Erlent

Bíll stakkst í tjörn

Ungur piltur, sem grunaður er um ölvun við akstur, var hætt kominn þegar bíll hans stakkst ofan í tjörn skammt utan Flateyrar í Önundarfirði. Slysið varð um hálffjögurleytið í nótt, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Piltinum tókst sjálfum að bjarga sér í land áður en bíllinn sökk á bólakaf í tjörnina. Þurfti að fá kafara til að krækja í bílinn til að ná honum aftur á þurrt. Pilturinn hruflaðist og þurfti liðsinnis læknis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×