Erlent

Sjö fórust í aurskriðu

Sprenging í tengslum við vegaframkvæmdir kom af stað skriðu sem varð sjö manns að bana á Indlandi í gær. Flytja varð tugi manna slasaða á sjúkrahús eftir slysið. Verið var að breikka fjölfarinn fjallveg með þessum afleiðingum en þeir sem fórust voru staddir á veginum þegar skriðan varð. Að sögn yfirvalda í héraðinu þar sem slysið átti sér stað fór skriðan af stað þegar stór klettur sem þrengdi veginn var sprengdur. Þá er talið að hinar árlegu monsúnrigningar á svæðinu hafi haft sitt að segja, enda jarðvegur gegnblautur eftir þær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×