Innlent

Þýskur áróðursruslpóstur

Þýskur pólitískur ruslpóstur hefur undanfarna daga hrannast upp í pósthólfum tölvunotenda um allan heim. Talið er að öfgahópur hafi fengið tölvuþrjóta í lið með sér til að geta dreift áróðri sínum um netið. Innihald póstsins er hægrisinnaður áróður, yfirleitt á þýsku, þar sem því er m.a. haldið fram að innflytjendur eigi sök á öllum helstu vandamálum þýsks samfélags. Líklegt er talið að hópurinn sem stendur á bak við áróðurinn hafi fengið tölvuþrjóta í lið með sér. Póstinum er dreift með því að búnar eru til bakdyr að þeim tölvum sem næst til. Tölvuþrjótarnir nýta síðan bakdyrnar til að senda út skilaboð í ætt við þau sem hér um ræðir í milljónum eintaka að eigendum tölvanna óafvitandi. Friðrik Skúlason, sérfræðingur í veiruvörnum, segir ekki rétt að um veiru sé að ræða eins og fram hafi komið í fjölmiðlum, þetta sé einfaldlega ruslpóstur sem er leiðinlegur en skaði ekki tölvur fólks. Hann segir að ólíkt því sem eigi við um tölvuvírusa þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur Hann segir að ekki sé með góðu móti hægt að hindra póstinn í að komast til fólks nema það sé með aðstöðu til að láta sía hann. Ruslpóstur sem þessi er þó ekki það eina sem angrar tölvunotendur, því eins og fram hefur komið í fréttum færist það mjög í vöxt að alls kyns óþægindi geri vart við sig vegna notkunar Netsins til dreifingar tölvuveira, auglýsinga og svokallaðra njósnara. Friðrik hafði þetta að segja um lausn við slíkum vandamálum. Friðrik segir að engin ein töfralausn sé til við vandamálunum. Menn geti sett upp eldveggi og veiruvarnarkerfi. Í framtíðinni megi þó eiga von á nýrri tækni sem komi að mestu í veg fyrir vandræðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×