Deep Purple á Íslandi 22. júní 2004 00:01 Hljómsveitin Deep Purple ætlar að endurnýja kynni sín af Íslendingum næstu tvö kvöld, en síðast þegar þeir héldu tónleika hér á landi, voru þeir vægast sagt endasleppir. Deep Purple kom hingað til lands síðast árið 1971 og troðfylltu Laugardalshöllina, þar sem þeir munu leika annað kvöld og á fimmtudagskvöld. Það er reyndar ljóst að þeir fylla húsið aftur, en miðar á seinni tónleikana seldust upp á klukkustund og nokkrir miðar eru til á fyrri tónleikana. Þegar tónleikarnir fyrir 33 árum voru að ná hámarki, fór rafmagnið af höllinni, hljómsveitinni og ekki síður tónleikagestum til mikils ama. Reyndar sýndi hljómsveitin reiði sína með því að kasta hljóðfærðum og öðru frá sér og söngvarinn barði gat á gólfið með hljóðnemastandinum. Í spjalli við Ian Gillan söngvara hljómsveitarinnar spurði hann hvort búið væri að gera við gatið. Hljómsveitarmeðlimir eiga fleiri skrýtnar minningar frá Íslandsförinni en Roger Glover, bassaleikari minntist þess helst þegar þeim var hent upp í lögreglubíl til að komast í burtu í skyndi. Bíllinn festist í leðjunni fyrir utan og fólkið sem þeir áttu að vera að flýja gekk hið rólegasta framhjá og virtist ekki kippa sér upp við nálægð stjarnanna. Á tónleikunum hér verður nýtt efni í bland við eldra efni sem er nokkrum kynslóðum rokkunnenda vel kunnugt. Hljómsveitin hefur nánast verið á stöðugu ferðalagi í 20 ár og segir rokkið alltaf jafnskemmtilegt. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hljómsveitin Deep Purple ætlar að endurnýja kynni sín af Íslendingum næstu tvö kvöld, en síðast þegar þeir héldu tónleika hér á landi, voru þeir vægast sagt endasleppir. Deep Purple kom hingað til lands síðast árið 1971 og troðfylltu Laugardalshöllina, þar sem þeir munu leika annað kvöld og á fimmtudagskvöld. Það er reyndar ljóst að þeir fylla húsið aftur, en miðar á seinni tónleikana seldust upp á klukkustund og nokkrir miðar eru til á fyrri tónleikana. Þegar tónleikarnir fyrir 33 árum voru að ná hámarki, fór rafmagnið af höllinni, hljómsveitinni og ekki síður tónleikagestum til mikils ama. Reyndar sýndi hljómsveitin reiði sína með því að kasta hljóðfærðum og öðru frá sér og söngvarinn barði gat á gólfið með hljóðnemastandinum. Í spjalli við Ian Gillan söngvara hljómsveitarinnar spurði hann hvort búið væri að gera við gatið. Hljómsveitarmeðlimir eiga fleiri skrýtnar minningar frá Íslandsförinni en Roger Glover, bassaleikari minntist þess helst þegar þeim var hent upp í lögreglubíl til að komast í burtu í skyndi. Bíllinn festist í leðjunni fyrir utan og fólkið sem þeir áttu að vera að flýja gekk hið rólegasta framhjá og virtist ekki kippa sér upp við nálægð stjarnanna. Á tónleikunum hér verður nýtt efni í bland við eldra efni sem er nokkrum kynslóðum rokkunnenda vel kunnugt. Hljómsveitin hefur nánast verið á stöðugu ferðalagi í 20 ár og segir rokkið alltaf jafnskemmtilegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira