Erlent

Býður fátæklingum læknisþjónustu

"Sýndu heiminum að til eru aðrir hlutir en hroki, stríðsátök, fjöldamorð, hatur, eigingirni og lygar," sagði Fidel Castró, forseti Kúbu, í ávarpi sem beint var til George Bush, forseta Bandaríkjanna. Hefur hann fyrir hönd þjóðar sinnar boðið Bush að senda þrjú þúsund fátæka Bandaríkjamenn til Kúbu ásamt fylgdarmanni og njóta þar ókeypis læknisþjónustu. Þetta býður Castró á sama tíma og aðgerðir Bandaríkjastjórnar fara harðnandi gagnvart Kúbu og gerði hann að umtalsefni að fjöldi kúbverskra lækna sem starfa í þróunarlöndum víða um heim er margfaldur á við bandarískra lækna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×