Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2025 23:31 Helena Hafþórsdóttir var Ungfrú Ísland 2025. Arnór Trausti Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem ber titilinn Ungfrú Ísland lýsir því nú yfir að hún hafi rofið öll tengsl við keppnina og muni ekki tengjast henni á neinn máta frá og með deginum í dag. Hún segir að hún hafi verið skráð úr keppni í Taílandi í hennar óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tvítugri fegurðardrottningunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Vísir hefur ekki náð tali af Manuelu Ósk Harðardóttur framkvæmdastýru keppninnar vegna málsins. Greint var frá því í byrjun nóvember að Helena hefði dregið sig úr keppni í Taílandi vegna veikinda. „Hér með lýsi ég yfir að ég mun ekki starfa lengur með Ungfrú Ísland, MUI ehf. og mun ekki tengjast Ungfrú Ísland á neinn máta frá og með deginum í dag. Ég hef verið sett í ómögulegar aðstæður og sé enga aðra leið en að afþakka boð MUI ehf. um að greiða „sekt“ fyrir að fá að halda áfram að starfa fyrir samtökin og halda titlinum Ungfrú Ísland 2025,“ skrifar Helena meðal annars á Instagram. Hún rifjar í færslunni upp að hún hafi þann 3. apríl hlotið nafnbótina Ungfrú Ísland og þar með titilinn Miss Universe Iceland sem hafi veitt henni keppnisrétt í Miss Universe keppninni sem haldin var þann 21. nóvember 2025. Helena segist hafa undirbúið sig mánuðum saman fyrir keppnina. Helena hlaut krúnuna í Gamla bíó á sínum tíma í vor. Fékk alvarlega matareitrun „Eftir að ég vann titilinn vann ég hörðum höndum að því að undirbúa mig fyrir keppnina úti, auk þess sem ég sinnti skyldum mínum fyrir Ungfrú Ísland samtökin eins og óskað var eftir. Ég var afar spennt að koma til Taílands, en því miður breyttust aðstæður snögglega, þegar ég fékk alvarlega matareitrun, og var í framhaldinu tekin úr keppni.“ Helena segir að Manuela Ósk hafi einhliða ákveðið að taka hana úr keppni. „Mér er nú sagt að það sé alfarið mín sök að hafa ekki keppt í Miss Universe og að ég þurfi að greiða fyrir það, hvort sem ég held áfram eða hætti. Mér finnst það afar sérkennilegt þar sem ég barðist fyrir heilsu minni og barðist fyrir því að halda mér inni í keppninni, á þeim tíma sem þau afskráðu mig úr keppni í mína óþökk.“ Hún segir að hún hafi nýverið mætt á fund þar sem henni hafi verið sagt að hún þyrfti að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland. „Eða ella greiða fyrir að afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum, sem ég tel afar einhliða og ósanngjarna, get ég ekki lengur setið undir þessari framkomu. Ég tel að með þessu hafi samtökin brotið á samningi okkar, ekki aðeins með því að svipta mig tækifærinu sem ég hafði sannarlega unnið fyrir með því að sigra Ungfrú Ísland 2025, heldur einnig með því að krefjast greiðslna fyrir að halda titlinum Ungfrú Ísland 2025, sem hvergi kemur fram í samningi. Helena segir þetta hafa verið gert þrátt fyrir að hún hefði látið Ungfrú Ísland vita að hún vildi ná bata til að geta keppt, þrátt fyrir að hún hefði gert samkomulag við Miss Universe Organization um að fá tíma til að ná sér og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu sinnar til framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands um að leyfa henni að ná bata svo hún hefði einhverja möguleika á að keppa. „Þetta var meira en tveimur vikum fyrir sjálfa keppnina sem hefði átt að vera nægur tími til að ná bata, en ég var engu að síður svipt tækifærinu, þar sem MUI ehf. vildi svipta mig titlinum og senda út annan fulltrúa.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Hafþórsdóttir O'Connor (@helenaoc) Hafi verið meinað að tjá sig um eigin heilsu Helena segir í færslu sinni að hún hafi orðið bjartsýn á að geta náð bata og geta kept, sérstaklega eftir að Miss Universe Organization fullvissaði hana um að hún gæti fengið tíma til að ná heilsu. Það hafi því verið mikið áfall þegar framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland hafi sagt henni að hún hefði tekið hana úr keppni. „Í kjölfarið var mér bannað að tala um eða birta neitt um veikindin mín og bannað að nefna að ég væri smám saman að ná bata. Mér var bannað að svara skilaboðum og jafnvel bannað að segja nánustu vinum mínum frá minni reynslu. Ungfrú Ísland hafði samráð við mig um formlegu yfirlýsinguna vegna fráhvarfs míns úr keppninni, en aftur á móti undirbjuggu þau yfirlýsingu þar sem fram kom að ég hefði sjálf dregið mig úr keppni, sem ég mótmælti þar sem það var ekki raunveruleikinn.“ Helena segist enn hafa verið mjög veik á þeim tíma en endað á að segja þeim að gera það sem þau töldu best, en segist hafa beðið þau um að taka fram að hún glímdi við alvarleg veikindi. „Ég get með engu móti starfað áfram við þessar aðstæður og neita að láta þagga niður í mér. Að auki get ég ekki með góðri samvisku kynnt næstu Ungfrú Ísland til leiks að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að þola. Að vera Ungfrú Ísland er ólaunað starf sem krefst mikillar vinnu og fjárútláta, en ég neita að tapa einnig minni sjálfsvirðingu.“ Tilkynning Helenu í heild sinni: Hér með lýsi ég yfir að ég mun ekki starfa lengur með Ungfrú Ísland, MUI ehf. og mun ekki tengjast Ungfrú Ísland á neinn máta frá og með deginum í dag. Ég hef verið sett í ómögulegar aðstæður og sé enga aðra leið en að afþakka boð MUI ehf. um að greiða „sekt“ fyrir að fá að halda áfram að starfa fyrir samtökin og halda titlinum Ungfrú Ísland 2025. Samningurinn er því rifinn frá og með deginum í dag á grundvelli vanefnda MUI ehf. og lögmaður minn hefur sent MUI ehf. erindi þess efnis. Þann 3. apríl 2025 vann ég titilinn Ungfrú Ísland 2025 og titilinn Miss Universe Iceland, sem veitir mér keppnisrétt í Miss Universe keppninni sem haldin var í Taílandi þann 21. nóvember 2025. Ég undirbjó mig mánuðum saman fyrir Ungfrú Ísland keppnina, þar sem ég var staðráðin í að gera allt sem ég gæti til þess að geta keppt í Miss Universe, sem átti að vera vettvangur til að styrkja konur, upplyfting fyrir lífstíð og tækifæri til að kynna ótrúlegum konum alls staðar að úr heiminum. Eftir að ég vann titilinn vann ég hörðum höndum að því að undirbúa mig fyrir keppnina úti, auk þess sem ég sinnti skyldum mínum fyrir Ungfrú Ísland samtökin eins og óskað var eftir. Ég var afar spennt að koma til Taílands, en því miður breyttust aðstæður snögglega, þegar ég fékk alvarlega matareitrun, og var í framhaldinu tekin úr keppni. Þessi atburður átti sér stað á mjög viðburðaríkum tíma í keppninni. Á meðan ég lá á sjúkrahúsi varð uppákoma milli Miss Mexico og Mr. Nawat Itsaragrisil, og Miss Universe Victoria Kjær yfirgaf viðburðinn. Mikil óvissa var uppi um framhaldið en Miss Universe Organization sendi út fjölmiðlayfirlýsingar um að hlutirnir yrðu lagaðir í þeirra vettvangi. Þessi yfirlýsing fjallaði þó ekki um þau atvik eða annað sem gerðist hjá Miss Universe, heldur samstarf mitt við Ungfrú Ísland eftir að framkvæmdastjóri ákvað einhliða að taka mig úr keppninni. Mér er nú sagt að það sé alfarið mín sök að hafa ekki keppt í Miss Universe og að ég þurfi að greiða fyrir það, hvort sem ég held áfram eða hætti. Mér finnst það afar sérkennilegt þar sem ég barðist fyrir heilsu minni og barðist fyrir því að halda mér inni í keppninni, á þeim tíma sem þau afskráðu mig úr keppni í mína óþökk. Í meira en heilan mánuð hef ég nú þagað um það sem gekk á og allan þann tíma gert allt sem Ungfrú Ísland hefur beðið mig um. Eftir að ég kom heim vissi ég ekki hvernig málin myndu þróast, en eftir undirlagðan fund nýverið þar sem mér var sagt að ég þyrfti að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland 2025, eða ella greiða fyrir að afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum, sem ég tel afar einhliða og ósanngjarna, get ég ekki lengur setið undir þessari framkomu. Ég tel að með þessu hafi samtökin brotið á samningi okkar, ekki aðeins með því að svipta mig tækifærinu sem ég hafði sannarlega unnið fyrir með því að sigra Ungfrú Ísland 2025, heldur einnig með því að krefjast greiðslna fyrir að halda titlinum Ungfrú Ísland 2025, sem hvergi kemur fram í samningi. Þetta var gert þrátt fyrir að ég hefði látið Ungfrú Ísland vita að ég vildi ná bata til að geta keppt, þrátt fyrir að ég hefði gert samkomulag við Miss Universe Organization um að fá tíma til að ná mér og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu minnar til framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands um að leyfa mér að ná bata svo ég hefði einhverja möguleika á að keppa. Þetta var meira en tveimur vikum fyrir sjálfa keppnina sem hefði átt að vera nægur tími til að ná bata, en ég var engu að síður svipt tækifærinu, þar sem MUI ehf. vildi svipta mig titlinum og senda út annan fulltrúa. Ég hélt raunverulega að þessi samtök stæðu fyrir það að styrkja konur og valdefla, systurleg og um að nota rödd sína. Eftir þessa reynslu tel ég svo ekki vera. Ég tel að mér sé refsað fyrir að benda á að aðstæður á keppnisstaðnum væru ekki í samræmi við þeirra eigin samninga. Ég upplifði að keppendur væru ekki í öruggu umhverfi, þar sem engin öryggisgæsla sátu og ekkert aðstoðarfólk var til staðar þessa fyrstu daga, sem gerði það að verkum að einfaldustu atriði eins og að nálgast vatn reyndist vandamál, þar sem strangar reglur gilda um það hvort og hvenær keppendur mega yfirgefa herbergi sín. Það höfðu komið upp tvö alvarleg lögregluatvik á hótelinu og maturinn reyndist ekki öruggur. Eftir því sem mér sem hrakaði, vissi ég ekki hvort ég myndi geta keppt fyrir hönd Íslands en eftir að hafa fengið meðferð á sjúkrahúsi varð ég bjartsýn á að ég gæti náð bata og klárað ferlið, sérstaklega eftir að Miss Universe Organization fullvissaði mig um að ég gæti fengið tíma til að ná heilsu. Það var því mikið áfall þegar framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands sagði mér að hún hefði tekið mig úr keppninni, þegar ég var að bíða eftir svara frá fulltrúa Miss Universe Organization. Mér fannst það ekki vera genginn kostur að taka sjálf þessa ákvörðun á þeim tíma þar sem ég var veik til að berjast gegn ákvörðun þeirra og eftir þetta áfall þurfti ég einfaldlega að nota alla mína krafta til þess að ná mér. Í kjölfarið var mér bannað að tala um eða birta neitt um veikindin mín og bannað að nefna að ég væri smám saman að ná bata. Mér var bannað að svara skilaboðum og jafnvel bannað að segja nánustu vinum mínum frá minni reynslu. Ungfrú Ísland hafði samráð við mig um formlegu yfirlýsinguna vegna fráhvarfs míns úr keppninni, en aftur á móti undirbjuggu þau yfirlýsingu þar sem fram kom að ég hefði sjálf dregið mig úr keppni, sem ég mótmælti þar sem það var ekki raunveruleikinn. Ég var enn mjög veik á þeim tíma, en endaði á að segja þeim að gera það sem þau teldu best, en bað um að það kæmi fram að ég glímdi við alvarleg veikindi. Á þeim tíma vissi ég enn ekki hvenær ég myndi ná bata, auk þess sem þetta tækifæri var þegar glatað. Ég get með engu móti starfað áfram við þessar aðstæður og neita að láta þagga niður í mér. Að auki get ég með góðri samvisku kynnt næstu Ungfrú Ísland til leiks að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að þola. Að vera Ungfrú Ísland er ólaunað starf sem krefst mikillar vinnu og fjárútláta, en ég neita að tapa einnig minni sjálfsvirðingu. Mér þykir afar sárt og leiðinlegt hvernig málin hafa þróast. Ég er þakklát fjölskyldu minni fyrir að grípa mig á raunastund. Ég þakka innilega öllum þeim sem hafa hjálpað mér og stutt mig í gegnum þetta ferli og haft trú á mér. Sá stuðningur hefur verið ómetanlegur. Mér þykir afar leitt að hafa ekki getað uppfyllt skyldur mínar gagnvart styrktaraðilum á stóra sviðinu vegna þessara óheppilegu atburða og bið þá innilega afsökunar. Ég þakka hjartanlega öllum þeim sem höfðu samband við mig meðan ég var veik og biðst velvirðingar á að hafa ekki getað svarað þeim á þeim tíma. Svona samkeppnir eru sérstaklega vettvangur og geta verið algjör draumur og boðið upp á ýmis tækifæri ef þær eru byggðar á virðingu. Ég er afar þakklát fyrir allt yndislega fólkið sem ég hef kynnst á þessari vegferð og trúi enn að það sé hægt að skapa tækifæri fyrir konur til að styrkja sig og byggja upp vináttu og systraþel. Hins vegar vil ég að aðvarar allar þær sem vilja feta þessa leið, að sýna varúð. Það getur leitt af sér meiri sársauka en hægt er að gera sér í hugarlund, jafnvel óvæntustu átt. Þrátt fyrir allt er ég bjartsýn um að ný tækifæri bíði mín einhvers staðar. Með ást og virðingu, Reykjavík, 15. desember 2025 Helena Hafþórsdóttir O’Connor Ungfrú Ísland Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tvítugri fegurðardrottningunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Vísir hefur ekki náð tali af Manuelu Ósk Harðardóttur framkvæmdastýru keppninnar vegna málsins. Greint var frá því í byrjun nóvember að Helena hefði dregið sig úr keppni í Taílandi vegna veikinda. „Hér með lýsi ég yfir að ég mun ekki starfa lengur með Ungfrú Ísland, MUI ehf. og mun ekki tengjast Ungfrú Ísland á neinn máta frá og með deginum í dag. Ég hef verið sett í ómögulegar aðstæður og sé enga aðra leið en að afþakka boð MUI ehf. um að greiða „sekt“ fyrir að fá að halda áfram að starfa fyrir samtökin og halda titlinum Ungfrú Ísland 2025,“ skrifar Helena meðal annars á Instagram. Hún rifjar í færslunni upp að hún hafi þann 3. apríl hlotið nafnbótina Ungfrú Ísland og þar með titilinn Miss Universe Iceland sem hafi veitt henni keppnisrétt í Miss Universe keppninni sem haldin var þann 21. nóvember 2025. Helena segist hafa undirbúið sig mánuðum saman fyrir keppnina. Helena hlaut krúnuna í Gamla bíó á sínum tíma í vor. Fékk alvarlega matareitrun „Eftir að ég vann titilinn vann ég hörðum höndum að því að undirbúa mig fyrir keppnina úti, auk þess sem ég sinnti skyldum mínum fyrir Ungfrú Ísland samtökin eins og óskað var eftir. Ég var afar spennt að koma til Taílands, en því miður breyttust aðstæður snögglega, þegar ég fékk alvarlega matareitrun, og var í framhaldinu tekin úr keppni.“ Helena segir að Manuela Ósk hafi einhliða ákveðið að taka hana úr keppni. „Mér er nú sagt að það sé alfarið mín sök að hafa ekki keppt í Miss Universe og að ég þurfi að greiða fyrir það, hvort sem ég held áfram eða hætti. Mér finnst það afar sérkennilegt þar sem ég barðist fyrir heilsu minni og barðist fyrir því að halda mér inni í keppninni, á þeim tíma sem þau afskráðu mig úr keppni í mína óþökk.“ Hún segir að hún hafi nýverið mætt á fund þar sem henni hafi verið sagt að hún þyrfti að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland. „Eða ella greiða fyrir að afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum, sem ég tel afar einhliða og ósanngjarna, get ég ekki lengur setið undir þessari framkomu. Ég tel að með þessu hafi samtökin brotið á samningi okkar, ekki aðeins með því að svipta mig tækifærinu sem ég hafði sannarlega unnið fyrir með því að sigra Ungfrú Ísland 2025, heldur einnig með því að krefjast greiðslna fyrir að halda titlinum Ungfrú Ísland 2025, sem hvergi kemur fram í samningi. Helena segir þetta hafa verið gert þrátt fyrir að hún hefði látið Ungfrú Ísland vita að hún vildi ná bata til að geta keppt, þrátt fyrir að hún hefði gert samkomulag við Miss Universe Organization um að fá tíma til að ná sér og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu sinnar til framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands um að leyfa henni að ná bata svo hún hefði einhverja möguleika á að keppa. „Þetta var meira en tveimur vikum fyrir sjálfa keppnina sem hefði átt að vera nægur tími til að ná bata, en ég var engu að síður svipt tækifærinu, þar sem MUI ehf. vildi svipta mig titlinum og senda út annan fulltrúa.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Hafþórsdóttir O'Connor (@helenaoc) Hafi verið meinað að tjá sig um eigin heilsu Helena segir í færslu sinni að hún hafi orðið bjartsýn á að geta náð bata og geta kept, sérstaklega eftir að Miss Universe Organization fullvissaði hana um að hún gæti fengið tíma til að ná heilsu. Það hafi því verið mikið áfall þegar framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland hafi sagt henni að hún hefði tekið hana úr keppni. „Í kjölfarið var mér bannað að tala um eða birta neitt um veikindin mín og bannað að nefna að ég væri smám saman að ná bata. Mér var bannað að svara skilaboðum og jafnvel bannað að segja nánustu vinum mínum frá minni reynslu. Ungfrú Ísland hafði samráð við mig um formlegu yfirlýsinguna vegna fráhvarfs míns úr keppninni, en aftur á móti undirbjuggu þau yfirlýsingu þar sem fram kom að ég hefði sjálf dregið mig úr keppni, sem ég mótmælti þar sem það var ekki raunveruleikinn.“ Helena segist enn hafa verið mjög veik á þeim tíma en endað á að segja þeim að gera það sem þau töldu best, en segist hafa beðið þau um að taka fram að hún glímdi við alvarleg veikindi. „Ég get með engu móti starfað áfram við þessar aðstæður og neita að láta þagga niður í mér. Að auki get ég ekki með góðri samvisku kynnt næstu Ungfrú Ísland til leiks að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að þola. Að vera Ungfrú Ísland er ólaunað starf sem krefst mikillar vinnu og fjárútláta, en ég neita að tapa einnig minni sjálfsvirðingu.“ Tilkynning Helenu í heild sinni: Hér með lýsi ég yfir að ég mun ekki starfa lengur með Ungfrú Ísland, MUI ehf. og mun ekki tengjast Ungfrú Ísland á neinn máta frá og með deginum í dag. Ég hef verið sett í ómögulegar aðstæður og sé enga aðra leið en að afþakka boð MUI ehf. um að greiða „sekt“ fyrir að fá að halda áfram að starfa fyrir samtökin og halda titlinum Ungfrú Ísland 2025. Samningurinn er því rifinn frá og með deginum í dag á grundvelli vanefnda MUI ehf. og lögmaður minn hefur sent MUI ehf. erindi þess efnis. Þann 3. apríl 2025 vann ég titilinn Ungfrú Ísland 2025 og titilinn Miss Universe Iceland, sem veitir mér keppnisrétt í Miss Universe keppninni sem haldin var í Taílandi þann 21. nóvember 2025. Ég undirbjó mig mánuðum saman fyrir Ungfrú Ísland keppnina, þar sem ég var staðráðin í að gera allt sem ég gæti til þess að geta keppt í Miss Universe, sem átti að vera vettvangur til að styrkja konur, upplyfting fyrir lífstíð og tækifæri til að kynna ótrúlegum konum alls staðar að úr heiminum. Eftir að ég vann titilinn vann ég hörðum höndum að því að undirbúa mig fyrir keppnina úti, auk þess sem ég sinnti skyldum mínum fyrir Ungfrú Ísland samtökin eins og óskað var eftir. Ég var afar spennt að koma til Taílands, en því miður breyttust aðstæður snögglega, þegar ég fékk alvarlega matareitrun, og var í framhaldinu tekin úr keppni. Þessi atburður átti sér stað á mjög viðburðaríkum tíma í keppninni. Á meðan ég lá á sjúkrahúsi varð uppákoma milli Miss Mexico og Mr. Nawat Itsaragrisil, og Miss Universe Victoria Kjær yfirgaf viðburðinn. Mikil óvissa var uppi um framhaldið en Miss Universe Organization sendi út fjölmiðlayfirlýsingar um að hlutirnir yrðu lagaðir í þeirra vettvangi. Þessi yfirlýsing fjallaði þó ekki um þau atvik eða annað sem gerðist hjá Miss Universe, heldur samstarf mitt við Ungfrú Ísland eftir að framkvæmdastjóri ákvað einhliða að taka mig úr keppninni. Mér er nú sagt að það sé alfarið mín sök að hafa ekki keppt í Miss Universe og að ég þurfi að greiða fyrir það, hvort sem ég held áfram eða hætti. Mér finnst það afar sérkennilegt þar sem ég barðist fyrir heilsu minni og barðist fyrir því að halda mér inni í keppninni, á þeim tíma sem þau afskráðu mig úr keppni í mína óþökk. Í meira en heilan mánuð hef ég nú þagað um það sem gekk á og allan þann tíma gert allt sem Ungfrú Ísland hefur beðið mig um. Eftir að ég kom heim vissi ég ekki hvernig málin myndu þróast, en eftir undirlagðan fund nýverið þar sem mér var sagt að ég þyrfti að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland 2025, eða ella greiða fyrir að afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum, sem ég tel afar einhliða og ósanngjarna, get ég ekki lengur setið undir þessari framkomu. Ég tel að með þessu hafi samtökin brotið á samningi okkar, ekki aðeins með því að svipta mig tækifærinu sem ég hafði sannarlega unnið fyrir með því að sigra Ungfrú Ísland 2025, heldur einnig með því að krefjast greiðslna fyrir að halda titlinum Ungfrú Ísland 2025, sem hvergi kemur fram í samningi. Þetta var gert þrátt fyrir að ég hefði látið Ungfrú Ísland vita að ég vildi ná bata til að geta keppt, þrátt fyrir að ég hefði gert samkomulag við Miss Universe Organization um að fá tíma til að ná mér og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu minnar til framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands um að leyfa mér að ná bata svo ég hefði einhverja möguleika á að keppa. Þetta var meira en tveimur vikum fyrir sjálfa keppnina sem hefði átt að vera nægur tími til að ná bata, en ég var engu að síður svipt tækifærinu, þar sem MUI ehf. vildi svipta mig titlinum og senda út annan fulltrúa. Ég hélt raunverulega að þessi samtök stæðu fyrir það að styrkja konur og valdefla, systurleg og um að nota rödd sína. Eftir þessa reynslu tel ég svo ekki vera. Ég tel að mér sé refsað fyrir að benda á að aðstæður á keppnisstaðnum væru ekki í samræmi við þeirra eigin samninga. Ég upplifði að keppendur væru ekki í öruggu umhverfi, þar sem engin öryggisgæsla sátu og ekkert aðstoðarfólk var til staðar þessa fyrstu daga, sem gerði það að verkum að einfaldustu atriði eins og að nálgast vatn reyndist vandamál, þar sem strangar reglur gilda um það hvort og hvenær keppendur mega yfirgefa herbergi sín. Það höfðu komið upp tvö alvarleg lögregluatvik á hótelinu og maturinn reyndist ekki öruggur. Eftir því sem mér sem hrakaði, vissi ég ekki hvort ég myndi geta keppt fyrir hönd Íslands en eftir að hafa fengið meðferð á sjúkrahúsi varð ég bjartsýn á að ég gæti náð bata og klárað ferlið, sérstaklega eftir að Miss Universe Organization fullvissaði mig um að ég gæti fengið tíma til að ná heilsu. Það var því mikið áfall þegar framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands sagði mér að hún hefði tekið mig úr keppninni, þegar ég var að bíða eftir svara frá fulltrúa Miss Universe Organization. Mér fannst það ekki vera genginn kostur að taka sjálf þessa ákvörðun á þeim tíma þar sem ég var veik til að berjast gegn ákvörðun þeirra og eftir þetta áfall þurfti ég einfaldlega að nota alla mína krafta til þess að ná mér. Í kjölfarið var mér bannað að tala um eða birta neitt um veikindin mín og bannað að nefna að ég væri smám saman að ná bata. Mér var bannað að svara skilaboðum og jafnvel bannað að segja nánustu vinum mínum frá minni reynslu. Ungfrú Ísland hafði samráð við mig um formlegu yfirlýsinguna vegna fráhvarfs míns úr keppninni, en aftur á móti undirbjuggu þau yfirlýsingu þar sem fram kom að ég hefði sjálf dregið mig úr keppni, sem ég mótmælti þar sem það var ekki raunveruleikinn. Ég var enn mjög veik á þeim tíma, en endaði á að segja þeim að gera það sem þau teldu best, en bað um að það kæmi fram að ég glímdi við alvarleg veikindi. Á þeim tíma vissi ég enn ekki hvenær ég myndi ná bata, auk þess sem þetta tækifæri var þegar glatað. Ég get með engu móti starfað áfram við þessar aðstæður og neita að láta þagga niður í mér. Að auki get ég með góðri samvisku kynnt næstu Ungfrú Ísland til leiks að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að þola. Að vera Ungfrú Ísland er ólaunað starf sem krefst mikillar vinnu og fjárútláta, en ég neita að tapa einnig minni sjálfsvirðingu. Mér þykir afar sárt og leiðinlegt hvernig málin hafa þróast. Ég er þakklát fjölskyldu minni fyrir að grípa mig á raunastund. Ég þakka innilega öllum þeim sem hafa hjálpað mér og stutt mig í gegnum þetta ferli og haft trú á mér. Sá stuðningur hefur verið ómetanlegur. Mér þykir afar leitt að hafa ekki getað uppfyllt skyldur mínar gagnvart styrktaraðilum á stóra sviðinu vegna þessara óheppilegu atburða og bið þá innilega afsökunar. Ég þakka hjartanlega öllum þeim sem höfðu samband við mig meðan ég var veik og biðst velvirðingar á að hafa ekki getað svarað þeim á þeim tíma. Svona samkeppnir eru sérstaklega vettvangur og geta verið algjör draumur og boðið upp á ýmis tækifæri ef þær eru byggðar á virðingu. Ég er afar þakklát fyrir allt yndislega fólkið sem ég hef kynnst á þessari vegferð og trúi enn að það sé hægt að skapa tækifæri fyrir konur til að styrkja sig og byggja upp vináttu og systraþel. Hins vegar vil ég að aðvarar allar þær sem vilja feta þessa leið, að sýna varúð. Það getur leitt af sér meiri sársauka en hægt er að gera sér í hugarlund, jafnvel óvæntustu átt. Þrátt fyrir allt er ég bjartsýn um að ný tækifæri bíði mín einhvers staðar. Með ást og virðingu, Reykjavík, 15. desember 2025 Helena Hafþórsdóttir O’Connor
Tilkynning Helenu í heild sinni: Hér með lýsi ég yfir að ég mun ekki starfa lengur með Ungfrú Ísland, MUI ehf. og mun ekki tengjast Ungfrú Ísland á neinn máta frá og með deginum í dag. Ég hef verið sett í ómögulegar aðstæður og sé enga aðra leið en að afþakka boð MUI ehf. um að greiða „sekt“ fyrir að fá að halda áfram að starfa fyrir samtökin og halda titlinum Ungfrú Ísland 2025. Samningurinn er því rifinn frá og með deginum í dag á grundvelli vanefnda MUI ehf. og lögmaður minn hefur sent MUI ehf. erindi þess efnis. Þann 3. apríl 2025 vann ég titilinn Ungfrú Ísland 2025 og titilinn Miss Universe Iceland, sem veitir mér keppnisrétt í Miss Universe keppninni sem haldin var í Taílandi þann 21. nóvember 2025. Ég undirbjó mig mánuðum saman fyrir Ungfrú Ísland keppnina, þar sem ég var staðráðin í að gera allt sem ég gæti til þess að geta keppt í Miss Universe, sem átti að vera vettvangur til að styrkja konur, upplyfting fyrir lífstíð og tækifæri til að kynna ótrúlegum konum alls staðar að úr heiminum. Eftir að ég vann titilinn vann ég hörðum höndum að því að undirbúa mig fyrir keppnina úti, auk þess sem ég sinnti skyldum mínum fyrir Ungfrú Ísland samtökin eins og óskað var eftir. Ég var afar spennt að koma til Taílands, en því miður breyttust aðstæður snögglega, þegar ég fékk alvarlega matareitrun, og var í framhaldinu tekin úr keppni. Þessi atburður átti sér stað á mjög viðburðaríkum tíma í keppninni. Á meðan ég lá á sjúkrahúsi varð uppákoma milli Miss Mexico og Mr. Nawat Itsaragrisil, og Miss Universe Victoria Kjær yfirgaf viðburðinn. Mikil óvissa var uppi um framhaldið en Miss Universe Organization sendi út fjölmiðlayfirlýsingar um að hlutirnir yrðu lagaðir í þeirra vettvangi. Þessi yfirlýsing fjallaði þó ekki um þau atvik eða annað sem gerðist hjá Miss Universe, heldur samstarf mitt við Ungfrú Ísland eftir að framkvæmdastjóri ákvað einhliða að taka mig úr keppninni. Mér er nú sagt að það sé alfarið mín sök að hafa ekki keppt í Miss Universe og að ég þurfi að greiða fyrir það, hvort sem ég held áfram eða hætti. Mér finnst það afar sérkennilegt þar sem ég barðist fyrir heilsu minni og barðist fyrir því að halda mér inni í keppninni, á þeim tíma sem þau afskráðu mig úr keppni í mína óþökk. Í meira en heilan mánuð hef ég nú þagað um það sem gekk á og allan þann tíma gert allt sem Ungfrú Ísland hefur beðið mig um. Eftir að ég kom heim vissi ég ekki hvernig málin myndu þróast, en eftir undirlagðan fund nýverið þar sem mér var sagt að ég þyrfti að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland 2025, eða ella greiða fyrir að afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum, sem ég tel afar einhliða og ósanngjarna, get ég ekki lengur setið undir þessari framkomu. Ég tel að með þessu hafi samtökin brotið á samningi okkar, ekki aðeins með því að svipta mig tækifærinu sem ég hafði sannarlega unnið fyrir með því að sigra Ungfrú Ísland 2025, heldur einnig með því að krefjast greiðslna fyrir að halda titlinum Ungfrú Ísland 2025, sem hvergi kemur fram í samningi. Þetta var gert þrátt fyrir að ég hefði látið Ungfrú Ísland vita að ég vildi ná bata til að geta keppt, þrátt fyrir að ég hefði gert samkomulag við Miss Universe Organization um að fá tíma til að ná mér og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu minnar til framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands um að leyfa mér að ná bata svo ég hefði einhverja möguleika á að keppa. Þetta var meira en tveimur vikum fyrir sjálfa keppnina sem hefði átt að vera nægur tími til að ná bata, en ég var engu að síður svipt tækifærinu, þar sem MUI ehf. vildi svipta mig titlinum og senda út annan fulltrúa. Ég hélt raunverulega að þessi samtök stæðu fyrir það að styrkja konur og valdefla, systurleg og um að nota rödd sína. Eftir þessa reynslu tel ég svo ekki vera. Ég tel að mér sé refsað fyrir að benda á að aðstæður á keppnisstaðnum væru ekki í samræmi við þeirra eigin samninga. Ég upplifði að keppendur væru ekki í öruggu umhverfi, þar sem engin öryggisgæsla sátu og ekkert aðstoðarfólk var til staðar þessa fyrstu daga, sem gerði það að verkum að einfaldustu atriði eins og að nálgast vatn reyndist vandamál, þar sem strangar reglur gilda um það hvort og hvenær keppendur mega yfirgefa herbergi sín. Það höfðu komið upp tvö alvarleg lögregluatvik á hótelinu og maturinn reyndist ekki öruggur. Eftir því sem mér sem hrakaði, vissi ég ekki hvort ég myndi geta keppt fyrir hönd Íslands en eftir að hafa fengið meðferð á sjúkrahúsi varð ég bjartsýn á að ég gæti náð bata og klárað ferlið, sérstaklega eftir að Miss Universe Organization fullvissaði mig um að ég gæti fengið tíma til að ná heilsu. Það var því mikið áfall þegar framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands sagði mér að hún hefði tekið mig úr keppninni, þegar ég var að bíða eftir svara frá fulltrúa Miss Universe Organization. Mér fannst það ekki vera genginn kostur að taka sjálf þessa ákvörðun á þeim tíma þar sem ég var veik til að berjast gegn ákvörðun þeirra og eftir þetta áfall þurfti ég einfaldlega að nota alla mína krafta til þess að ná mér. Í kjölfarið var mér bannað að tala um eða birta neitt um veikindin mín og bannað að nefna að ég væri smám saman að ná bata. Mér var bannað að svara skilaboðum og jafnvel bannað að segja nánustu vinum mínum frá minni reynslu. Ungfrú Ísland hafði samráð við mig um formlegu yfirlýsinguna vegna fráhvarfs míns úr keppninni, en aftur á móti undirbjuggu þau yfirlýsingu þar sem fram kom að ég hefði sjálf dregið mig úr keppni, sem ég mótmælti þar sem það var ekki raunveruleikinn. Ég var enn mjög veik á þeim tíma, en endaði á að segja þeim að gera það sem þau teldu best, en bað um að það kæmi fram að ég glímdi við alvarleg veikindi. Á þeim tíma vissi ég enn ekki hvenær ég myndi ná bata, auk þess sem þetta tækifæri var þegar glatað. Ég get með engu móti starfað áfram við þessar aðstæður og neita að láta þagga niður í mér. Að auki get ég með góðri samvisku kynnt næstu Ungfrú Ísland til leiks að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að þola. Að vera Ungfrú Ísland er ólaunað starf sem krefst mikillar vinnu og fjárútláta, en ég neita að tapa einnig minni sjálfsvirðingu. Mér þykir afar sárt og leiðinlegt hvernig málin hafa þróast. Ég er þakklát fjölskyldu minni fyrir að grípa mig á raunastund. Ég þakka innilega öllum þeim sem hafa hjálpað mér og stutt mig í gegnum þetta ferli og haft trú á mér. Sá stuðningur hefur verið ómetanlegur. Mér þykir afar leitt að hafa ekki getað uppfyllt skyldur mínar gagnvart styrktaraðilum á stóra sviðinu vegna þessara óheppilegu atburða og bið þá innilega afsökunar. Ég þakka hjartanlega öllum þeim sem höfðu samband við mig meðan ég var veik og biðst velvirðingar á að hafa ekki getað svarað þeim á þeim tíma. Svona samkeppnir eru sérstaklega vettvangur og geta verið algjör draumur og boðið upp á ýmis tækifæri ef þær eru byggðar á virðingu. Ég er afar þakklát fyrir allt yndislega fólkið sem ég hef kynnst á þessari vegferð og trúi enn að það sé hægt að skapa tækifæri fyrir konur til að styrkja sig og byggja upp vináttu og systraþel. Hins vegar vil ég að aðvarar allar þær sem vilja feta þessa leið, að sýna varúð. Það getur leitt af sér meiri sársauka en hægt er að gera sér í hugarlund, jafnvel óvæntustu átt. Þrátt fyrir allt er ég bjartsýn um að ný tækifæri bíði mín einhvers staðar. Með ást og virðingu, Reykjavík, 15. desember 2025 Helena Hafþórsdóttir O’Connor
Ungfrú Ísland Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira