Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2023 07:00 Hafa rafræn samskipti þín eða makans valdið einhvers konar vandamálum í sambandinu? Getty Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar. Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira