Erlent

Enginn fékk hreinan meirihluta

Þjóðernissinninn Tomislav Nikolic hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum í Serbíu og Svartfjallalandi sem fram fóru í gær. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut Nikolic rúmlega 30% atkvæða en helsti keppinautur hans, Boric Tadic úr flokki umbótasinna, var með rúmlega 27% fylgi. Ljóst er að kjósa þarf að nýju milli þeirra tveggja þar sem kjörinn forseti þarf að hafa 50% greiddra atkvæða á bak við sig. Mun síðari umferð forsetakosningana fara fram 27. júní. Milljarðamæringurinn Bogoljub Karic, sem er hliðhollur ríkissstjórn landsins, var þriðji með tæplega 19% atkvæða. Kjörsókn var um 45% og er búist við að staðfestar tölur um atkvæðaskiptingu liggi fyrir í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×