Lífið

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Andri og David eru enn jafnlíkir þó þeir séu ekki jafnungir og þeir voru um aldamótin.
Andri og David eru enn jafnlíkir þó þeir séu ekki jafnungir og þeir voru um aldamótin.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Andri Snær er staddur á Sundance-hátíðinni vegna sýningar heimildarmyndarinnar Time and Water sem byggir á bók hans Um tímann og vatnið. Hann hefur greinilega rekist þar á tvífara sinn og birti mynd af þeim félögum á Facebook fyrr í dag. 

Þar rifjaði hann upp samanburðinn í Fókus frá janúar 2000 og skrifaði við færsluna slagorð sjónvarpsþáttanna X-Files: „The truth is out there“ en Duchovny lék aðalhlutverk sæfæþáttanna í ellefu þáttaraðir og var súperstjarna á tíunda áratugnum.

„Ég læt stjörnur alltaf vera en þegar David kom mátti ég til með að smell. Amma sagði alltaf að við værum líkir,“ sagði Andri þegar blaðamaður náði tali af honum, nýlega vöknuðum í Park City í Utah.

Kortersstopp á Skuggabarnum

„David Duchovny leikari og Andri Snær Magnason rithöfundur eru drengilegir menn að sjá. Augnsvipurinn er kíminn og óræður, auk þess sem þeir virðast oft hálfglottuleitir. Þetta eru menn með hátt enni, vel lagað nef og myndu báðir ganga út á Skuggabarnum eftir kortérsstopp,“ sagði í lýsingu á þeim félögum í Fókusi um árið.

„Þeir flagga báðir glaðlegu og allt að því barnslega sakleysislegu yflrbragði. Þetta yfirbragð væri tilvalið fyrir hvaða fermingarbarn sem er en fæst þeirra geta státað af því. Þau eru töluvert gráðugri á svipinn en félagarnir David og Andri,“ sagði einnig.

„Eitt atriði er þó ólíkt í útliti þeirra, þeir greiða toppinn hvor út í sinn vangann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.