Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2026 15:29 Mickey Rourke hefur farið illa að ráði sínu gegnum tíðina og er í töluverðu fjárhagslegu basli þessa tíðina. Getty Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Fregnir bárust af því sunnudaginn 4. janúar að stofnuð hefði verið söfnunarsíða fyrir bandaríska leikarann Mickey Rourke á GoFundMe vegna þess að hann horfði fram á að vera borinn út af heimili sínu í Beverly Grove í Los Angeles. Yfirlýst markmið söfnunarinnar var að safna 100 þúsund Bandaríkjadölum (um 12,5 milljónum) til að koma þaki yfir höfuð leikarans á ný. Að baki söfnuninni standa umboðsmaður Rourke, Kimberly Hines og aðstoðarmaður hennar, Liya-Joelle Jones, en í lýsingunni sagði að farið hefði verið í söfnunina með samþykki Rourke. Ósáttur við söfnunina Það er þó einhver maðkur í mysunni því hinn 73 ára Rourke brást við fregnum af söfnuninni með Instagram-myndbandi þar sem hann sagðist algjörlega mótfallinn henni. Rourke sagðist vera „undrandi“ og „ergilegur“ yfir því að söfnunin hefði farið í loftið og hann hefði enga vitneskju haft af henni fyrir það. Hvatti hann aðdáendur sína til að styrkja ekki söfnunina og sagðist ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn til að láta taka síðuna niður. View this post on Instagram A post shared by MICKEY ROURKE (@mickey_rourke_) „Ég myndi ekki gera þetta svona,“ sagði Rourke í myndbandi og lýsti því að sér þætti óþægilegt að biðja almenning og ókunnugt fólk um fjárhagslega aðstoð. Hann hefði leitað til vinar síns eftir aðstoð, sem væri gjörólíkt því að leita til ókunnugra. Jafnframt sagðist hann hafa eina manneskju grunaða um að hafa stofnað síðuna og vonaðist hann til að það væri ekki svo. Söfnun sem þessi væri niðurlægjandi. „Ef mig vantaði pening myndi ég ekki biðja um fokking ölmusu. Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér og taka í gikkinn,“ sagði hann um söfnunina. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um það hvað GoFundMe væri, hann lifði einföldu lífi og myndi aldrei leita til utanaðkomandi aðila á þennan máta. Rourke hefur verið að leigja þriggja herbergja íbúð í Beverly Grove í Los Angeles frá því í mars 2025. Leigan þar var upphaflega 5.200 dalir á mánuði áður en hún hækkaði upp í sjö þúsund dali. Á einhverjum tímapunkti hætti hann að greiða leiguna og vegna þess hefur leiguliði hans stefnt honum og krafist samningsslita. Rourke viðurkenndi einnig í myndbandinu að hann hefði ekki farið nógu vel að ráði sínu á ferli sínum og þurft að eyða áratugum í meðferð hjá sálfræðingi vegna skaðans sem hann olli sjálfum sér snemma á ferlinum. Hann væri ekki lengur sú útgáfa og sagðist hlakka til að fara aftur að leika. Rourke hafi víst vitað af söfnuninni En hvað er rétt í málinu, er Rourke að segja ósatt eða umboðsmaðurinn Kimberly Hines? Fyrr í dag ræddi Hines einmitt við Hollywood Reporter um söfnunina, myndband Rourke og stöðu mála. „Á síðustu 48 klukkutímum fluttum við hann út úr húsi sínu, komum honum fyrir á [hóteli í West Hollywood]. GoFundMe-síðan var gerð fyrir Mickey og peningurinn fer til hans. Hann fer ekki til mín. Og ef Mickey vill ekki peninginn núna og segir: „Ég vil ekki hjálp, þetta er ölmusa,“ þá verður peningnum skilað,“ sagði Hines. Hún sagðist hafa kynnt hugmyndina um söfnunina fyrir Mickey en hann greinilega ekki skilið hana almennilega. Þau hefðu sömuleiðis ekki átt von á því að hún myndi vekja þessi miklu viðbrögð. „Það er enginn að reyna að hagnast á Mickey. Mig langar að hann fái vinnu, ég vil ekki að hann sé á GoFundMe. Það góða við þetta er að hann hefur fengið fjögur kvikmyndatilboð frá því í gær. Fólk er farið að senda honum póst með tilboðum sem er frábært því lengi vel hafði enginn samband,“ sagði hún jafnframt. Hines sagði að ástandið í leiguíbúð hefði verið svo slæmt vegna myglu og niðurníslu að það væri gott að leikarinn væri laus þaðan. Flestöll húsgögnin væru ónothæf eða skemmd og þau hefðu ferjað föt Rourke á nýjan stað. Næst á dagskrá væri að koma Rourke fyrir og að hjálpa honum að koma skikki á fjármálin. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Hundar í sokkabuxum Harmageddon Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Fregnir bárust af því sunnudaginn 4. janúar að stofnuð hefði verið söfnunarsíða fyrir bandaríska leikarann Mickey Rourke á GoFundMe vegna þess að hann horfði fram á að vera borinn út af heimili sínu í Beverly Grove í Los Angeles. Yfirlýst markmið söfnunarinnar var að safna 100 þúsund Bandaríkjadölum (um 12,5 milljónum) til að koma þaki yfir höfuð leikarans á ný. Að baki söfnuninni standa umboðsmaður Rourke, Kimberly Hines og aðstoðarmaður hennar, Liya-Joelle Jones, en í lýsingunni sagði að farið hefði verið í söfnunina með samþykki Rourke. Ósáttur við söfnunina Það er þó einhver maðkur í mysunni því hinn 73 ára Rourke brást við fregnum af söfnuninni með Instagram-myndbandi þar sem hann sagðist algjörlega mótfallinn henni. Rourke sagðist vera „undrandi“ og „ergilegur“ yfir því að söfnunin hefði farið í loftið og hann hefði enga vitneskju haft af henni fyrir það. Hvatti hann aðdáendur sína til að styrkja ekki söfnunina og sagðist ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn til að láta taka síðuna niður. View this post on Instagram A post shared by MICKEY ROURKE (@mickey_rourke_) „Ég myndi ekki gera þetta svona,“ sagði Rourke í myndbandi og lýsti því að sér þætti óþægilegt að biðja almenning og ókunnugt fólk um fjárhagslega aðstoð. Hann hefði leitað til vinar síns eftir aðstoð, sem væri gjörólíkt því að leita til ókunnugra. Jafnframt sagðist hann hafa eina manneskju grunaða um að hafa stofnað síðuna og vonaðist hann til að það væri ekki svo. Söfnun sem þessi væri niðurlægjandi. „Ef mig vantaði pening myndi ég ekki biðja um fokking ölmusu. Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér og taka í gikkinn,“ sagði hann um söfnunina. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um það hvað GoFundMe væri, hann lifði einföldu lífi og myndi aldrei leita til utanaðkomandi aðila á þennan máta. Rourke hefur verið að leigja þriggja herbergja íbúð í Beverly Grove í Los Angeles frá því í mars 2025. Leigan þar var upphaflega 5.200 dalir á mánuði áður en hún hækkaði upp í sjö þúsund dali. Á einhverjum tímapunkti hætti hann að greiða leiguna og vegna þess hefur leiguliði hans stefnt honum og krafist samningsslita. Rourke viðurkenndi einnig í myndbandinu að hann hefði ekki farið nógu vel að ráði sínu á ferli sínum og þurft að eyða áratugum í meðferð hjá sálfræðingi vegna skaðans sem hann olli sjálfum sér snemma á ferlinum. Hann væri ekki lengur sú útgáfa og sagðist hlakka til að fara aftur að leika. Rourke hafi víst vitað af söfnuninni En hvað er rétt í málinu, er Rourke að segja ósatt eða umboðsmaðurinn Kimberly Hines? Fyrr í dag ræddi Hines einmitt við Hollywood Reporter um söfnunina, myndband Rourke og stöðu mála. „Á síðustu 48 klukkutímum fluttum við hann út úr húsi sínu, komum honum fyrir á [hóteli í West Hollywood]. GoFundMe-síðan var gerð fyrir Mickey og peningurinn fer til hans. Hann fer ekki til mín. Og ef Mickey vill ekki peninginn núna og segir: „Ég vil ekki hjálp, þetta er ölmusa,“ þá verður peningnum skilað,“ sagði Hines. Hún sagðist hafa kynnt hugmyndina um söfnunina fyrir Mickey en hann greinilega ekki skilið hana almennilega. Þau hefðu sömuleiðis ekki átt von á því að hún myndi vekja þessi miklu viðbrögð. „Það er enginn að reyna að hagnast á Mickey. Mig langar að hann fái vinnu, ég vil ekki að hann sé á GoFundMe. Það góða við þetta er að hann hefur fengið fjögur kvikmyndatilboð frá því í gær. Fólk er farið að senda honum póst með tilboðum sem er frábært því lengi vel hafði enginn samband,“ sagði hún jafnframt. Hines sagði að ástandið í leiguíbúð hefði verið svo slæmt vegna myglu og niðurníslu að það væri gott að leikarinn væri laus þaðan. Flestöll húsgögnin væru ónothæf eða skemmd og þau hefðu ferjað föt Rourke á nýjan stað. Næst á dagskrá væri að koma Rourke fyrir og að hjálpa honum að koma skikki á fjármálin.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Hundar í sokkabuxum Harmageddon Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“