Sport

Dag­skráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti

Aron Guðmundsson skrifar
Luke Littler getur ekki kvartað yfir peningamálum eftir tímamótasamning sem hann hefur nú gert við Target.
Luke Littler getur ekki kvartað yfir peningamálum eftir tímamótasamning sem hann hefur nú gert við Target. Getty/Warren Little

Hann er kannski rólegri en oft áður, mánudagurinn á sportrásum Sýnar, en þó eru skemmtilegir íþróttaviðburðir á dagskrá í dag og í kvöld. 

Klukkan fjögur á Sýn Sport Viaplay rásinni hefst bein útsending frá nýju pílukastmóti sem fram fer í Sádi-Arabíu, Saudi Arabia Darts Masters. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið en bestu pílukastarar í heimi, þar á meðal ríkjandi heimsmeistari síðustu tveggja ára, Luke Littler, taka þátt á mótinu.

Klukkan átta í kvöld hefst síðan eini leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar að Brighton tekur á móti Bournemouth. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. 

Þá ber að nefna að Körfuboltakvöld Extra verður á dagskrá Sýn Sport Íslands klukkan átta og klukkan fimm mínútur yfir nýju hefst bein útsending frá leik Avalanche og Capitals í NHL deildinni í íshokkí á Sýn Sport Viaplay. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×