Útför í skugga óvissu 12. nóvember 2004 00:01 Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið. Erlent Fréttir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið.
Erlent Fréttir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira