Erlent

Grafhýsi finnast

Ástralskir fornleifafræðingar grófu upp 5.000 ára gamlan grafreit með tuttugu heillegum grafhýsum í Egyptalandi í gær. Egypsk yfirvöld sögðu við atburðinn að Christian Kohler, leiðangursstjóri ástralska hópsins, hafi bent á mikilvægi þess að svæðið yrði varðveitt en grafhýsin fundust í mjög þéttbýlu og fátæku iðnaðarhverfi í Helwan, 25 kílómetra frá Kaíró. Sum grafhýsanna eru lítil og fábrotin en önnur eru stærri og geyma mjólkurgifssteins-, kalksteins-, leir- og koparpotta og -pönnur. Áður hafa tvö stór kalksteinsgrafhýsi fundist í Helwan, frá árunum 2.575-2.134 fyrir Krist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×