Erlent

Gíslinn tekinn af lífi

Suður-Kóreskur gísl mannræningja í Írak var síðdegis tekinn af lífi. Höfuðlaust lík mannsins fannst síðla dags. Maðurinn, Kim Sun-il, var túlkur í Írak og hafði verið þar í um ár þegar honum var rænt 17. júní síðastliðinn helgi, ásamt tíu öðrum. Skömmu síðar birtust myndir af honum þar sem hann bað sér griða, og mannræningjarnir settur fram kröfu um að suður-kóreustjórn kallaði hermenn sína í Írak heim. Þeirri kröfu var hafnað. Mannræningjarnir gáfu þá frest til miðnættis í kvöld, en undir kvöld í Írak fannst lík mannsins og hafði hann verið afhöfðaður, eins og hótað hafði verið. Hópurinn sem ber ábyrgð á morðinu kallast Jamaat al-Tawhid, og er sagður tengjast al-Qaeda. Sendi hann frá sér myndband sem arabíska fréttstöðin al-Jazeera sýndi að hluta síðdegis. Þar sést Kim Sun-il, kjökrandi í appelsínugulum galla, líkum þeim sem fangar í Guantanamo klæðast og Nicholas Berg, sem afhöfðaður var í síðasta mánuði, fannst í. Tíu menn eru enn í haldi sömu mannræningja og er ekkert vitað um örlög þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×