Fleiri fréttir

Gista ekki í Sádi-Arabíu

Áhafnir breska flugfélagsins British Airways munu ekki dvelja næturlangt í Sádi-Arabíu í tengslum við ferðir félagsins þangað. Félagið tilkynnti um þessa breytingu í gær en hún er tilkomin vegna árása íslamskra öfgamanna á útlendinga í landinu.

Telenor brýtur lög

Neytendasamtök í Noregi gagnrýna stærsta símafyrirtæki landsins, Telenor, harðlega og ásaka það um lögbrot. Fjarskiptafyrirtæki í Noregi eiga í harðri samkeppni og hefur verð á farsímum því lækkað til muna á undanförnum árum.

Ákæra Saddam eða sleppa honum

Alþjóðleg nefnd Rauða krossins hvetur stjórnvöld í Írak til að leggja fram ákærur á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, eða sleppa honum ella þegar heimamenn taka við stjórnartaumunum í Írak.

Sjö fórust í aurskriðu

Sprenging í tengslum við vegaframkvæmdir kom af stað skriðu sem varð sjö manns að bana á Indlandi í gær. Flytja varð tugi manna slasaða á sjúkrahús eftir slysið. Verið var að breikka fjölfarinn fjallveg með þessum afleiðingum en þeir sem fórust voru staddir á veginum þegar skriðan varð.

Íslenskir laganemar unnu

"Þetta gekk allt upp. Við vorum vel undirbúin og heppin," segir Heiða Björg Pálmadóttir laganemi. Hún vann ásamt fimm öðrum laganemum Norrænu málflutningskeppnina sem haldin var hér á landi um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið ber sigur úr býtum en tólf lið taka þátt í keppninni á ári hverju.

Þórólfur fagnar umræðunni

Þórólfur Árnason borgarstjóri segist ekki hafa ákveðið hvort hann muni sækiast eftir pólitísku burðarhlutverki innan Reykjavíkurlistans. "Það eru tvö ár til kosninga og ég mun meta stöðuna þegar nær dregur."

Sjúkraflug á Reykjaneshrygg

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti í dag hjartveikan mann um borð í togarann Venus HF-519, sem var við veiðar á Reykjaneshrygg.

Staðfestir ábendingar okkar

"Þetta staðfestir það sem minnihlutinn hefur lengi bent á. Reykjavíkurlistinn stendur á brauðfótum og er aðframkominn vegna samstarfsþreytu. Pólitísk forysta, sem var lítil fyrir, er nú engin og það eina sem heldur listanum saman er ótti valdaklíkunnar við að missa stólana sína," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um ummæli Helga Hjörvar.

Afkáraleg staða til lengdar

Jóhann M. Hauksson, doktor í opinberri stjórnsýslu, segir að fræðilega séð geti borgarstjóri vissulega setið á hlutlausum friðarstóli en það sé bagalegt til lengri tíma. "Hann getur starfað sem framkvæmdastjóri ef pólitíska forystan kemur annars staðar frá, en það er afkáralegt að staðan sé svona til lengdar.

Skýr forysta víst til staðar

"Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu.

Enginn fékk hreinan meirihluta

Þjóðernissinninn Tomislav Nikolic hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum í Serbíu og Svartfjallalandi sem fram fóru í gær. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut Nikolic rúmlega 30% atkvæða en helsti keppinautur hans, Boric Tadic úr flokki umbótasinna, var með rúmlega 27% fylgi.

Tveir drepnir á sólarhring

Tveir háttsettir embættismenn voru drepnir í Írak um helgina. Þeir voru báðir ráðnir af dögum í höfuðborg landsins Bagdad en menningarfulltrúi írakska menntamálaráðuneytisins, Kamal Jarrah, var skotinn fyrir utan heimili sitt í Gasalíja-hverfinu og aðstoðarutanríkisráðherra landsins, Bassam Kubba, var myrtur á leið sinni til vinnu.

Bjargað til byggða

Björgunarsveit frá Höfn í Hornafirði kom að þeim stað sem tveir pólskir ferðamenn óskuðu hjálpar á Vatnajökli á sjöunda tímanum í gær. Mennirnir hófu göngu sína yfir jökulinn á þriðjudaginn, en slæmt veður í gær batt enda á ferðina.

Grafhýsi finnast

Ástralskir fornleifafræðingar grófu upp 5.000 ára gamlan grafreit með tuttugu heillegum grafhýsum í Egyptalandi í gær.

Fíkniefnasalar á Selfossi

Sýslumaðurinn á Selfossi segir vel fylgst með fíkniefnamálum í umdæmi lögreglunnar. Þrjú sjálfstæð mál sem leiddu til upptöku fíkniefna komu upp í aðdraganda helgarinnar. Innbrot hafa einnig verið tíð í mánuðinum. Erfitt að ráða í ástæðurnar. </font /></b />

Ísraelar beina augum frá átökum

Fréttir af ófriðarástandi í Ísrael hafa vikið fyrir forræðadeilu milli hjóna og líffræðilegra foreldra þrettán mánaða drengs þeirra sem vilja fá hann aftur.

Orð forsætisráðherra dauð og ómerk

Tvenn ummæli sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lét falla um Jón Ólafsson fyrrverandi aðaleiganda Norðurljósa voru í dag dæmd dauð og ómerk. Davíð á þess ekki kost að áfrýja dóminum. Jón Ólafsson segist hafa fengið það fram sem hann vildi.

Veiku fólki vísað frá

Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að bráðveiku fólki sé ítrekað vísað frá göngudeild geðdeildar Landspítalans. Átján ára stúlku í sjálfsvígshugleiðingum var tvívegis vísað frá göngudeildinni í vetur, en fyrir tilviljun fundu tveir hlauparar hana í Laugardalnum þar sem hún reyndi að svipta sig lífi.

Bílsprengja í Bagdad

Öflug bílsprengja grandaði að minnsta kosti þrettán manns í Bagdad í morgun. Mikil reiði ríkir vegna tilræðisins og er óttast að frekari árásir verði gerðar.

Eldsvoði í Njarðvík

Slökkviliðsmenn voru í mikilli hættu þegar þeir börðust við eld sem kviknaði á bifreiðaverkstæði í Njarðvík í nótt þar sem mikið var geymt af flugeldum í óleyfi.

Mæðrastyrksnefnd dreifir fatnaði

Mæðrastyrksnefnd tók nýlega við rausnarlegri gjöf frá AKS ehf. þegar Einar Sigfússon afhenti þeim talsvert úrval af nýjum fatnaði, einkum barnafatnaði, en fyrirtækið AKS ehf. stendur fyrir fatamarkaði í Perlunni tvisvar sinnum á ári undir nafninu Merkjavara á silfurfati.

Framtíð Íslands ekki svört

Framtíð Íslands er ekki svört að mati starfsmanna þjóðbúningaleigu Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Á þeim forsendum neitaði félagið að lána skautbúning í myndatöku, en þeldökk kona átti að klæðast honum. Peysuföt stóðu þó til boða.

Óværan sem gerir usla á netinu

Útgáfur Netsky ormsins eru fyrirferðamestar á mánaðarlegum lista vírusvarnafyrirtækisins Central Command yfir "sóðatylftina," eða fyrirferðamestu tölvuóværuna í liðnum mánuði. Fyrsta sæti listans vermir hins vegar Sasser ormurinn, sem uppgötvaðist 30. apríl sl. Hann varð fljótlega mjög fyrirferðamikill og sýkti þúsundir Windows tölva um heim allan.

Rkið kosti atkvæðagreiðslu

Sveitarfélögin fara fram á það við forsætisráðherra að þurfa ekki að bera kostnað af þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Sé miðað við að atkvæðagreiðslan kosti á annað hundrað milljóna króna er áætlaður kostnaður sveitarfélaganna á milli 60 og 70 milljónir.

Viðurkenning til tóbakssala

Forvarnanefnd Hafnarfjarðar hefur afhent þeim söluaðilum tóbaks viðurkenningu, sem seldu ekki börnum tóbak í síðustu könnun sem fór fram. Fulltrúi Lýðheilsustöðvar flutti stutt ávarp og sagði að það væri víða tekið eftir þessu framtaki Hafnarfjarðarbæjar sem miðaði að því að minnka aðgengi barna og unglinga að tóbaki.

Vill konu í undirbúningsnefnd

Femínistafélag Íslands tekur undir ályktun Kvenréttindafélags Íslands vegna skipan undirbúningsnefndar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Tvö umferðarslys

Lögreglunni á Sauðárkróki bárust tilkynningar um tvö umferðarslys með skömmu millibili í gær. Á fimmta tímanum fór bíll út af við Mannskaðahól, rétt fyrir utan Sauðárkrók, með þeim afleiðingum að bifreiðin gjöreyðilagðist. Einn farþegi var í bílnum ásamt ökumanni og voru þau bæði flutt á sjúkrahús en meiðsl þeirra voru talin minniháttar.

Krufning staðfestir voðaskot

Krufningarskýrsla vegna voðaskots sem varð Ásgeiri Jónsteinssyni að bana á Selfossi um miðjan mars hefur borist lögreglunni á Selfossi.

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum.

Ráðuneytisstjóri myrtur

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Íraks var myrtur í morgun. Hann er fyrsti háttsetti embættismaðurinn, sem ráðinn er af dögum síðan ný bráðabirgðaríkisstjórn tók við völdum um síðustu mánaðamót.

Fíkniefni og vopn í Þorlákshöfn

Lögreglan á Selfossi réðst til inngöngu í einbýlishús í Þorlákshöfn í gærmorgun. Við húsleit fannst nokkuð magn fíkniefna og búnaður til sölu þeirra. Einnig fundust skotvopn, skotfæri og önnur vopn, svo sem hnífar, axir og kylfur.

Slys við Kárahnjúka

Erlendur starfsmaður við Kárahnjúka liggur á gjörgæsludeild Fjórungssjúkrahússins á Akureyri eftir að dráttarvír slóst utan í hann í gærkvöldi. Hann er þó talinn hafa sloppið ótrúlega vel og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag.

Ekki tekinn af lífi

Terry Nichols, sem fundinn var sekur um aðild að sprengjutilræðinu í Oklahoma-borg 1995, verður ekki dæmdur til dauða, eins og búist hafði verið við. Kviðdómur klofnaði í afstöðu sinni til refsingar og því verður hann líklega dæmdur í lífstíðarfangelsi, með möguleika á skilorði.

Viðurkenna þjóðarmorð

Bosníu-Serbar hafa í fyrsta skipti viðurkennt að hafa drepið um 8 þúsund múslima í Srebrenitsa í Bosníu sumarið 1995. Það ár var Bosníustríðið enn í hámarki og alþjóðasamfélagið stóð ráðþrota gagnvart glæpum gegn mannkyni. Srebrenitsa er hluti af yfirlýstu öryggissvæði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, en undir stjórn Bosníu-Serba.

Bíll stakkst í tjörn

Ungur piltur, sem grunaður er um ölvun við akstur, var hætt kominn þegar bíll hans stakkst ofan í tjörn skammt utan Flateyrar í Önundarfirði. Slysið varð um hálffjögurleytið í nótt, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

Hlaupa fyrir Reykjanesbraut

Ungmenni úr íþróttafélögunum Víði í Garði og Reyni í Sandgerði hlupu frá Keflavík til Hafnarfjarðar nú fyrir hádegi með áskorun á ríkisstjórn um að flýta framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar.

Stal bíl og barni

Bíl, með fjögurra mánaða barni í aftursætinu, var stolið í Sóltúni í Reykjavík um hádegisbil. Svo virðist sem bílþjófurinn hafi ekki ætlað sér að gerast mannræningi því um fimmtán mínútum síðar hringdi hann sjálfur úr síma sem var í bílnum og lét vita af barninu.

SMS áróður á Ítalíu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýndur harkalega fyrir að senda 30 milljónum ítalskra kjósenda skilaboð í gsm síma, vegna kosninganna til Evrópuþingsins. Ítalar ganga að kjörborðinu í dag, ásamt Tékkum, Lettum og Möltubúum, en kosningunum lýkur á morgun.

Hvetur til rannsókna á Alzheimer

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hvetur stjórnvöld til að veita meira fé til rannsókna á Alzheimer sjúkdómnum. Kerry hefur haft hægt um sig opinberlega eftir að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti, lést fyrir viku en Reagan var haldinn Alzheimer í meira en áratug.

Hald lagt á 150 DVD myndir

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á rúmlega 150 ólöglega afritaðar kvikmyndir á DVD-diskum, sem Íslendingur reyndi að smygla til landsins. Að minnsta kosti ein myndanna er nú í kvikmkyndahúsum hér á landi og hefur hvergi í heiminum verið gefin út á DVD.

Fann kannabis á dvalarstað

Kona um fertugt var tekin á Selfossi í fyrrakvöld grunuð um að aka undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Í kjölfarið var gerð húsleit á dvalarstað konunnar og fundust þar sautján grömm af kannabis.

Tíu létust í Pakistan

Tíu létust þegar ráðist var á bílalest hershöfðingja í pakistönsku borginni Karachi. Hershöfðinginn slapp hins vegar lifandi. Miklar róstur hafa verið í borginni undanfarið. Stutt er síðan 25 létust í þriggja daga átökum í kjölfar morðs á klerki í borginni.

Mjög skýr markmið Reagans

"Það var mér alveg ljóst í þessum samtölum að það var ekki tilviljun ein að hann hafði náð þessari lýðhylli og þessum áhrifum í Bandaríkjunum," segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, um Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann ræddi við í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna árið 1988.

Endurráðinn í lögregluna

Lögreglumaður, sem sýknaður var í Hæstarétti í síðasta mánuði fyrir ólögmæta handtöku, ranga skýrslugjöf og brot í opinberu starfi, hefur verið endurráðinn hjá lögreglunni.

Kvikmyndamiðstöðin braut reglugerð

Menntamálaráðuneytið hefur fellt úrskurð Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um að neita kvikmyndafyrirtækinu Passport um kynningarstyrk vegna myndarinnar Þriðja nafnið úr gildi. Kvikmyndamiðstöðinni er gert að taka málið upp að nýju þar sem ekkert formlegt mat fór fram áður en ákveðið var að hafna umsókninni.

Sjá næstu 50 fréttir