Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 13:33 Erling Haaland hefur skorað sautján mörk í fyrstu sextán umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Manchester City sótti öruggan 3-0 sigur á útivelli gegn Crystal Palace í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Erling Haaland skoraði tvö mörk og Phil Foden komst einnig á blað. Palace var hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en þvert gegn gangi leiksins tók City forystuna, þegar Matheus Nunes skrúfaði boltann á Erling Haaland sem skallaði hann í fjærhornið. Gestirnir fóru því með forystu inn í hálfleik, sem Phil Foden tvöfaldaði eftir tæpar sjötíu mínútur með laglegri afgreiðslu. Foden skoraði þar sitt sjöunda mark á tímabilinu og gerir sterkt tilkall til að vera valinn enska landsliðið en landsliðsþjálfarinn Tomas Tuchel var einmitt í stúkunni á Selhurst Park í dag. Palace reyndi að minnka muninn en gaf frá sér vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Markahrókurinn Haaland steig að sjálfsögðu á punktinn og skoraði af öryggi, sitt sautjánda mark á tímabilinu. Með sigrinum færðist City nær Arsenal í efsta sæti deildarinnar en nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Enski boltinn Manchester City Crystal Palace FC
Manchester City sótti öruggan 3-0 sigur á útivelli gegn Crystal Palace í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Erling Haaland skoraði tvö mörk og Phil Foden komst einnig á blað. Palace var hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en þvert gegn gangi leiksins tók City forystuna, þegar Matheus Nunes skrúfaði boltann á Erling Haaland sem skallaði hann í fjærhornið. Gestirnir fóru því með forystu inn í hálfleik, sem Phil Foden tvöfaldaði eftir tæpar sjötíu mínútur með laglegri afgreiðslu. Foden skoraði þar sitt sjöunda mark á tímabilinu og gerir sterkt tilkall til að vera valinn enska landsliðið en landsliðsþjálfarinn Tomas Tuchel var einmitt í stúkunni á Selhurst Park í dag. Palace reyndi að minnka muninn en gaf frá sér vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Markahrókurinn Haaland steig að sjálfsögðu á punktinn og skoraði af öryggi, sitt sautjánda mark á tímabilinu. Með sigrinum færðist City nær Arsenal í efsta sæti deildarinnar en nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum.