Fleiri fréttir Chesterfield vatnið hvarf Íbúar við Chesterfield-vatn, nálægt Saint Louis í Bandaríkjunum, eru skelfingu lostnir eftir að vatnið þurrkaðist upp og hvarf á aðeins örfáum dögum. Chesterfield vatn var áður 10 hektarar, en eftir miklar rigningar fyrir nokkrum vikum hækkaði vatnsborðið verulega þar til um síðustu helgi að það var sem tappi væri tekinn úr baðkari og vatnið hvarf niður um holu eða öllu heldur niðurfall í því miðju. 13.6.2004 00:01 Vilja banna umferð jeppa Jeppaeigendur í París munu eiga um sárt að binda árið 2006 ef nýjar hugmyndir innan borgarstjórnar Parísar ganga eftir um að banna akstur allra jeppa í borginni. Er forsendan sú að létta örlítið á hinni gríðarlegu umferð sem teppir götur borgarinnar oft á dag og eru rökin þau að enginn þurfi á jeppa að halda í borgum. 13.6.2004 00:01 Færri hross flutt út Færi hross voru flutt út á fimm fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þá höfðu verið flutt út 619 hross á móti 591 nú. Ef litið er á útflutning til hinna ýmsu landa hafa verið flutt 30 hross til Austurríkis á móti 17 á sama tíma í fyrra. Samtals 116 hafa farið til Þýskalands nú á móti 91 í fyrra. 13.6.2004 00:01 Innheimta skatttekna eykst Innheimta skatttekna ríkisins jókst um 14,4 prósent á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt því sem kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. 13.6.2004 00:01 Lést við Bláa lónið Bandarískur ferðamaður af skemmtiferðaskipi hné skyndilega niður og lést á göngustíg við Bláa lónið í gær. Maðurinn, sem var hjartasjúklingur, kom með rútubíl að Bláa lóninu og var á göngu á stígnum um hraunið milli bílastæðisins og þjónustuhússins. 13.6.2004 00:01 Kosið á Evrópuþing í dag 19 Evrópuþjóðir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa fullrúa til Evrópuþingsins, en þegar hafa sex af þjóðunum 25 lokið kosningu. Þetta eru fyrstu kosningar eftir stækkun Evrópusambandsins og eru um 350 milljónir manna á kjörskrá. 13.6.2004 00:01 Fiskifræði Hafró gengur ekki upp "Þessar tillögur frá Hafrannsóknarstofnun sanna það enn einu sinni að starfsmenn hennar vita ekkert í þennan heim né annan þegar kemur að fiskveiðum," segir Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, vegna tillagna Hafró fyrir næsta fiskveiðiár. 13.6.2004 00:01 Írar skerða möguleika útlendinga Írskir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu ríkisstjórnarinnar um að skerða möguleika útlendinga á að hljóta ríkisborgararétt. Enda þótt niðurstaðan hafi verið talin afgerandi þar í landi, hefði hún ekki verið talin gild, ef ýmsar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi hefðu verið til hliðsjónar. 13.6.2004 00:01 Deilt á minnisvarða Yfirvöld í Karelíuhéraði í Rússlandi hafa reist minnisvarða til heiðurs Júrí Andropov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sem var um fimmtán ára skeið yfirmaður leyniþjónustunnar KGB. Fjöldi ungmenna mótmælti þessu við afhjúpun minnisvarðans og færði lögregla fólkið á brott. 13.6.2004 00:01 Fundu 20 ára gamalt lík Lík karlmanns fannst í yfirgefnu fjölbýlishúsi á dögunum, rúmlega tuttugu árum eftir að hann er talinn hafa látist. Líkið fannst þegar verkamenn voru að ganga frá húsinu til niðurrifs. Ekkert var eftir af manninum nema beinagrindin og náttföt sem hann var klæddur í. 13.6.2004 00:01 Tíu ára afmæli Reykjanesbæjar "Besta afmælisgjöfin er líklega mjög góð niðurstaða í svokölluðu Bertelsmannsprófi sem er alþjóðlegur mælikvarði á gæði í stjórnsýslu," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á tíu ára afmæli bæjarins í gær. 13.6.2004 00:01 Metaðsókn í Kennaraháskólann Annað árið í röð er metaðsókn í Kennaraháskóla Íslands. Nemendur skólans er nú rúmlega 2300 og hefur fjölgað verulega á síðustu árum, að því er segir í frétt fá skólanum. Umsóknir um nám hafa aldrei verið fleiri en nú í vor. Því miður verður aðeins hægt að bjóða tæplega helmingi þessa hóps skólavist vegna fjárhagsramma skólans. 13.6.2004 00:01 Þrjár hrefnur veiddar Búið er að veiða þrjár hrefnur það sem af er sumri af þeim 25 sem stendur til að veiða í ár. Í fyrra tók það þrjú skip hálfan annan mánuð að veiða dýrin. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Hafró eru dýrin af svipaðri stærð og þau sem veiddust í fyrra en þau þóttu í magrara lagi. 13.6.2004 00:01 Lítill drengur með eldspýtur Lítill drengur sem var að fikta með eldspýtur, kveikti í rúminu sínu í kjallaraíbúð í fjölbýli við Flókagötu. Slökkviliðinu var tilkynnt um brunann fimm mínútur yfir átta í gærkvöldi og hafði lokið störfum tuttugu mínútum síðar. Reykkafarar slökktu eldinn og reykræsta þurfti íbúðina. Töluvert miklar skemmdir urðu á herbergi drengsins. 13.6.2004 00:01 Dómur kveðinn upp á morgun Dómur í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar, fyrrverandi aðaleiganda Norðurljósa, gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Jón Ólafsson stefndi Davíð skömmu fyrir áramót vegna ummæla sem féllu í viðtali við Ríkisútvarpið eftir að Jón hafði selt eigur sínar hér á landi með milligöngu Kaupþings-Búnaðarbanka. 13.6.2004 00:01 Eldur á Flókagötu Slökkvilið var kvatt að húsi við Flókagötu í Reykjavík í gærkvöldi en þar logaði eldur í rúmdýnu í lítilli íbúð. Eldurinn barst ekki út fyrir dýnuna og tókst fljótlega að kæfa hann. Mikill svartur reykur myndaðist hins vegar í íbúðinni, enda var þetta svampdýna sem brann, en íbúana sakaði ekki. Talið er að barn hafi kveikt í dýnunni. 13.6.2004 00:01 Bílstuldur á Selfossi Gestkomandi fólk á Selfossi kemst nú ekki til síns heima þar sem jeppanum þeirra var stolið fyrir utan hús ættingja þeirra í gærmorgun. Jeppinn er vínrauður á litinn af gerðinni Mitsubishi Pajero, árgerð 1990. Númer bílsins er SK-268. Lögreglan á Selfossi biður þá sem hafa orðið varir við bílinn að hafa samband. 13.6.2004 00:01 Esjudagur fjölskyldunnar Árlegur Esjudagur fjölskyldunnar er í dag en eins og nafnið gefur til kynna felst hann í því að ganga á Esju, borgarfjall Reykjavíkur. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stendur fyrir Esjudeginum og er þetta sjötta árið í röð sem hann er haldinn. Í tilkynningu frá Sparisjóðnum segir að þetta sé sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem hver og einn geti fundi eitthvað við sitt hæfi. 13.6.2004 00:01 Þorskeldi við hlið stóriðju Tvær fiskikvíar í Hvalfirði gegnt álveri Norðuráls hafa vakið athygli margra vegfarenda um Hvalfjörðinn síðustu mánuði og hafa þeir bent Fréttablaðinu á að fyrir utan nálægð álversins við kvíarnar séu viðkvæmar laxveiðiár í grenndinni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er þarna um þorskeldi að ræða í annarri kvínni en hin stendur auð. 13.6.2004 00:01 HIV-sýkt börn eftir blóðgjöf Eftirlit með indverskum blóðbönkum hefur verið hert til muna eftir að fregnir bárust af því að 30 börn hefðu smitast af HIV-veirunni við blóðgjöf á síðustu þremur árum. Fjölmiðlar í Kalkútta greindu frá því að börn niður í þriggja ára hefðu smitast en alls eru 58 blóðbankar starfræktir á vegum yfirvalda í Kalkútta. 13.6.2004 00:01 Bæjarstjóri sýknaður Líkurnar á því að Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York-ríki, fari í fangelsi fyrir að gefa samkynhneigð pör saman minnkuðu heldur þegar dómari vísaði ákæru á hendur honum frá dómi. Ákæruvaldið getur þó áfrýjað úrskurðinum. 13.6.2004 00:01 Geta haft ungabörn í fangelsinu Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. 13.6.2004 00:01 Reykingalöggjöf hafnað? Frjálshyggjufélagið hvetur stjórnvöld til að hafna öllum hugmyndum um sérstaka löggjöf um reykingar í fréttatilkynningu sem félagið sendi út. Þar segir að slík löggjöf sé óþörf þar sem eignarréttur leysi allan þann vanda sem reykingar kunna að valda öðrum en reykingamönnum. 13.6.2004 00:01 KB banki styrkir námsmenn Fimmtán námsmenn sem stunda nám á háskólastigi hafa fengið 200 þúsund kr. hver úr Námsmannalínu KB banka en styrkirnir eru veittir árlega. Er þetta fjórtánda árið sem bankinn veitir styrki úr Námsmannalínunni. 13.6.2004 00:01 Bændur hafa áhyggjur af kálfadauða Kálfadauði er vaxandi vandamál á íslenskum búum og hefur aukist umtalsvert allra síðustu ár. Baldur H. Benjamínsson, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir það ekki hafa verið fyrr en fyrir um áratug síðan að meira fór að bera í milli í samanburði við önnur lönd. 13.6.2004 00:01 Bush eldri áttræður George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar sér að halda upp á 80 ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk um helgina.</font /> 13.6.2004 00:01 Danir rannsaka fangamisþyrmingar Dönsk hermálayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á ásökunum Dana, sem vann sem túlkur fyrir danska og bandaríska hermenn í Afganistan, þess efnis að hann hafi séð fanga pyntaða og myrta. Maðurinn sagði frá þessu skömmu eftir að myndir hófu að birtast af illvirkjum bandarískra hermanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. 13.6.2004 00:01 Krafðist sex milljóna í bætur Kjötvinnsla var sýknuð af rúmlega sex milljóna króna skaðabótakröfu, í Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna slyss sem fyrrverandi starfskona varð fyrir á vinnustaðnum. Konan steig á mottu í kjötvinnslunni sem rann undan fæti hennar þannig að hún skall af nokkru afli í gólfið á hægri öxl. Bæklunarlæknir segir konuna bera varanlegan skaða sökum fallsins. 13.6.2004 00:01 Íraskur ráðherra myrtur Bassam Salih Kubba, varautanríkisráðherra hinnar nýju Íraksstjórnar, var skotinn til bana á leið sinni til vinnu í gær. Talið er að stuðningsmenn Saddams Hussein hafi myrt hann. 13.6.2004 00:01 R-listinn að verða lítil klíka "Auðvitað er það áhyggjuefni að þreyta komi í samstarf sem er á þriðja kjörtímabili. Það er eitt stærsta verkefnið fyrir okkur sem starfa fyrir og styðja Reykjavíkurlistann að verða ekki valdþreytunni að bráð," segir Helgi Hjörvar þingmaður og einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Reykjavíkurlistans í helgarviðtali við Fréttablaðið í dag. 13.6.2004 00:01 Leitað að samverkamönnum Ekki er hægt að greina frá framvindu rannsóknar í máli ófrískrar konu á þrítugsaldri, sem handtekin var á föstudag með 5.005 E-töflur í bakpoka, þar sem hún er í einangrun, segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir rannsóknina beinast að því að upplýsa hverjir samverkamenn konunnar séu. 13.6.2004 00:01 Nóbelsverðlaunahafi styður Ástþór Oscar Arias Sanches, fyrrverandi forseti Kosta Ríka og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Ástþór Magnússon forsetaframbjóðanda. Sanches telur að vægi smáþjóða til að stuðla að friði sé heilmikið. 13.6.2004 00:01 Konur geta haft börn í fangelsi Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. 13.6.2004 00:01 Ætla að halda áfram árásum Háttsettur leiðtogi palestínsku Hamas-samtakanna, Mahmoud Zahar, sagði í gær að samtökin myndu halda áfram árásum sínum á Ísrael hvort sem Ísraelar drægju herlið sitt frá Gazaströndinni eða ekki. Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia heimsótti Gaza í gær til samráðsfundar við háttsetta heimamenn um framtíð svæðsins. 13.6.2004 00:01 Færeyingar elska pitsur Færeyingar hafa tekið miklu ástfóstri við pitsur og sódavatn og hefur færeyski landlæknirinn af þessu miklar áhyggjur enda hefur neysla á þessum vörum tífaldast á síðustu átta árum. Hann telur þýðingarmikið að koma á framfæri skilaboðum um skaðsemi þessarar neyslu og hefja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst. 13.6.2004 00:01 Kennaranámið lengt? Rektor Kennaraháskóla Íslands telur að huga beri að lengingu kennaranáms á Íslandi og færa það til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. 13.6.2004 00:01 Kjörsókn tvöfaldast í Bretlandi Tilraunir með póstatkvæðagreiðslu í bresku sveitarstjórnarkosningunum virðast hafa borið góðan árangur. Í það minnsta tvöfaldaðist kjörsókn á mörgum þeim svæðum þar sem hægt var að greiða atkvæði í pósti. Í norðvesturhluta landsins fór kjörsókn úr tæpum tuttugu prósentum í nær 40 prósent. 13.6.2004 00:01 Hringbraut í opinn stokk Tillagan felst í því að yfirborð Hringbrautar verði lækkað um þrjá til fjóra metra á um 600 metra löngum kafla sunnan Landspítala og Umferðarmiðstöðvar að áætluðum gatnamótum við Bústaðarveg og Njarðargötu. Þannig lægi umferðin í gegnum opin stokk sem mætti loka og byggja yfir ef byggingarétti yrði úthlutað við Hringbraut. 13.6.2004 00:01 Financial Times fjallar um Ísland Breska blaðið Financial Times gerði stóra fjölmiðlalagamálið á Íslandi að umfjöllunarefni í gær og sagði alvarlega stjórnskipunarkreppu ríkja í landinu. Raunar þá verstu á lýðveldistímanum, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar. 13.6.2004 00:01 Sex ára barn slasaðist Sex ára gamalt barn slasaðist lítillega þegar tveir bílar rákust á hvorn annan á Arnarnesvegi, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bílarnir að koma úr gagnstæðri átt og var annar að beygja af Reykjanesbraut inn á Arnarnesveg þegar slysið varð. Tvö börn voru farþegar í öðrum bílnum en ökumaður var einn í hinum. 13.6.2004 00:01 Keyrði út í tjörn Betur fór en á horfðist þegar bíll keyrði út í tjörn rétt fyrir utan Flateyri á fimmta tímanum í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði fór allur bíllinn í kaf og tókst ökumanninum með naumindum að koma sér út úr bílnum. Hann þykir hafa sloppið ótrúlega vel og er lítið lemstraður. 13.6.2004 00:01 Kostnaður hugsanlega ofmetinn Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. 13.6.2004 00:01 Guðrún Vera hlýtur styrk Guðrún Vera Hjartardóttir hlaut 250 þúsund króna styrk fyrir framlag sitt til myndlistar úr minningarsjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Sjóðnum er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna og var afhentur við opnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær. 13.6.2004 00:01 Hneyksli skekur stjórnvöld Fyrir þrettán árum síðan var sú ákvörðun tekin af áströlskum stjórnvöldum að láta almenning ekki vita að blóð í blóðbönkum á ákveðnum svæðum í landinu væri líklega sýkt af lifrarbólgu C. Afleiðingar þessa eru að yfir 20 þúsund manns hafa smitast af veirunni og eru aðeins átta þúsund þeirra enn á lífi. 13.6.2004 00:01 Dómur hjá Davíð og Jóni í dag Í dag verður kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður, kenndur við Skífuna, höfðaði gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir meiðyrði. 13.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Chesterfield vatnið hvarf Íbúar við Chesterfield-vatn, nálægt Saint Louis í Bandaríkjunum, eru skelfingu lostnir eftir að vatnið þurrkaðist upp og hvarf á aðeins örfáum dögum. Chesterfield vatn var áður 10 hektarar, en eftir miklar rigningar fyrir nokkrum vikum hækkaði vatnsborðið verulega þar til um síðustu helgi að það var sem tappi væri tekinn úr baðkari og vatnið hvarf niður um holu eða öllu heldur niðurfall í því miðju. 13.6.2004 00:01
Vilja banna umferð jeppa Jeppaeigendur í París munu eiga um sárt að binda árið 2006 ef nýjar hugmyndir innan borgarstjórnar Parísar ganga eftir um að banna akstur allra jeppa í borginni. Er forsendan sú að létta örlítið á hinni gríðarlegu umferð sem teppir götur borgarinnar oft á dag og eru rökin þau að enginn þurfi á jeppa að halda í borgum. 13.6.2004 00:01
Færri hross flutt út Færi hross voru flutt út á fimm fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þá höfðu verið flutt út 619 hross á móti 591 nú. Ef litið er á útflutning til hinna ýmsu landa hafa verið flutt 30 hross til Austurríkis á móti 17 á sama tíma í fyrra. Samtals 116 hafa farið til Þýskalands nú á móti 91 í fyrra. 13.6.2004 00:01
Innheimta skatttekna eykst Innheimta skatttekna ríkisins jókst um 14,4 prósent á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt því sem kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. 13.6.2004 00:01
Lést við Bláa lónið Bandarískur ferðamaður af skemmtiferðaskipi hné skyndilega niður og lést á göngustíg við Bláa lónið í gær. Maðurinn, sem var hjartasjúklingur, kom með rútubíl að Bláa lóninu og var á göngu á stígnum um hraunið milli bílastæðisins og þjónustuhússins. 13.6.2004 00:01
Kosið á Evrópuþing í dag 19 Evrópuþjóðir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa fullrúa til Evrópuþingsins, en þegar hafa sex af þjóðunum 25 lokið kosningu. Þetta eru fyrstu kosningar eftir stækkun Evrópusambandsins og eru um 350 milljónir manna á kjörskrá. 13.6.2004 00:01
Fiskifræði Hafró gengur ekki upp "Þessar tillögur frá Hafrannsóknarstofnun sanna það enn einu sinni að starfsmenn hennar vita ekkert í þennan heim né annan þegar kemur að fiskveiðum," segir Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, vegna tillagna Hafró fyrir næsta fiskveiðiár. 13.6.2004 00:01
Írar skerða möguleika útlendinga Írskir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu ríkisstjórnarinnar um að skerða möguleika útlendinga á að hljóta ríkisborgararétt. Enda þótt niðurstaðan hafi verið talin afgerandi þar í landi, hefði hún ekki verið talin gild, ef ýmsar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi hefðu verið til hliðsjónar. 13.6.2004 00:01
Deilt á minnisvarða Yfirvöld í Karelíuhéraði í Rússlandi hafa reist minnisvarða til heiðurs Júrí Andropov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sem var um fimmtán ára skeið yfirmaður leyniþjónustunnar KGB. Fjöldi ungmenna mótmælti þessu við afhjúpun minnisvarðans og færði lögregla fólkið á brott. 13.6.2004 00:01
Fundu 20 ára gamalt lík Lík karlmanns fannst í yfirgefnu fjölbýlishúsi á dögunum, rúmlega tuttugu árum eftir að hann er talinn hafa látist. Líkið fannst þegar verkamenn voru að ganga frá húsinu til niðurrifs. Ekkert var eftir af manninum nema beinagrindin og náttföt sem hann var klæddur í. 13.6.2004 00:01
Tíu ára afmæli Reykjanesbæjar "Besta afmælisgjöfin er líklega mjög góð niðurstaða í svokölluðu Bertelsmannsprófi sem er alþjóðlegur mælikvarði á gæði í stjórnsýslu," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á tíu ára afmæli bæjarins í gær. 13.6.2004 00:01
Metaðsókn í Kennaraháskólann Annað árið í röð er metaðsókn í Kennaraháskóla Íslands. Nemendur skólans er nú rúmlega 2300 og hefur fjölgað verulega á síðustu árum, að því er segir í frétt fá skólanum. Umsóknir um nám hafa aldrei verið fleiri en nú í vor. Því miður verður aðeins hægt að bjóða tæplega helmingi þessa hóps skólavist vegna fjárhagsramma skólans. 13.6.2004 00:01
Þrjár hrefnur veiddar Búið er að veiða þrjár hrefnur það sem af er sumri af þeim 25 sem stendur til að veiða í ár. Í fyrra tók það þrjú skip hálfan annan mánuð að veiða dýrin. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Hafró eru dýrin af svipaðri stærð og þau sem veiddust í fyrra en þau þóttu í magrara lagi. 13.6.2004 00:01
Lítill drengur með eldspýtur Lítill drengur sem var að fikta með eldspýtur, kveikti í rúminu sínu í kjallaraíbúð í fjölbýli við Flókagötu. Slökkviliðinu var tilkynnt um brunann fimm mínútur yfir átta í gærkvöldi og hafði lokið störfum tuttugu mínútum síðar. Reykkafarar slökktu eldinn og reykræsta þurfti íbúðina. Töluvert miklar skemmdir urðu á herbergi drengsins. 13.6.2004 00:01
Dómur kveðinn upp á morgun Dómur í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar, fyrrverandi aðaleiganda Norðurljósa, gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Jón Ólafsson stefndi Davíð skömmu fyrir áramót vegna ummæla sem féllu í viðtali við Ríkisútvarpið eftir að Jón hafði selt eigur sínar hér á landi með milligöngu Kaupþings-Búnaðarbanka. 13.6.2004 00:01
Eldur á Flókagötu Slökkvilið var kvatt að húsi við Flókagötu í Reykjavík í gærkvöldi en þar logaði eldur í rúmdýnu í lítilli íbúð. Eldurinn barst ekki út fyrir dýnuna og tókst fljótlega að kæfa hann. Mikill svartur reykur myndaðist hins vegar í íbúðinni, enda var þetta svampdýna sem brann, en íbúana sakaði ekki. Talið er að barn hafi kveikt í dýnunni. 13.6.2004 00:01
Bílstuldur á Selfossi Gestkomandi fólk á Selfossi kemst nú ekki til síns heima þar sem jeppanum þeirra var stolið fyrir utan hús ættingja þeirra í gærmorgun. Jeppinn er vínrauður á litinn af gerðinni Mitsubishi Pajero, árgerð 1990. Númer bílsins er SK-268. Lögreglan á Selfossi biður þá sem hafa orðið varir við bílinn að hafa samband. 13.6.2004 00:01
Esjudagur fjölskyldunnar Árlegur Esjudagur fjölskyldunnar er í dag en eins og nafnið gefur til kynna felst hann í því að ganga á Esju, borgarfjall Reykjavíkur. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stendur fyrir Esjudeginum og er þetta sjötta árið í röð sem hann er haldinn. Í tilkynningu frá Sparisjóðnum segir að þetta sé sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem hver og einn geti fundi eitthvað við sitt hæfi. 13.6.2004 00:01
Þorskeldi við hlið stóriðju Tvær fiskikvíar í Hvalfirði gegnt álveri Norðuráls hafa vakið athygli margra vegfarenda um Hvalfjörðinn síðustu mánuði og hafa þeir bent Fréttablaðinu á að fyrir utan nálægð álversins við kvíarnar séu viðkvæmar laxveiðiár í grenndinni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er þarna um þorskeldi að ræða í annarri kvínni en hin stendur auð. 13.6.2004 00:01
HIV-sýkt börn eftir blóðgjöf Eftirlit með indverskum blóðbönkum hefur verið hert til muna eftir að fregnir bárust af því að 30 börn hefðu smitast af HIV-veirunni við blóðgjöf á síðustu þremur árum. Fjölmiðlar í Kalkútta greindu frá því að börn niður í þriggja ára hefðu smitast en alls eru 58 blóðbankar starfræktir á vegum yfirvalda í Kalkútta. 13.6.2004 00:01
Bæjarstjóri sýknaður Líkurnar á því að Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York-ríki, fari í fangelsi fyrir að gefa samkynhneigð pör saman minnkuðu heldur þegar dómari vísaði ákæru á hendur honum frá dómi. Ákæruvaldið getur þó áfrýjað úrskurðinum. 13.6.2004 00:01
Geta haft ungabörn í fangelsinu Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. 13.6.2004 00:01
Reykingalöggjöf hafnað? Frjálshyggjufélagið hvetur stjórnvöld til að hafna öllum hugmyndum um sérstaka löggjöf um reykingar í fréttatilkynningu sem félagið sendi út. Þar segir að slík löggjöf sé óþörf þar sem eignarréttur leysi allan þann vanda sem reykingar kunna að valda öðrum en reykingamönnum. 13.6.2004 00:01
KB banki styrkir námsmenn Fimmtán námsmenn sem stunda nám á háskólastigi hafa fengið 200 þúsund kr. hver úr Námsmannalínu KB banka en styrkirnir eru veittir árlega. Er þetta fjórtánda árið sem bankinn veitir styrki úr Námsmannalínunni. 13.6.2004 00:01
Bændur hafa áhyggjur af kálfadauða Kálfadauði er vaxandi vandamál á íslenskum búum og hefur aukist umtalsvert allra síðustu ár. Baldur H. Benjamínsson, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir það ekki hafa verið fyrr en fyrir um áratug síðan að meira fór að bera í milli í samanburði við önnur lönd. 13.6.2004 00:01
Bush eldri áttræður George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar sér að halda upp á 80 ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk um helgina.</font /> 13.6.2004 00:01
Danir rannsaka fangamisþyrmingar Dönsk hermálayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á ásökunum Dana, sem vann sem túlkur fyrir danska og bandaríska hermenn í Afganistan, þess efnis að hann hafi séð fanga pyntaða og myrta. Maðurinn sagði frá þessu skömmu eftir að myndir hófu að birtast af illvirkjum bandarískra hermanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. 13.6.2004 00:01
Krafðist sex milljóna í bætur Kjötvinnsla var sýknuð af rúmlega sex milljóna króna skaðabótakröfu, í Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna slyss sem fyrrverandi starfskona varð fyrir á vinnustaðnum. Konan steig á mottu í kjötvinnslunni sem rann undan fæti hennar þannig að hún skall af nokkru afli í gólfið á hægri öxl. Bæklunarlæknir segir konuna bera varanlegan skaða sökum fallsins. 13.6.2004 00:01
Íraskur ráðherra myrtur Bassam Salih Kubba, varautanríkisráðherra hinnar nýju Íraksstjórnar, var skotinn til bana á leið sinni til vinnu í gær. Talið er að stuðningsmenn Saddams Hussein hafi myrt hann. 13.6.2004 00:01
R-listinn að verða lítil klíka "Auðvitað er það áhyggjuefni að þreyta komi í samstarf sem er á þriðja kjörtímabili. Það er eitt stærsta verkefnið fyrir okkur sem starfa fyrir og styðja Reykjavíkurlistann að verða ekki valdþreytunni að bráð," segir Helgi Hjörvar þingmaður og einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Reykjavíkurlistans í helgarviðtali við Fréttablaðið í dag. 13.6.2004 00:01
Leitað að samverkamönnum Ekki er hægt að greina frá framvindu rannsóknar í máli ófrískrar konu á þrítugsaldri, sem handtekin var á föstudag með 5.005 E-töflur í bakpoka, þar sem hún er í einangrun, segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir rannsóknina beinast að því að upplýsa hverjir samverkamenn konunnar séu. 13.6.2004 00:01
Nóbelsverðlaunahafi styður Ástþór Oscar Arias Sanches, fyrrverandi forseti Kosta Ríka og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Ástþór Magnússon forsetaframbjóðanda. Sanches telur að vægi smáþjóða til að stuðla að friði sé heilmikið. 13.6.2004 00:01
Konur geta haft börn í fangelsi Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. 13.6.2004 00:01
Ætla að halda áfram árásum Háttsettur leiðtogi palestínsku Hamas-samtakanna, Mahmoud Zahar, sagði í gær að samtökin myndu halda áfram árásum sínum á Ísrael hvort sem Ísraelar drægju herlið sitt frá Gazaströndinni eða ekki. Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia heimsótti Gaza í gær til samráðsfundar við háttsetta heimamenn um framtíð svæðsins. 13.6.2004 00:01
Færeyingar elska pitsur Færeyingar hafa tekið miklu ástfóstri við pitsur og sódavatn og hefur færeyski landlæknirinn af þessu miklar áhyggjur enda hefur neysla á þessum vörum tífaldast á síðustu átta árum. Hann telur þýðingarmikið að koma á framfæri skilaboðum um skaðsemi þessarar neyslu og hefja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst. 13.6.2004 00:01
Kennaranámið lengt? Rektor Kennaraháskóla Íslands telur að huga beri að lengingu kennaranáms á Íslandi og færa það til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. 13.6.2004 00:01
Kjörsókn tvöfaldast í Bretlandi Tilraunir með póstatkvæðagreiðslu í bresku sveitarstjórnarkosningunum virðast hafa borið góðan árangur. Í það minnsta tvöfaldaðist kjörsókn á mörgum þeim svæðum þar sem hægt var að greiða atkvæði í pósti. Í norðvesturhluta landsins fór kjörsókn úr tæpum tuttugu prósentum í nær 40 prósent. 13.6.2004 00:01
Hringbraut í opinn stokk Tillagan felst í því að yfirborð Hringbrautar verði lækkað um þrjá til fjóra metra á um 600 metra löngum kafla sunnan Landspítala og Umferðarmiðstöðvar að áætluðum gatnamótum við Bústaðarveg og Njarðargötu. Þannig lægi umferðin í gegnum opin stokk sem mætti loka og byggja yfir ef byggingarétti yrði úthlutað við Hringbraut. 13.6.2004 00:01
Financial Times fjallar um Ísland Breska blaðið Financial Times gerði stóra fjölmiðlalagamálið á Íslandi að umfjöllunarefni í gær og sagði alvarlega stjórnskipunarkreppu ríkja í landinu. Raunar þá verstu á lýðveldistímanum, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar. 13.6.2004 00:01
Sex ára barn slasaðist Sex ára gamalt barn slasaðist lítillega þegar tveir bílar rákust á hvorn annan á Arnarnesvegi, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bílarnir að koma úr gagnstæðri átt og var annar að beygja af Reykjanesbraut inn á Arnarnesveg þegar slysið varð. Tvö börn voru farþegar í öðrum bílnum en ökumaður var einn í hinum. 13.6.2004 00:01
Keyrði út í tjörn Betur fór en á horfðist þegar bíll keyrði út í tjörn rétt fyrir utan Flateyri á fimmta tímanum í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði fór allur bíllinn í kaf og tókst ökumanninum með naumindum að koma sér út úr bílnum. Hann þykir hafa sloppið ótrúlega vel og er lítið lemstraður. 13.6.2004 00:01
Kostnaður hugsanlega ofmetinn Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. 13.6.2004 00:01
Guðrún Vera hlýtur styrk Guðrún Vera Hjartardóttir hlaut 250 þúsund króna styrk fyrir framlag sitt til myndlistar úr minningarsjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Sjóðnum er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna og var afhentur við opnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær. 13.6.2004 00:01
Hneyksli skekur stjórnvöld Fyrir þrettán árum síðan var sú ákvörðun tekin af áströlskum stjórnvöldum að láta almenning ekki vita að blóð í blóðbönkum á ákveðnum svæðum í landinu væri líklega sýkt af lifrarbólgu C. Afleiðingar þessa eru að yfir 20 þúsund manns hafa smitast af veirunni og eru aðeins átta þúsund þeirra enn á lífi. 13.6.2004 00:01
Dómur hjá Davíð og Jóni í dag Í dag verður kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður, kenndur við Skífuna, höfðaði gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir meiðyrði. 13.6.2004 00:01