Erlent

Óbreyttur sóknardagafjöldi

Mælt er til þess að sóknardagafjöldi færeyskra báta verði óbreyttur á landgrunninum á næsta fiskveiðiári samkvæmt tillögum sérstakrar sóknardaganefndar sem skipuð var. Gerir nefndin það að tillögu sinni að fækka sóknardögum um tíu prósent á færeyska bankanum svokallaða og algjöra friðun eftir atvikum. Nefndin gerir einnig tillögu um að fjölga bátum í sóknardagakerfi sínu en margir smærri útgerðarmenn og bændur stunda veiðar í litlum mæli og hafa ekki verið hluti af fiskveiðikerfum áður. Beinir nefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að veiða vel þegar vel gefst en minnka veiðar að öðrum kosti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×