Erlent

Gista ekki í Sádi-Arabíu

Áhafnir breska flugfélagsins British Airways munu ekki dvelja næturlangt í Sádi-Arabíu í tengslum við ferðir félagsins þangað. Félagið tilkynnti um þessa breytingu í gær en hún er tilkomin vegna árása íslamskra öfgamanna á útlendinga í landinu. BA hyggst ennfremur fella niður beint flug frá Lundúnum til Riyadh en mun þess í stað fljúga til Kúvæt. Þar munu áhafnir gista en fljúga svo að morgni til Sádí-Arabíu áður en haldið er heim á leið til Lundúna á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×