Útför í skugga óvissu 12. nóvember 2004 00:01 Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira