Erlent

Dómur kveðinn yfir Dutroux

Belgíski barnamorðinginn og níðingurinn Marc Dutroux var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, nauðgun og morð á ungum stúlkum fyrir um átta árum. Fyrrverandi eiginkonan hans, Michelle Martin, var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir mannrán og nauðgun. Dutroux var í síðustu viku fundinn sekur um mannrán og nauðgun á sex stúlkum, fyrir morð á tveimur stúlkum, og fyrir að hafa verið valdur að dauða tveggja annarra. Meðal þeirra sem báru vitni gegn honum fyrir dómi voru tvær stúlkur, sem Dutroux rændi, en þeim tókst að sleppa úr prísundinni. Atburðirnir skóku Belgíu á sínum tíma og vöktu gríðarlegan óhug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×