Erlent

Ísland aldrei í sambandið

Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins kemur endanlega í veg fyrir að Ísland og Noregur gangi nokkurn tímann í sambandið, segir í umfjöllun norska Fiskeríblaðsins um nýju stjórnarskrána. Verði stjórnarskráin, sem leiðtogafundurinn samþykkti um síðustu helgi, samþykkt í öllum 25 aðildarríkjunum þá geta Bretar líka hætt að hugsa um að fá á ný yfirráð yfir stjórn fiskveiða í eigin lögsögu, en tillaga liggur fyrir breska þinginu um að Bretar dragi sig út úr sameiginlegri fiskveiðistjórn Evrópusambandsins og taki stjórn á nýtingu fiskistofna í eigin hendur. Tillagan er á dagskrá í neðri deild breska þingsins 16. júlí, en það er til einskis að ræða hana lengur, segir í Fiskeribladet. Talsmaður skoska þjóðernisflokksins, Angus Robertsson, sem vill að Bretar stjórni fiskveiðum sjálfir, segir að ef stjórnarskráin verði samþykkt, þá séu líkurnar á að Ísland og Noregur gangi inn í sambandið álíka miklar og að snjóbolti bráðni ekki í Helvíti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×