Erlent

Reykingamenn lifa skemur

Fólk sem reykir lifir að jafnaði tíu árum skemur en þeir sem ekki reykja. Þetta eru niðurstöður einnar mestu rannsóknar sem gerð hefur verið á afleiðingum reykinga en könnunin hefur staðið yfir sleitulaust í 50 ár. Niðurstöðurnar eru byggðar á upplýsingum frá tæplega 40 þúsund reykingamönnum og sýna svo ekki verður um villst að lífslíkur reykingamanna eru mun minni en hinna. Einnig kemur í ljós að lífslíkur aukast strax og einstaklingar hætta reykingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×