Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2025 13:10 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri. Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri.
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira