir kennara.

Netviðskipti í gríðarlegri sókn

Reiknað er með að minnsta kosti 50% aukningu á netviðskiptum í Danmörku fyrir jólin. Netviðskipti aukast sífellt og það eru ekki lengur bókaverslanir, plötubúðir og ferðaskrifstofur sem sitja einar að Netviðskiptum. Gæði og öryggi Netviðskipta hafa aukist mikið á undanförnum árum og endurspeglast það í aukinni sölu.

Byssumaður gefur sig fram

Belgískur byssumaður, sem drap fjóra og slasaði tvo, þegar hann gekk berseksgang með byssu sína í gær, hefur gefið sig fram og játað á sig verknaðinn að sögn lögregluyfirvalda í Belgíu. Atvikið átti sér stað í borginni Ghent í Vesturhluta Belgíu í gærkvöld og er talið að fjölskylduerjur hafi orðið þess valdandi að maðurinn sleppti sér með fyrrgreindum afleiðingum.

Frumvarp verði afgreitt í dag

Umræða um lög á kennaraverkfallið stendur enn yfir á Alþingi. Vonast er til að hægt verði að afgreiða frumvarpið til allsherjarnefndar í dag og afgreiða það síðan sem lög frá Alþingi. Skólahald gæti því orðið með eðlilegum hætti á mánudag.

Fordómar aukast

Fordómar gegn útlendingum hafa aukist mikið á Íslandi á síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þeim sem eru jákvæðir gagnvart því að leyfa fleiri útlendingum að vinna hérlendis hefur fækkað um fjórtán prósent frá síðustu könnun árið 1999. Þá voru þeir 42% en eru 28% nú. Reykvíkingar eru jákvæðari en aðrir landsmenn og jákvæðnin eykst eftir því sem menntun er meiri.

Hröklast úr starfi fréttastjóra

Einn þekktasti fréttamaður Ítalíu, sem er fréttastjóri á stærstu sjónvarpsstöðinni í eigu Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, var í gær rekinn. Fréttastofan hefur haft orð á sér fyrir að vera sú sjálfstæðasta af fjölmörgum fréttastofum í eigu Berlusconis og hefur brottreksturinn vakið mikla reiði

Vill skaðabætur fyrir heitt kaffi

Rússnesk kona hefur höfðað mál á hendur Hamborgararisanum McDonalds í kjölfar þess að hún brenndi sig á kaffi sem hún keypti í einu af fjölmörgum hamborgaraútibúum fyrirtækisins í Moskvuborg.

Ætla að hefna Arafats

Skæruliðar í Palestínu, sem eru sannfærðir um að Jasser Arafat hafi verið byrlað eitur, segjast ætla að hefna sín á Ísraelsmönnum, sem þeir segja bera ábyrgð á dauða hans. Samtök skæruliðanna, sem skýrt hafa sig: „Sveit Yassers Arafat," segjast munu ráðast á kjarnann á ísraelsku samfélagi og engar málamiðlanir komi til greina.

Zarqawi hvetur skæruliða til dáða

Skæruliðinn Abu-Musab al-Zarqawi hefur sent frá sér upptöku, þar sem hann hvetur bardagamenn í borginni Fallujah til að láta ekki deigann síga og halda áfram að láta Bandaríkjamenn finna fyrir sér. Á upptökunni segir að vilji guðs muni á endanum koma fram og vindar hins heilaga stríðs muni blása hinum illu öflum um koll.

Ríkið græddi 600 milljónir

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um 600 milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að aðili eins og Ríkisendurskoðun geri á því úttekt hvað mikið af ránsfeng olíufélaganna fór í ríkissjóð.

Flugherinn ekki að taka við

Robert McCormick nýr yfirmaður varnarliðsins er ofursti í flugher Bandaríkjanna. Hann segir í samtali við Víkurfréttir í dag að breytingin þýði ekki að flugherinn sé að taka við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum.

Allir á vetrardekk

Fyrsti snjór vetrarins sem heitið getur í Reykjavík varð til þess að örtröð hefur verið hjólbarðaverkstæðum í dag. Þegar Reykvíkingar vöknuðu í morgun voru götur borgarinnar snævi þaktar. Snjórinn var reyndar ekki mikill en þó nægilegur til að ökumenn þyrftu að aka með gát vegna hálku.

Fundað meðal leikskólakennara

Samninganefnd leikskólakennara hefur verið boðuð til fundar á mánudag vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er kominn upp í kjaradeilu grunnskólakennara. Á fundinum á að taka ákvörðun um hvort vísa skuli kjaradeilu félagsins og launanefndarinnar strax til sáttasemjara og boða til atkvæðagreiðslu um verkfall leikskólakennara frá og með þriðja janúar.

Byggingarleyfi fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála hefur fellt byggingarleyfi vegna framkvæmda við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu úr gildi. Framkvæmdir hafa því verið stöðvaðar. Nágrannar kærðu ákvörðun byggingafulltrúa um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni

Allsherjarnefnd fundar um verkfall

Fundur allsherjarnefndar vegna lagafrumvarps um kennaraverkfallið hófst klukkan fjögur. Deilendur hafa verið kallaðir til fundar við nefndina. Umræða um lög á kennaraverkfallið stóðu sleitulaust yfir á alþingi frá þvi klukkan hálf ellefu í morgun til hálf fjögur.

Rykið dustað af friðarferlinu

Vonir eru bundnar við það að friðarviðræður fari aftur af stað nú þegar Jasser Arafat er fallinn frá. Palestínumenn hafa 59 daga til að kjósa sér arftaka.

ÓB með lægsta verðið

Orkan bauð í gær lægsta verðið á 95 oktana bensíni. Lítrinn kostaði 102,6 krónur við Eiðistorg en athygli vekur að stöðin býður sama verð í Njarðvík og á Súðavík en þar opnaði Orkan nýja stöð fyrir skömmu.

492 spilakassar í Reykjavík

Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt.

Vilja fá dómi hnekkt

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hyggst freista þess að fá hnekkt fyrir Hæstarétti þeim dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilar fimm manna fjölskyldu að eiga lögheimili í sumarbústað. Oddvitinn segir slíkt ekki ganga upp við núverandi aðstæður.

Garðabær braut stjórnsýslulög

Garðabær braut stjórnsýslulög með því að ganga ekki frá fráveitukerfinu við iðnaðahverfið í Molduhrauni á viðunandi hátt.

Tæknimál yfir kjúklingum

Félagar í Skýrslutæknifélaginu koma saman til hádegisverðarfundar á Grand hóteli í dag og spjalla um tungutak í tæknigeiranum. Er það í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Erindi verða flutt og meðal annars kynntur staðallinn ÍST 130:2004 Upplýsingatækni - Íslenskar kröfur.

Sjá næstu 50 fréttir