Fleiri fréttir Kvæntir með hærri laun Kvæntir karlar í Bandaríkjunum hafa talsvert hærri meðallaun en ókvæntir karlar, að því greint er frá í tímariti KPMG. Þó er munur á ókvæntum körlum. Þeir sem hafa einhvern tímann verið kvæntir, hafa að meðaltali hærri laun en þeir sem aldrei hafa kvænst. 22.6.2004 00:01 Enskur aðdáandi drepinn í Portúgal Enskur knattspyrnuaðdáandi var stunginn til bana í Lissabon í Portúgal snemma í morgun, og hefur Úkraínumaður verið handtekinn fyrir morðið. Talið er að hann hafi reynt að ræna manninn, og að morðið tengist ekki Evrópumótinu í knattspyrnu eða fótboltabullum. 22.6.2004 00:01 Feministar gagnrýna orðalag Feministafélag Íslands gerir athugasemd við fréttaflutning fjölmiðla af eiturlyfjasmygli ungrar konu sem kom til landsins með 5000 e-töflur. Í ályktun frá Heilbrigðishóp félagsins segir að fjölskylduhagir eða ástand konunnar komi málinu ekki við enda væri yfirleitt ekki minnst á hjúskaparstöðu eða barnafjölda karlkyns afbrotamanna í fréttum. 22.6.2004 00:01 Götuvændi dregst saman um 90% Sænskir glæpaskúnkar og fjárkúgarar eru farnir að hóta fórnarlömbum sínum að beita lögreglunni og dómstólum fyrir sig við innheimtuaðgerðir sínar. Þessi furðulega staða að skúrkar beiti fyrir sig lögreglunni við innheimtuaðgerðir, er kominn upp í kjölfar nýlegra laga sem sakfella þá, sem kaupa sér vændi. 22.6.2004 00:01 Allir helstu hálendisvegir færir Allir helstu hálendisvegir eru orðnir færir og er það mun fyrr en oftast hefur verið. Snjóa leysti óvenju snemma og frost fór líka fyrr úr jörðu en venjulega þannig að ekki er lengur hætta á aurbleytu. Enn er þó ófær Gæsavatnaleið í Öskju, en fært er að Öskju norðanmegin. Þá er svæði norðan Langjökuls enn lokað, en þar eru einungis fáfarnir slóðar. 22.6.2004 00:01 Grænfriðungar á Ísafirði Nýjasta skip Grænfriðunga, Esperanza, kom til Ísafjarðar í morgun. Hrefnuveiðar Íslendinga í vísindaskyni eru ein ástæða komu Grænfirðunga hingað. Þá ætla þeir að vekja athygli landsmanna á baráttumálum vegna mengunar sjávar og loftlagsbreytinga. 22.6.2004 00:01 Stefnt að reglulegum siglingum Áhafnir á fjórtán sportbátum eru þegar búnar að skrá sig í hópsiglingu frá Ísafirði yfir til Grænlands eftir mánuð og er stefnt að reglulegum siglingum þangað í framtíðinni. Siglingaleiðin er 220 mílur og er ákvörðunarstaðurinn Miki fjörður á Austurströndinni. 22.6.2004 00:01 Kjör verða ljós um mánaðamót Það skýrist um næstu mánaðamót hver kjör verða á hinum nýju peningalánum Íbúðalánasjóðs, sem eiga að leysa húsbréf af hólmi. Grunnvextir eiga þá að liggja fyrir en síðan leggur stofnunin álag á þá, en ekki er ákveðið hversu mikið það verður. Þá hefur sjóðurinn kynnt skiptiútboð vegna breytinga á húsbréfum yfir í íbúðalán, fyrir þá sem eiga húsbréf, og segir greiningardeild KB banka að stofnunin bjóði hagstæð skiptikjör. 22.6.2004 00:01 Harðir bardagar í Rússlandi Harðir og skyndilegir bardagar kostuðu 46 hið minnsta lífið í rússneska héraðinu Ingúsétíu í morgun. Téténskum aðskilnaðarsinnum er kennt um átökin, en þeir réðust á mörg skotmörk í héraðinu. 22.6.2004 00:01 Óvenjuleg loðnuvertíð Fimm stór fiskiskip halda til loðnuleitar í dag og á morgun og Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson bætist svo við á föstudag. Í venjulegu árferði væri sumarvertíðin komin í fullan gang. Við eðlilegar aðstæður hefði vertíðin hafist fyrir þremur dögum, en lítið sem ekkert hefur fundist af loðnu þrátt fyrir mikla leit. 22.6.2004 00:01 Tveimur vísað úr landi Tveimur af þeim þremur Palestínumönnum, sem voru í gæsluvarðhaldi eftir að þeir komu til landsins með fölsuð skilríki, var vísað úr landi í morgun. Þriðja manninum verður vísað úr landi í fyrramálið. Talsmaður þeirra gagnrýnir málsmeðferðina harðlega. 22.6.2004 00:01 Ísland aldrei í sambandið Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins kemur endanlega í veg fyrir að Ísland og Noregur gangi nokkurn tímann í sambandið, segir í umfjöllun norska Fiskeríblaðsins um nýju stjórnarskrána. 22.6.2004 00:01 Þjónusta í borginni endurskipulögð Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ráðast í gagngera endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar með það fyrir augum að greiða leiðir borgarbúa að henni. Meðal annars verða stofnaðar fimm þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar. Kostnaður vegna breytinganna nemur um 200 milljónum króna. 22.6.2004 00:01 Vilja Hringbraut í opinn stokk Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, segir tillögu Samtaka um betri byggð, um að setja Hringbraut í opinn stokk, skynsamlega og telur ástæðu til að fara betur ofan í hana. Hann vill meðal annars láta meta hvort raunhæft sé að laga tillöguna að framkvæmdunum við Hringbraut. 22.6.2004 00:01 Konungleg heimsókn í Grænlandi Grænland hélt upp á 25 ára afmæli heimastjórnar í gær. Viðstödd hátíðarhöldin voru Margrét Danadrottning og Henrik prins. Anders Fogh Rasmussenn, forsætisráðherra Dana, sagði í ræðu sinni að honum væri mikið ánægjuefni að geta skrifað undir skipunarbréf grænlensku stjálfstjórnarnefndarinnar á þessum degi. 22.6.2004 00:01 1000 umsækjendum vísað frá Meira en helmingi umsækjenda Kennaraháskólans verður vísað frá í ár. Nær 1900 umsóknir bárust en rúmlega 900 fá inngöngu í skólann. 685 í grunndeild og 218 í framhaldsdeild. 22.6.2004 00:01 Ekki skjóta kanslarann Í annað skipti á skömmum tíma hefur Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fengið samþykkt lögbann á útgáfu glæpasögu þar sem ónefndur kanslari er skotinn til bana í heimaborg Schröders. 22.6.2004 00:01 Dómur kveðinn yfir Dutroux Belgíski barnamorðinginn og níðingurinn Marc Dutroux var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, nauðgun og morð á ungum stúlkum fyrir um átta árum. Fyrrverandi eiginkonan hans, Michelle Martin, var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir mannrán og nauðgun. 22.6.2004 00:01 Akrafell í flota Samskipa Samskip hafa bætt við skipi á siglingaleiðinni milli Íslands, Færeyja og meginlands Evrópu. Verður félagið framvegis með viðkomu vikulega á Reyðarfirði og í Klakksvík í Færeyjum í stað hálfsmánaðarlega áður. 22.6.2004 00:01 Eitt brýnasta hagsmunamálið Þingflokkur Samfylkingarinnar telur það eitt brýnasta hagsmunamál fyrir íslenskar fjölskyldur að ráðist verði í nauðsynlegar stjórnvaldsaðgerðir til að lækka matarverð og bendir á hve þungt slíkar breytingar muni vega fyrir ferðamannaþjónustu í landinu. 22.6.2004 00:01 Stofnun gegn spillingu Dómsmálaráðherrar Norðurlanda eru sammála um að herða baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi á borð við peningaþvætti, verslun með fólk og fíkniefnasmygl, en slík glæpastarfsemi hefur aukist umtalsvert undanfarin ár og þykir mjög ógnandi. 22.6.2004 00:01 Metþátttaka í Nordisk Panorama Tæplega 450 stutt- og heimildarmyndir bárust í keppni Nordisk Panorama kvikmyndahátíðarinnar, og er það metþátttaka. Fjöldi íslenskra mynda sem sendar voru inn var einnig meiri en nokkru sinni fyrr eða um 40. 22.6.2004 00:01 Sendiskrifstofur opnaðar í Úganda Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa ákveðið að gera umdæmisskrifstofur stofnunarinnar í Úganda og Malaví að sendiskrifstofum Íslands . 22.6.2004 00:01 Fáir hafa kosið utan kjörstaðar Helmingi færri hafa greitt atkvæði utankjörfundar nú en fyrir síðustu forsetakosningar. Þrátt fyrir það var þó nokkuð að gera hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík í dag þar sem margir voru að nýta atkvæðisréttinn. 547 greiddu þar atkvæði í dag, en samtals eru 2957 búnir að kjósa í Skógarhlíðinni. 22.6.2004 00:01 Deep Purple á Íslandi Hljómsveitin Deep Purple ætlar að endurnýja kynni sín af Íslendingum næstu tvö kvöld, en síðast þegar þeir héldu tónleika hér á landi, voru þeir vægast sagt endasleppir. Deep Purple kom hingað til lands síðast árið 1971 og troðfylltu Laugardalshöllina, þar sem þeir munu leika annað kvöld og á fimmtudagskvöld. 22.6.2004 00:01 Þýskur áróðursruslpóstur Þýskur pólitískur ruslpóstur hefur undanfarna daga hrannast upp í pósthólfum tölvunotenda um allan heim. Talið er að öfgahópur hafi fengið tölvuþrjóta í lið með sér til að geta dreift áróðri sínum um netið. 22.6.2004 00:01 Setja varnarliðinu úrslitakosti Það er í alla staði óeðlilegt að einungis íslenskum starfsmönnum sé sagt upp hjá varnarliðinu, og þvert á yfirlýsingar yfirmanna liðsins. Ekki gengur að Íslendingum sé sagt upp og Bandaríkjamenn settir í staðinn. Þetta segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins. 22.6.2004 00:01 Nei hópur um fjölmiðlalög Þjóðarhreyfingin, Fylking andstæðinga fjölmiðlalaganna, ætlar að hefja baráttu sína strax í næstu viku. Enn bólar þó ekkert á stofnun félags sem styður lagasetninguna. 22.6.2004 00:01 Meðferð Palestínumannanna gagnrýnd Tveimur af þremur Palestínumönnum, sem handteknir voru með fölsuð vegabréf fyrir skömmu, var í dag vísað úr landi, og sá þriðji fer á morgun. Meðferð mannanna er gagnrýnd og segja lögmenn þeirra málsmeðferð brenglaða. 22.6.2004 00:01 Greenpeace mótmælt á Ísafirði Sonur ísfirsks hvalveiðimanns sigldi ítrekað í veg fyrir flaggskip Grænfriðunga þegar það var að leggjast að í Ísafjarðarhöfn í morgun. Flaggskip Greenpeace samtakanna Esperanza sigldi inn á Skutulsfjörð í morgun en Ísafjörður er fyrsti viðkomustaðurinn í tveggja vikna heimsókn skipsins til Íslands. 22.6.2004 00:01 Stjórnvalda að lækka matvöruverð Varaformaður Samfylkingarinnar segir það í höndum stjórnvalda að lækka matvælaverð hér á landi og þau geti ekki vísað ábyrgðinni á því eitthvert annað. Nær væri að lækka skatt á matvöru en tekjuskatt. 22.6.2004 00:01 Svartsýnisspá um stjórnarskrá Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins kemur endanlega í veg fyrir að Ísland og Noregur gangi nokkurn tímann í sambandið, segir í umfjöllun norska Fiskeríblaðsins um nýju stjórnarskrána. Íslenska sérfræðinga í Evrópumálum greinir á um hvort hér sé einungis um að ræða svartsýnisspá. 22.6.2004 00:01 Gífurlegar væntingar Gríðarlegar væntingar eru til fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum sem er í algerum sérflokki á heimsvísu. Úrvalsvísitalan hefur hækkað meira en 40 prósent á árinu og hefur skilað þrefaldri ávöxtun miðað við norska markaðinn sem næstur kemst þeim íslenska. 22.6.2004 00:01 Gíslinn tekinn af lífi Suður-Kóreskur gísl mannræningja í Írak var síðdegis tekinn af lífi. Höfuðlaust lík mannsins fannst síðla dags. Maðurinn, Kim Sun-il, var túlkur í Írak og hafði verið þar í um ár þegar honum var rænt 17. júní síðastliðinn helgi, ásamt tíu öðrum. 22.6.2004 00:01 Býður fátæklingum læknisþjónustu "Sýndu heiminum að til eru aðrir hlutir en hroki, stríðsátök, fjöldamorð, hatur, eigingirni og lygar," sagði Fidel Castró, forseti Kúbu, í ávarpi sem beint var til George Bush, forseta Bandaríkjanna. 22.6.2004 00:01 Býður fátækum læknisþjónustu "Sýndu heiminum að til eru aðrir hlutir en hroki, stríðsátök, fjöldamorð, hatur, eigingirni og lygar," sagði Fidel Castró, forseti Kúbu, í ávarpi sem beint var til George Bush, forseta Bandaríkjanna. 22.6.2004 00:01 Reykingamenn lifa skemur Fólk sem reykir lifir að jafnaði tíu árum skemur en þeir sem ekki reykja. Þetta eru niðurstöður einnar mestu rannsóknar sem gerð hefur verið á afleiðingum reykinga en könnunin hefur staðið yfir sleitulaust í 50 ár. 22.6.2004 00:01 Óbreyttur sóknardagafjöldi Mælt er til þess að sóknardagafjöldi færeyskra báta verði óbreyttur á landgrunninum á næsta fiskveiðiári samkvæmt tillögum sérstakrar sóknardaganefndar sem skipuð var. 22.6.2004 00:01 Óbreyttur sóknardagafjöldi Mælt er til þess að sóknardagafjöldi færeyskra báta verði óbreyttur á landgrunninum á næsta fiskveiðiári samkvæmt tillögum sérstakrar sóknardaganefndar sem skipuð var. 22.6.2004 00:01 Hvellir hvekktu flugfarþega "Það komu þrír háværir hvellir hver á eftir öðrum og eldtungur stóðu úr einum hreyflinum í smástund," segir Vernharður Linnet dagskrárgerðarmaður, en hann var ásamt 150 öðrum Íslendingum á leið úr sumarfríi á eynni Krít þegar miklir hvellir heyrðust í hreyfli vélar Icelandair við flugtak. 22.6.2004 00:01 Húsflugan að drepa allt og alla "Húsflugan er að drepa allt og alla núna," sagði Smári Sveinsson, meindýraeyðir hjá Varnir og eftirlit. "Það er allt fullt hjá fólki og fyrirtækjum og Mosfellsbær er gjörsamlega að kafna í þessu," bætti hann við. 22.6.2004 00:01 Nemar komast í framhaldsskóla Alls hafa 6.606 nemendur sótt um innritun í framhaldskóla á næstu haustönn sem eru um 700 fleiri en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir í fjarveru hans að allir sem komi beint úr grunnskólum landsins fái að stunda nám í framhaldskóla óski þeir þess. 22.6.2004 00:01 Öruggt endurkjör Ólafs Ragnars Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður forsetakosninga á laugardag verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem gerðu upp á milli frambjóðendanna þriggja ætluðu níu af hverjum tíu að kjósa Ólaf Ragnar, tæplega átta prósent sögðust myndu styðja Baldur Ágústsson og um tvö prósent Ástþór Magnússon. 22.6.2004 00:01 Hafna þúsund nemendum Að óbreyttu mun Kennaraháskóli Íslands neyðast til að hafna samanlagt tæplega eitt þúsund umsækjendum á næsta skólaári. Þetta kemur fram í frétt frá skólanum. 22.6.2004 00:01 Ólafur Ragnar með 70% fylgi Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður forsetakosninga á laugardag verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins. 22.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kvæntir með hærri laun Kvæntir karlar í Bandaríkjunum hafa talsvert hærri meðallaun en ókvæntir karlar, að því greint er frá í tímariti KPMG. Þó er munur á ókvæntum körlum. Þeir sem hafa einhvern tímann verið kvæntir, hafa að meðaltali hærri laun en þeir sem aldrei hafa kvænst. 22.6.2004 00:01
Enskur aðdáandi drepinn í Portúgal Enskur knattspyrnuaðdáandi var stunginn til bana í Lissabon í Portúgal snemma í morgun, og hefur Úkraínumaður verið handtekinn fyrir morðið. Talið er að hann hafi reynt að ræna manninn, og að morðið tengist ekki Evrópumótinu í knattspyrnu eða fótboltabullum. 22.6.2004 00:01
Feministar gagnrýna orðalag Feministafélag Íslands gerir athugasemd við fréttaflutning fjölmiðla af eiturlyfjasmygli ungrar konu sem kom til landsins með 5000 e-töflur. Í ályktun frá Heilbrigðishóp félagsins segir að fjölskylduhagir eða ástand konunnar komi málinu ekki við enda væri yfirleitt ekki minnst á hjúskaparstöðu eða barnafjölda karlkyns afbrotamanna í fréttum. 22.6.2004 00:01
Götuvændi dregst saman um 90% Sænskir glæpaskúnkar og fjárkúgarar eru farnir að hóta fórnarlömbum sínum að beita lögreglunni og dómstólum fyrir sig við innheimtuaðgerðir sínar. Þessi furðulega staða að skúrkar beiti fyrir sig lögreglunni við innheimtuaðgerðir, er kominn upp í kjölfar nýlegra laga sem sakfella þá, sem kaupa sér vændi. 22.6.2004 00:01
Allir helstu hálendisvegir færir Allir helstu hálendisvegir eru orðnir færir og er það mun fyrr en oftast hefur verið. Snjóa leysti óvenju snemma og frost fór líka fyrr úr jörðu en venjulega þannig að ekki er lengur hætta á aurbleytu. Enn er þó ófær Gæsavatnaleið í Öskju, en fært er að Öskju norðanmegin. Þá er svæði norðan Langjökuls enn lokað, en þar eru einungis fáfarnir slóðar. 22.6.2004 00:01
Grænfriðungar á Ísafirði Nýjasta skip Grænfriðunga, Esperanza, kom til Ísafjarðar í morgun. Hrefnuveiðar Íslendinga í vísindaskyni eru ein ástæða komu Grænfirðunga hingað. Þá ætla þeir að vekja athygli landsmanna á baráttumálum vegna mengunar sjávar og loftlagsbreytinga. 22.6.2004 00:01
Stefnt að reglulegum siglingum Áhafnir á fjórtán sportbátum eru þegar búnar að skrá sig í hópsiglingu frá Ísafirði yfir til Grænlands eftir mánuð og er stefnt að reglulegum siglingum þangað í framtíðinni. Siglingaleiðin er 220 mílur og er ákvörðunarstaðurinn Miki fjörður á Austurströndinni. 22.6.2004 00:01
Kjör verða ljós um mánaðamót Það skýrist um næstu mánaðamót hver kjör verða á hinum nýju peningalánum Íbúðalánasjóðs, sem eiga að leysa húsbréf af hólmi. Grunnvextir eiga þá að liggja fyrir en síðan leggur stofnunin álag á þá, en ekki er ákveðið hversu mikið það verður. Þá hefur sjóðurinn kynnt skiptiútboð vegna breytinga á húsbréfum yfir í íbúðalán, fyrir þá sem eiga húsbréf, og segir greiningardeild KB banka að stofnunin bjóði hagstæð skiptikjör. 22.6.2004 00:01
Harðir bardagar í Rússlandi Harðir og skyndilegir bardagar kostuðu 46 hið minnsta lífið í rússneska héraðinu Ingúsétíu í morgun. Téténskum aðskilnaðarsinnum er kennt um átökin, en þeir réðust á mörg skotmörk í héraðinu. 22.6.2004 00:01
Óvenjuleg loðnuvertíð Fimm stór fiskiskip halda til loðnuleitar í dag og á morgun og Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson bætist svo við á föstudag. Í venjulegu árferði væri sumarvertíðin komin í fullan gang. Við eðlilegar aðstæður hefði vertíðin hafist fyrir þremur dögum, en lítið sem ekkert hefur fundist af loðnu þrátt fyrir mikla leit. 22.6.2004 00:01
Tveimur vísað úr landi Tveimur af þeim þremur Palestínumönnum, sem voru í gæsluvarðhaldi eftir að þeir komu til landsins með fölsuð skilríki, var vísað úr landi í morgun. Þriðja manninum verður vísað úr landi í fyrramálið. Talsmaður þeirra gagnrýnir málsmeðferðina harðlega. 22.6.2004 00:01
Ísland aldrei í sambandið Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins kemur endanlega í veg fyrir að Ísland og Noregur gangi nokkurn tímann í sambandið, segir í umfjöllun norska Fiskeríblaðsins um nýju stjórnarskrána. 22.6.2004 00:01
Þjónusta í borginni endurskipulögð Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ráðast í gagngera endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar með það fyrir augum að greiða leiðir borgarbúa að henni. Meðal annars verða stofnaðar fimm þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar. Kostnaður vegna breytinganna nemur um 200 milljónum króna. 22.6.2004 00:01
Vilja Hringbraut í opinn stokk Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, segir tillögu Samtaka um betri byggð, um að setja Hringbraut í opinn stokk, skynsamlega og telur ástæðu til að fara betur ofan í hana. Hann vill meðal annars láta meta hvort raunhæft sé að laga tillöguna að framkvæmdunum við Hringbraut. 22.6.2004 00:01
Konungleg heimsókn í Grænlandi Grænland hélt upp á 25 ára afmæli heimastjórnar í gær. Viðstödd hátíðarhöldin voru Margrét Danadrottning og Henrik prins. Anders Fogh Rasmussenn, forsætisráðherra Dana, sagði í ræðu sinni að honum væri mikið ánægjuefni að geta skrifað undir skipunarbréf grænlensku stjálfstjórnarnefndarinnar á þessum degi. 22.6.2004 00:01
1000 umsækjendum vísað frá Meira en helmingi umsækjenda Kennaraháskólans verður vísað frá í ár. Nær 1900 umsóknir bárust en rúmlega 900 fá inngöngu í skólann. 685 í grunndeild og 218 í framhaldsdeild. 22.6.2004 00:01
Ekki skjóta kanslarann Í annað skipti á skömmum tíma hefur Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fengið samþykkt lögbann á útgáfu glæpasögu þar sem ónefndur kanslari er skotinn til bana í heimaborg Schröders. 22.6.2004 00:01
Dómur kveðinn yfir Dutroux Belgíski barnamorðinginn og níðingurinn Marc Dutroux var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, nauðgun og morð á ungum stúlkum fyrir um átta árum. Fyrrverandi eiginkonan hans, Michelle Martin, var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir mannrán og nauðgun. 22.6.2004 00:01
Akrafell í flota Samskipa Samskip hafa bætt við skipi á siglingaleiðinni milli Íslands, Færeyja og meginlands Evrópu. Verður félagið framvegis með viðkomu vikulega á Reyðarfirði og í Klakksvík í Færeyjum í stað hálfsmánaðarlega áður. 22.6.2004 00:01
Eitt brýnasta hagsmunamálið Þingflokkur Samfylkingarinnar telur það eitt brýnasta hagsmunamál fyrir íslenskar fjölskyldur að ráðist verði í nauðsynlegar stjórnvaldsaðgerðir til að lækka matarverð og bendir á hve þungt slíkar breytingar muni vega fyrir ferðamannaþjónustu í landinu. 22.6.2004 00:01
Stofnun gegn spillingu Dómsmálaráðherrar Norðurlanda eru sammála um að herða baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi á borð við peningaþvætti, verslun með fólk og fíkniefnasmygl, en slík glæpastarfsemi hefur aukist umtalsvert undanfarin ár og þykir mjög ógnandi. 22.6.2004 00:01
Metþátttaka í Nordisk Panorama Tæplega 450 stutt- og heimildarmyndir bárust í keppni Nordisk Panorama kvikmyndahátíðarinnar, og er það metþátttaka. Fjöldi íslenskra mynda sem sendar voru inn var einnig meiri en nokkru sinni fyrr eða um 40. 22.6.2004 00:01
Sendiskrifstofur opnaðar í Úganda Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa ákveðið að gera umdæmisskrifstofur stofnunarinnar í Úganda og Malaví að sendiskrifstofum Íslands . 22.6.2004 00:01
Fáir hafa kosið utan kjörstaðar Helmingi færri hafa greitt atkvæði utankjörfundar nú en fyrir síðustu forsetakosningar. Þrátt fyrir það var þó nokkuð að gera hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík í dag þar sem margir voru að nýta atkvæðisréttinn. 547 greiddu þar atkvæði í dag, en samtals eru 2957 búnir að kjósa í Skógarhlíðinni. 22.6.2004 00:01
Deep Purple á Íslandi Hljómsveitin Deep Purple ætlar að endurnýja kynni sín af Íslendingum næstu tvö kvöld, en síðast þegar þeir héldu tónleika hér á landi, voru þeir vægast sagt endasleppir. Deep Purple kom hingað til lands síðast árið 1971 og troðfylltu Laugardalshöllina, þar sem þeir munu leika annað kvöld og á fimmtudagskvöld. 22.6.2004 00:01
Þýskur áróðursruslpóstur Þýskur pólitískur ruslpóstur hefur undanfarna daga hrannast upp í pósthólfum tölvunotenda um allan heim. Talið er að öfgahópur hafi fengið tölvuþrjóta í lið með sér til að geta dreift áróðri sínum um netið. 22.6.2004 00:01
Setja varnarliðinu úrslitakosti Það er í alla staði óeðlilegt að einungis íslenskum starfsmönnum sé sagt upp hjá varnarliðinu, og þvert á yfirlýsingar yfirmanna liðsins. Ekki gengur að Íslendingum sé sagt upp og Bandaríkjamenn settir í staðinn. Þetta segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins. 22.6.2004 00:01
Nei hópur um fjölmiðlalög Þjóðarhreyfingin, Fylking andstæðinga fjölmiðlalaganna, ætlar að hefja baráttu sína strax í næstu viku. Enn bólar þó ekkert á stofnun félags sem styður lagasetninguna. 22.6.2004 00:01
Meðferð Palestínumannanna gagnrýnd Tveimur af þremur Palestínumönnum, sem handteknir voru með fölsuð vegabréf fyrir skömmu, var í dag vísað úr landi, og sá þriðji fer á morgun. Meðferð mannanna er gagnrýnd og segja lögmenn þeirra málsmeðferð brenglaða. 22.6.2004 00:01
Greenpeace mótmælt á Ísafirði Sonur ísfirsks hvalveiðimanns sigldi ítrekað í veg fyrir flaggskip Grænfriðunga þegar það var að leggjast að í Ísafjarðarhöfn í morgun. Flaggskip Greenpeace samtakanna Esperanza sigldi inn á Skutulsfjörð í morgun en Ísafjörður er fyrsti viðkomustaðurinn í tveggja vikna heimsókn skipsins til Íslands. 22.6.2004 00:01
Stjórnvalda að lækka matvöruverð Varaformaður Samfylkingarinnar segir það í höndum stjórnvalda að lækka matvælaverð hér á landi og þau geti ekki vísað ábyrgðinni á því eitthvert annað. Nær væri að lækka skatt á matvöru en tekjuskatt. 22.6.2004 00:01
Svartsýnisspá um stjórnarskrá Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins kemur endanlega í veg fyrir að Ísland og Noregur gangi nokkurn tímann í sambandið, segir í umfjöllun norska Fiskeríblaðsins um nýju stjórnarskrána. Íslenska sérfræðinga í Evrópumálum greinir á um hvort hér sé einungis um að ræða svartsýnisspá. 22.6.2004 00:01
Gífurlegar væntingar Gríðarlegar væntingar eru til fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum sem er í algerum sérflokki á heimsvísu. Úrvalsvísitalan hefur hækkað meira en 40 prósent á árinu og hefur skilað þrefaldri ávöxtun miðað við norska markaðinn sem næstur kemst þeim íslenska. 22.6.2004 00:01
Gíslinn tekinn af lífi Suður-Kóreskur gísl mannræningja í Írak var síðdegis tekinn af lífi. Höfuðlaust lík mannsins fannst síðla dags. Maðurinn, Kim Sun-il, var túlkur í Írak og hafði verið þar í um ár þegar honum var rænt 17. júní síðastliðinn helgi, ásamt tíu öðrum. 22.6.2004 00:01
Býður fátæklingum læknisþjónustu "Sýndu heiminum að til eru aðrir hlutir en hroki, stríðsátök, fjöldamorð, hatur, eigingirni og lygar," sagði Fidel Castró, forseti Kúbu, í ávarpi sem beint var til George Bush, forseta Bandaríkjanna. 22.6.2004 00:01
Býður fátækum læknisþjónustu "Sýndu heiminum að til eru aðrir hlutir en hroki, stríðsátök, fjöldamorð, hatur, eigingirni og lygar," sagði Fidel Castró, forseti Kúbu, í ávarpi sem beint var til George Bush, forseta Bandaríkjanna. 22.6.2004 00:01
Reykingamenn lifa skemur Fólk sem reykir lifir að jafnaði tíu árum skemur en þeir sem ekki reykja. Þetta eru niðurstöður einnar mestu rannsóknar sem gerð hefur verið á afleiðingum reykinga en könnunin hefur staðið yfir sleitulaust í 50 ár. 22.6.2004 00:01
Óbreyttur sóknardagafjöldi Mælt er til þess að sóknardagafjöldi færeyskra báta verði óbreyttur á landgrunninum á næsta fiskveiðiári samkvæmt tillögum sérstakrar sóknardaganefndar sem skipuð var. 22.6.2004 00:01
Óbreyttur sóknardagafjöldi Mælt er til þess að sóknardagafjöldi færeyskra báta verði óbreyttur á landgrunninum á næsta fiskveiðiári samkvæmt tillögum sérstakrar sóknardaganefndar sem skipuð var. 22.6.2004 00:01
Hvellir hvekktu flugfarþega "Það komu þrír háværir hvellir hver á eftir öðrum og eldtungur stóðu úr einum hreyflinum í smástund," segir Vernharður Linnet dagskrárgerðarmaður, en hann var ásamt 150 öðrum Íslendingum á leið úr sumarfríi á eynni Krít þegar miklir hvellir heyrðust í hreyfli vélar Icelandair við flugtak. 22.6.2004 00:01
Húsflugan að drepa allt og alla "Húsflugan er að drepa allt og alla núna," sagði Smári Sveinsson, meindýraeyðir hjá Varnir og eftirlit. "Það er allt fullt hjá fólki og fyrirtækjum og Mosfellsbær er gjörsamlega að kafna í þessu," bætti hann við. 22.6.2004 00:01
Nemar komast í framhaldsskóla Alls hafa 6.606 nemendur sótt um innritun í framhaldskóla á næstu haustönn sem eru um 700 fleiri en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir í fjarveru hans að allir sem komi beint úr grunnskólum landsins fái að stunda nám í framhaldskóla óski þeir þess. 22.6.2004 00:01
Öruggt endurkjör Ólafs Ragnars Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður forsetakosninga á laugardag verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem gerðu upp á milli frambjóðendanna þriggja ætluðu níu af hverjum tíu að kjósa Ólaf Ragnar, tæplega átta prósent sögðust myndu styðja Baldur Ágústsson og um tvö prósent Ástþór Magnússon. 22.6.2004 00:01
Hafna þúsund nemendum Að óbreyttu mun Kennaraháskóli Íslands neyðast til að hafna samanlagt tæplega eitt þúsund umsækjendum á næsta skólaári. Þetta kemur fram í frétt frá skólanum. 22.6.2004 00:01
Ólafur Ragnar með 70% fylgi Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður forsetakosninga á laugardag verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins. 22.6.2004 00:01