Fleiri fréttir Eldur í Hábergi Töluverðar skemmdir urðu á nótaskipinu Hábergi þegar eldur kom upp í skipinu er það var í slipp í Póllandi í fyrradag. Engan sakaði en eldurinn kviknaði í íbúðum skipverja. 13.10.2004 00:01 Bílar skullu saman í Garði Minnstu munaði að slys hlytist af í gærkvöldi þegar ölvaður ökumaður ók þvers og kruss um veginn á leið heim til sín suður í Garði. Þegar bíll kom á móti honum tókst honum ekki að halda sig á sínum vegarhelmingi þannig að hliðar bílanna skullu saman og speglar og hliðarrúður brotnuðu. 13.10.2004 00:01 Handtekinn tvær nætur í röð Lögreglumenn handtóku í nótt tæplega tvítugan mann á vettvangi þar sem hann hafði brotist inn í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Það væri vart í frásögu færandi ef sami maðurinn hefði ekki líka verið handtekinn við innbrot á sama stað og um svipað leyti í fyrrinótt. 13.10.2004 00:01 Rússarnir ræddir í nefndinni Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkismálaráðuneytinu, var kallaður á fund utanríkismálanefndar Alþingis sem hófst klukkan ellefu til að skýra samskipti ráðuneytisins við rússnesk stjórnvöld vegna rússnesku herskipanna á Þistilfjarðargrunni. 13.10.2004 00:01 Draga Írana til ábyrgðar Draga verður Írana til ábyrgðar fyrir kjarnorkuáætlun sína. Þetta segir Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og segir bandarísk stjórnvöld fús að kanna hvort viðskiptaþvinganir á vegum Sameinuðu þjóðanna gætu verið réttu viðbrögðin. 13.10.2004 00:01 Glæpir gegn mannkyni staðfestir? Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni. 13.10.2004 00:01 Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið? Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar. 13.10.2004 00:01 Sólbakur landaði í morgun Engar mótmælaaðgerðir voru á bryggjunni á Akureyri í morgun þegar löndun hófst úr togaranum Sólbaki en hann kom til hafnar klukkan átta. Forysta sjómannasamtakanna segist hlíta lögbanni á mótmælaaðgerðir sem sýslumaðurinn á Akureyri féllst á í gær, að beiðni útgerðarfélags Sólbaks. 13.10.2004 00:01 Óbreytt staða í kennaradeilu Samninganefnd kennara mætti til ríkissáttasemjara í morgun en samninganefnd sveitarfélaga hittir hann eftir hádegi. Finnbogi Sigurðsson, formaður samninganefndar kennara, segist ekki vilja ræða niðurstöðu fundarins sem hafi staðið í stutta stund. Farið hafi verið yfir stöðuna sem sé óbreytt. 13.10.2004 00:01 Spennan magnast um þjóðarblómið Nú fara að verða síðustu forvöð fyrir landsmenn að segja álit sitt á því hvert skuli verða þjóðarblóm Íslendinga. Frestur til að velja þjóðarblómið rennur út á föstudag, þann 15. október, eða eftir tvo daga. 13.10.2004 00:01 Fylgið nákvæmlega jafnmikið Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. 13.10.2004 00:01 Íbúum landsins fækkar Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði lítillega á síðastliðnum þremur mánuðum og þónokkuð margir Íslendingar ætla að freista gæfunnar í útlöndum. Fækkunin á höfuðborgarsvæðinu nam samanlagt um áttatíu og átta manns. Þá virðast þónokkrir sjá betri tækifæri í útlöndum en hér á landi því 365 Íslendingar fluttu úr landi umfram þá sem fluttu til landsins. 13.10.2004 00:01 Verða í fjóra daga til viðbótar Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar ætla rússnesku herskipin að vera á svæðinu út af Þistilfirði í fjóra daga til viðbótar. Þau fylktu aftur liði út af firðinum í nótt. 13.10.2004 00:01 Guggan máluð í felulitum Ísfirsku útgerðarfeðgarnir Ásgeir Gubjartssson og Guðbjartur Ásgeirsson ætla að mála nýjustu Gugguna sína í felulitum, eins og vestfirskir smábátasjómenn orða það. 13.10.2004 00:01 Fimm handteknir vegna morðsins Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi. 13.10.2004 00:01 Framsókn stoppar matarskattslækkun Flokkar sem fengu 82% atkvæða í kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef "svigrúm" gefist. </font /></b /> 13.10.2004 00:01 Steingrímur krefst upplýsinga Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. 13.10.2004 00:01 Óréttlát stimpilgjöld Margret Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á Alþingi í gær þar sem hún spurði um álit ráðherrans á lækkun eða afnámi stimpilgjalda. Í máli þingmannsins kom fram að Samfylkingin teldi að almenningur nyti ekki vaxtalækkunar á húsnæðislánum sem skyldi vegna "óréttlátrar skattlagningar í formi stimpilgjalda". 13.10.2004 00:01 Rússar létu vita Rússar skýrðu frá því herskip yrðu að æfingum undan Íslandsströndum. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins skýrði utanríkismálanefnd frá því í gær. 13.10.2004 00:01 18 ára kaupi bjór og léttvín Tuttugu og þrír alþingismenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að áfengiskaupaaldur verði lækkaður úr 20 ár í 18 en þó aðeins þegar um léttvín eða bjór er að ræða 13.10.2004 00:01 Finninn fljúgandi ákærður Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. 13.10.2004 00:01 Ekker saknæmt við dauðsfall Krufning hefur leitt í ljós að Christer Pettersson, meintur morðingi Olofs Palme, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er hann fékk flog að lokinni mikilli áfengisdrykkju og datt á höfuðið. 13.10.2004 00:01 IRA-maður handtekinn Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana. 13.10.2004 00:01 Finnar lokuðu vefsvæði skæruliða Finnsk stjórnvöld lokuðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórnvöldum í Moskvu. 13.10.2004 00:01 Lögregla skaut vinningshafa Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum. 13.10.2004 00:01 Samningafundur eftir helgi Samninganefndir sveitarfélaganna og kennara hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta var ákveðið eftir óformlega fundi í gær. Eftir viðræður við samninganefndirnar, sitt í hvoru lagi, þótti sáttasemjara ekki ástæða til að boða fund fyrr. 13.10.2004 00:01 Verkalýðsfélög deila um gjöld Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. 13.10.2004 00:01 Nemendur fá ekki greiddar bætur Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sem búsettir eru á heimavist skólans fá ekki greiddar húsaleigubætur, þó svo að lögheimili þeirra séu víðs fjarri skólanum. 13.10.2004 00:01 Norrænar áherslur lagðar Í dag hefst á Hótel Nordica ráðstefna um öryggi og heilnæm matvæli og norrænar áherslur í þeim efnum. Ráðstefnan er haldin á vegum sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytis í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. 13.10.2004 00:01 Stjórnkerfisbreytingar í borgarráð Íþróttamál og menningarmál verða ekki sameinuð í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur í gær. Tillögur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær mættu hins vegar mikilli andstöðu. Til dæmis sendur formenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík borgarfulltrúum mótmælabréf. 13.10.2004 00:01 Vandinn liggur annars staðar Aðalsteinn Baldursson, talsmaður fiskvinnslufólks hjá Starfsgreinasambandinu, gerir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að kjarasamningar við sjómenn skýri að verulegu leyti bága stöðu fiskvinnslu í landi. 13.10.2004 00:01 Skattbyrði lífeyrisþega eykst Tekjutengingar og aukin skattbyrði hafa skert lífeyri þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið. Formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld hlunnfara þá lífeyrisþega sem minnst hafa á milli handanna en forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að þar með sé aðeins hálf sagan sögð. 13.10.2004 00:01 Framsókn gegn R-lista framboði Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgarstjórnarkosningum en ekki undir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosningastjórn R-listans. 13.10.2004 00:01 121 milljón í sekt Örn Garðarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 121 milljón króna í sekt fyrir rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. 13.10.2004 00:01 Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja á Íslandi nemur einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Lögmaður segir sektir Samkeppnisstofnunar alltaf lækka fyrir dómstólum. </font /></b /> 13.10.2004 00:01 Rússar segjast vera á flugæfingu Fjögur af rússnesku herskipunum sem eftir voru á Þistilfjarðargrunni fóru ekki á brott í gær eins og til stóð. Aftur eru skipin orðin sjö. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið ekki telja ástæðu til að gera of mikið úr veru herskipanna. 13.10.2004 00:01 Írar brjóta kvótalög Grunur leikur á að írskir togarasjómenn brjóti ítrekað lög Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar frá írskum sjómanni. 13.10.2004 00:01 Blair afsakar ekki skýrslu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því staðfastlega á breska þinginu í gær að ástæða væri til að bera fram afsökunarbeiðni vegna þess að rangar upplýsingar um vopnaeign Íraka hefðu birst í skýrslu sem yfirvöld studdust við þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak. 13.10.2004 00:01 Afmælishátíð með morðum Fyrrum hermaður uppreisnarmanna á Haítí skýrði frá því að félagar hans væru vel á veg komnir um að binda endi á ofbeldisverk í höfuðborginni. 13.10.2004 00:01 Sekt lækkuð um 85% í hæstarétti Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður fór með mál Mata í grænmetismálinu svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. 13.10.2004 00:01 Geðlæknar hópast utan í boðsferðir Á annan tug íslenskra geðlækna koma heim í dag frá Stokkhólmi, þar sem þeir dvöldust í boði lyfjafyrirtækja. Sömu geðlæknar ávísa sjúklingum lyf frá þeim fyrirtækjum sem buðu þeim í ferðina. Geðlæknaskortur hefur verið á Landspítalanum vegna ferðalagsins. Lyfjafyrirtæki eru sögð hafa greitt geðlæknum laun í sólarlandaferðum. 13.10.2004 00:01 Sex stórfyrirtæki hafa sent nefnd Sex erlend stórfyrirtæki hafa sent sendinefndir hingað til lands á þessu ári til að kanna kosti þess að hefja hér stóriðju. Fimm þeirra áforma að reisa álver en eitt leitar að lóð undir manganverksmiðju. 13.10.2004 00:01 Áttunda sæti í samkeppnishæfni Ísland er í áttunda sæti yfir samkeppnishæfustu ríki heims. Það hefur færst upp um fjögur sæti frá því í fyrra, meira en nokkurt annað ríki í Vestur-Evrópu. 13.10.2004 00:01 Stimpilgjöld felld niður? Geir Haarde fjármálaráðherra segist reiðubúinn að endurskoða hvort lækka eigi eða jafnvel fella niður stimpilgjöld vegna endurfjármögnunar lána. Hann segir núverandi fyrirkomulag geta mismunað fjármálafyrirtækjum. 13.10.2004 00:01 Rússarnir komnir aftur Algjör óvissa ríkir enn um hversu lengi rússnesku herskipin verða hér við land. Skipstjórar þeirra gefa misvísandi upplýsingar og þau skip sem farin voru eru komin aftur. Rússneskir blaðamenn vita ekkert um æfinguna við Íslandsstrendur en jafnan er fjallað ítarlega um æfingar hersins í rússneskum fjölmiðlum. 13.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur í Hábergi Töluverðar skemmdir urðu á nótaskipinu Hábergi þegar eldur kom upp í skipinu er það var í slipp í Póllandi í fyrradag. Engan sakaði en eldurinn kviknaði í íbúðum skipverja. 13.10.2004 00:01
Bílar skullu saman í Garði Minnstu munaði að slys hlytist af í gærkvöldi þegar ölvaður ökumaður ók þvers og kruss um veginn á leið heim til sín suður í Garði. Þegar bíll kom á móti honum tókst honum ekki að halda sig á sínum vegarhelmingi þannig að hliðar bílanna skullu saman og speglar og hliðarrúður brotnuðu. 13.10.2004 00:01
Handtekinn tvær nætur í röð Lögreglumenn handtóku í nótt tæplega tvítugan mann á vettvangi þar sem hann hafði brotist inn í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Það væri vart í frásögu færandi ef sami maðurinn hefði ekki líka verið handtekinn við innbrot á sama stað og um svipað leyti í fyrrinótt. 13.10.2004 00:01
Rússarnir ræddir í nefndinni Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkismálaráðuneytinu, var kallaður á fund utanríkismálanefndar Alþingis sem hófst klukkan ellefu til að skýra samskipti ráðuneytisins við rússnesk stjórnvöld vegna rússnesku herskipanna á Þistilfjarðargrunni. 13.10.2004 00:01
Draga Írana til ábyrgðar Draga verður Írana til ábyrgðar fyrir kjarnorkuáætlun sína. Þetta segir Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og segir bandarísk stjórnvöld fús að kanna hvort viðskiptaþvinganir á vegum Sameinuðu þjóðanna gætu verið réttu viðbrögðin. 13.10.2004 00:01
Glæpir gegn mannkyni staðfestir? Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni. 13.10.2004 00:01
Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið? Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar. 13.10.2004 00:01
Sólbakur landaði í morgun Engar mótmælaaðgerðir voru á bryggjunni á Akureyri í morgun þegar löndun hófst úr togaranum Sólbaki en hann kom til hafnar klukkan átta. Forysta sjómannasamtakanna segist hlíta lögbanni á mótmælaaðgerðir sem sýslumaðurinn á Akureyri féllst á í gær, að beiðni útgerðarfélags Sólbaks. 13.10.2004 00:01
Óbreytt staða í kennaradeilu Samninganefnd kennara mætti til ríkissáttasemjara í morgun en samninganefnd sveitarfélaga hittir hann eftir hádegi. Finnbogi Sigurðsson, formaður samninganefndar kennara, segist ekki vilja ræða niðurstöðu fundarins sem hafi staðið í stutta stund. Farið hafi verið yfir stöðuna sem sé óbreytt. 13.10.2004 00:01
Spennan magnast um þjóðarblómið Nú fara að verða síðustu forvöð fyrir landsmenn að segja álit sitt á því hvert skuli verða þjóðarblóm Íslendinga. Frestur til að velja þjóðarblómið rennur út á föstudag, þann 15. október, eða eftir tvo daga. 13.10.2004 00:01
Fylgið nákvæmlega jafnmikið Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. 13.10.2004 00:01
Íbúum landsins fækkar Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði lítillega á síðastliðnum þremur mánuðum og þónokkuð margir Íslendingar ætla að freista gæfunnar í útlöndum. Fækkunin á höfuðborgarsvæðinu nam samanlagt um áttatíu og átta manns. Þá virðast þónokkrir sjá betri tækifæri í útlöndum en hér á landi því 365 Íslendingar fluttu úr landi umfram þá sem fluttu til landsins. 13.10.2004 00:01
Verða í fjóra daga til viðbótar Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar ætla rússnesku herskipin að vera á svæðinu út af Þistilfirði í fjóra daga til viðbótar. Þau fylktu aftur liði út af firðinum í nótt. 13.10.2004 00:01
Guggan máluð í felulitum Ísfirsku útgerðarfeðgarnir Ásgeir Gubjartssson og Guðbjartur Ásgeirsson ætla að mála nýjustu Gugguna sína í felulitum, eins og vestfirskir smábátasjómenn orða það. 13.10.2004 00:01
Fimm handteknir vegna morðsins Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi. 13.10.2004 00:01
Framsókn stoppar matarskattslækkun Flokkar sem fengu 82% atkvæða í kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef "svigrúm" gefist. </font /></b /> 13.10.2004 00:01
Steingrímur krefst upplýsinga Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. 13.10.2004 00:01
Óréttlát stimpilgjöld Margret Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á Alþingi í gær þar sem hún spurði um álit ráðherrans á lækkun eða afnámi stimpilgjalda. Í máli þingmannsins kom fram að Samfylkingin teldi að almenningur nyti ekki vaxtalækkunar á húsnæðislánum sem skyldi vegna "óréttlátrar skattlagningar í formi stimpilgjalda". 13.10.2004 00:01
Rússar létu vita Rússar skýrðu frá því herskip yrðu að æfingum undan Íslandsströndum. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins skýrði utanríkismálanefnd frá því í gær. 13.10.2004 00:01
18 ára kaupi bjór og léttvín Tuttugu og þrír alþingismenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að áfengiskaupaaldur verði lækkaður úr 20 ár í 18 en þó aðeins þegar um léttvín eða bjór er að ræða 13.10.2004 00:01
Finninn fljúgandi ákærður Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. 13.10.2004 00:01
Ekker saknæmt við dauðsfall Krufning hefur leitt í ljós að Christer Pettersson, meintur morðingi Olofs Palme, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er hann fékk flog að lokinni mikilli áfengisdrykkju og datt á höfuðið. 13.10.2004 00:01
IRA-maður handtekinn Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana. 13.10.2004 00:01
Finnar lokuðu vefsvæði skæruliða Finnsk stjórnvöld lokuðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórnvöldum í Moskvu. 13.10.2004 00:01
Lögregla skaut vinningshafa Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum. 13.10.2004 00:01
Samningafundur eftir helgi Samninganefndir sveitarfélaganna og kennara hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta var ákveðið eftir óformlega fundi í gær. Eftir viðræður við samninganefndirnar, sitt í hvoru lagi, þótti sáttasemjara ekki ástæða til að boða fund fyrr. 13.10.2004 00:01
Verkalýðsfélög deila um gjöld Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. 13.10.2004 00:01
Nemendur fá ekki greiddar bætur Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sem búsettir eru á heimavist skólans fá ekki greiddar húsaleigubætur, þó svo að lögheimili þeirra séu víðs fjarri skólanum. 13.10.2004 00:01
Norrænar áherslur lagðar Í dag hefst á Hótel Nordica ráðstefna um öryggi og heilnæm matvæli og norrænar áherslur í þeim efnum. Ráðstefnan er haldin á vegum sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytis í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. 13.10.2004 00:01
Stjórnkerfisbreytingar í borgarráð Íþróttamál og menningarmál verða ekki sameinuð í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur í gær. Tillögur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær mættu hins vegar mikilli andstöðu. Til dæmis sendur formenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík borgarfulltrúum mótmælabréf. 13.10.2004 00:01
Vandinn liggur annars staðar Aðalsteinn Baldursson, talsmaður fiskvinnslufólks hjá Starfsgreinasambandinu, gerir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að kjarasamningar við sjómenn skýri að verulegu leyti bága stöðu fiskvinnslu í landi. 13.10.2004 00:01
Skattbyrði lífeyrisþega eykst Tekjutengingar og aukin skattbyrði hafa skert lífeyri þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið. Formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld hlunnfara þá lífeyrisþega sem minnst hafa á milli handanna en forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að þar með sé aðeins hálf sagan sögð. 13.10.2004 00:01
Framsókn gegn R-lista framboði Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgarstjórnarkosningum en ekki undir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosningastjórn R-listans. 13.10.2004 00:01
121 milljón í sekt Örn Garðarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 121 milljón króna í sekt fyrir rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. 13.10.2004 00:01
Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja á Íslandi nemur einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Lögmaður segir sektir Samkeppnisstofnunar alltaf lækka fyrir dómstólum. </font /></b /> 13.10.2004 00:01
Rússar segjast vera á flugæfingu Fjögur af rússnesku herskipunum sem eftir voru á Þistilfjarðargrunni fóru ekki á brott í gær eins og til stóð. Aftur eru skipin orðin sjö. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið ekki telja ástæðu til að gera of mikið úr veru herskipanna. 13.10.2004 00:01
Írar brjóta kvótalög Grunur leikur á að írskir togarasjómenn brjóti ítrekað lög Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar frá írskum sjómanni. 13.10.2004 00:01
Blair afsakar ekki skýrslu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því staðfastlega á breska þinginu í gær að ástæða væri til að bera fram afsökunarbeiðni vegna þess að rangar upplýsingar um vopnaeign Íraka hefðu birst í skýrslu sem yfirvöld studdust við þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak. 13.10.2004 00:01
Afmælishátíð með morðum Fyrrum hermaður uppreisnarmanna á Haítí skýrði frá því að félagar hans væru vel á veg komnir um að binda endi á ofbeldisverk í höfuðborginni. 13.10.2004 00:01
Sekt lækkuð um 85% í hæstarétti Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður fór með mál Mata í grænmetismálinu svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. 13.10.2004 00:01
Geðlæknar hópast utan í boðsferðir Á annan tug íslenskra geðlækna koma heim í dag frá Stokkhólmi, þar sem þeir dvöldust í boði lyfjafyrirtækja. Sömu geðlæknar ávísa sjúklingum lyf frá þeim fyrirtækjum sem buðu þeim í ferðina. Geðlæknaskortur hefur verið á Landspítalanum vegna ferðalagsins. Lyfjafyrirtæki eru sögð hafa greitt geðlæknum laun í sólarlandaferðum. 13.10.2004 00:01
Sex stórfyrirtæki hafa sent nefnd Sex erlend stórfyrirtæki hafa sent sendinefndir hingað til lands á þessu ári til að kanna kosti þess að hefja hér stóriðju. Fimm þeirra áforma að reisa álver en eitt leitar að lóð undir manganverksmiðju. 13.10.2004 00:01
Áttunda sæti í samkeppnishæfni Ísland er í áttunda sæti yfir samkeppnishæfustu ríki heims. Það hefur færst upp um fjögur sæti frá því í fyrra, meira en nokkurt annað ríki í Vestur-Evrópu. 13.10.2004 00:01
Stimpilgjöld felld niður? Geir Haarde fjármálaráðherra segist reiðubúinn að endurskoða hvort lækka eigi eða jafnvel fella niður stimpilgjöld vegna endurfjármögnunar lána. Hann segir núverandi fyrirkomulag geta mismunað fjármálafyrirtækjum. 13.10.2004 00:01
Rússarnir komnir aftur Algjör óvissa ríkir enn um hversu lengi rússnesku herskipin verða hér við land. Skipstjórar þeirra gefa misvísandi upplýsingar og þau skip sem farin voru eru komin aftur. Rússneskir blaðamenn vita ekkert um æfinguna við Íslandsstrendur en jafnan er fjallað ítarlega um æfingar hersins í rússneskum fjölmiðlum. 13.10.2004 00:01