Erlent

Konungleg heimsókn í Grænlandi

Grænland hélt upp á 25 ára afmæli heimastjórnar í gær. Viðstödd hátíðarhöldin voru Margrét Danadrottning og Henrik prins. Anders Fogh Rasmussenn, forsætisráðherra Dana, sagði í ræðu sinni að honum væri mikið ánægjuefni að geta skrifað undir skipunarbréf grænlensku stjálfstjórnarnefndarinnar á þessum degi, en í gær var skrifað undir samkomulag um undirbúning að auknu sjálfstæði Grænlendinga. Konungshjónin munu dvelja í Grænlandi í nokkra daga. Í dag koma svo Friðrik krónprins og kona hans Mary. Í næstu viku mun Friðrik sýna konu sinni Norðaustur-Grænland þar sem hann tók þátt í leiðangri Siríus deildarinnar á hundasleðum fyrir nokkrum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×