Erlent

Ætla að hefna Arafats

Skæruliðar í Palestínu, sem eru sannfærðir um að Jasser Arafat hafi verið byrlað eitur, segjast ætla að hefna sín á Ísraelsmönnum, sem þeir segja bera ábyrgð á dauða hans. Samtök skæruliðanna, sem skýrt hafa sig: „Sveit Yassers Arafat," segjast munu ráðast á kjarnann á ísraelsku samfélagi og engar málamiðlanir komi til greina. Skæruliðarnir eru ekki einir um þá skoðun að Ísraelar hafi byrlað Arafat eitur, því að fjölmargir trúarhópar hafa haldið því sama fram. Dánarorskök leiðtogans er enn ekki kunn og blæs það lífi í samsæriskenningar hvers konar, eins og gefur að skilja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×