Erlent

Ekki tekinn af lífi

Terry Nichols, sem fundinn var sekur um aðild að sprengjutilræðinu í Oklahoma-borg 1995, verður ekki dæmdur til dauða, eins og búist hafði verið við. Kviðdómur klofnaði í afstöðu sinni til refsingar og því verður hann líklega dæmdur í lífstíðarfangelsi, með möguleika á skilorði. Nichols var dæmdur fyrir morð á 161 manni, þegar alríkisbyggingin í Oklahoma-borg var sprengd í loft upp. Hann var talinn vitorðsmaður Timothys McVeighs, sem tekinn var af lífi árið 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×