John Cena hættur að glíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 10:11 Þú getur ekki séð John Cena glíma lengur. Rich Freeda/WWE via Getty Images Eftir tæpan aldarfjórðung sem einn frægasti glímukappi heims keppti John Cena sinn síðasta bardaga í nótt. John Cena barðist fyrst í WWE árið 2001 og hefur síðan þá verið eitt þekktasta nafnið í bransanum. Klæddur í sínar gallastuttbuxur hefur hann sautján heimsmeistaratitla. Goðsagnakennt slagorð hans „You Can‘t See Me“ hefur notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda WWE en glímukappinn hefur líka gerst frægur fyrir feril sinn sem leikari og tónlistarmaður. John Cena hits his final “You Can’t See Me” move in the WWE pic.twitter.com/RmZab8CNKc— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) December 14, 2025 „Heilt yfir hefur enginn glímukappi dregið fleiri aðdáendur að WWE viðburðum heldur en John Cena“ sagði Brandon Thurston, eigandi og ritstjóri Wrestlenomics tímaritsins. The GOAT. There will never be another John Cena! 🥹 pic.twitter.com/8dT8jUQjma— WWE (@WWE) December 14, 2025 Störf hans í þágu góðgerðafélaga hafa einnig vakið athygli og þá sérstaklega farsælt samstarf við „Make A Wish“ samtökin, sem uppfylla óskir langveikra barna. Hinn 48 ára gamli Cena tilkynnti í júlí síðastliðnum að síðasti bardagi hans yrði bardaginn sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Hann sagði þá að líkaminn höndlaði álagið ekki lengur og væri að öskra á hann að hætta. „Þú klúðraðir þessu“ Tap varð niðurstaðan í síðasta bardaga Cena og glímukappi að nafni Gunther hlaut heiðurinn sem fylgdi því að fella kónginn. Aðdáendur Cena voru hins vegar alls ekki ánægðir með hvernig hann kvaddi sviðið í síðasta sinn. WWE samtökin hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir að sviðsetja bardaga og ákveða, ekki einungis útkomuna, heldur hvernig nákvæmlega bardaginn skuli þróast og enda. It's over. Gunther taps out John Cena. pic.twitter.com/0O2lTpl3p1— WWE (@WWE) December 14, 2025 Það virtist vera raunin með síðasta bardaga Cena í nótt. Gunther var margoft búinn að læsa hann í glímubragði á gólfinu en alltaf slapp Cena, nema undir lokin þegar hann brosti og bað dómarann um að stöðva bardagann. Áhorfendur vildu meina að þetta hefði engan veginn verið alvöru glímubardagi, sviðsettur að algjörlega öllu leiti frá upphafi til enda. „Helvítis kjaftæði“ og „Þú klúðraðir þessu“ heyrðist hrópað úr stúkunni þegar Triple H, skipuleggjandi bardagakvöldsins, greip í míkrafón og flutti ræðu fyrir Cena eftir bardagann. Þá mátti einnig heyra greinilega „A-E-W“ hróp endurtekin en AEW er helsti keppinautur WWE. WWE FANS ARE CHANTING “A-E-W! A-E-W! A-E-W!” AT TRIPLE H LMFAOOOOOOO OH MY GOD #SNME pic.twitter.com/HFHJV7aSzj— Self Made AO 💫 (@KXNGAO) December 14, 2025 Glíma Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
John Cena barðist fyrst í WWE árið 2001 og hefur síðan þá verið eitt þekktasta nafnið í bransanum. Klæddur í sínar gallastuttbuxur hefur hann sautján heimsmeistaratitla. Goðsagnakennt slagorð hans „You Can‘t See Me“ hefur notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda WWE en glímukappinn hefur líka gerst frægur fyrir feril sinn sem leikari og tónlistarmaður. John Cena hits his final “You Can’t See Me” move in the WWE pic.twitter.com/RmZab8CNKc— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) December 14, 2025 „Heilt yfir hefur enginn glímukappi dregið fleiri aðdáendur að WWE viðburðum heldur en John Cena“ sagði Brandon Thurston, eigandi og ritstjóri Wrestlenomics tímaritsins. The GOAT. There will never be another John Cena! 🥹 pic.twitter.com/8dT8jUQjma— WWE (@WWE) December 14, 2025 Störf hans í þágu góðgerðafélaga hafa einnig vakið athygli og þá sérstaklega farsælt samstarf við „Make A Wish“ samtökin, sem uppfylla óskir langveikra barna. Hinn 48 ára gamli Cena tilkynnti í júlí síðastliðnum að síðasti bardagi hans yrði bardaginn sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Hann sagði þá að líkaminn höndlaði álagið ekki lengur og væri að öskra á hann að hætta. „Þú klúðraðir þessu“ Tap varð niðurstaðan í síðasta bardaga Cena og glímukappi að nafni Gunther hlaut heiðurinn sem fylgdi því að fella kónginn. Aðdáendur Cena voru hins vegar alls ekki ánægðir með hvernig hann kvaddi sviðið í síðasta sinn. WWE samtökin hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir að sviðsetja bardaga og ákveða, ekki einungis útkomuna, heldur hvernig nákvæmlega bardaginn skuli þróast og enda. It's over. Gunther taps out John Cena. pic.twitter.com/0O2lTpl3p1— WWE (@WWE) December 14, 2025 Það virtist vera raunin með síðasta bardaga Cena í nótt. Gunther var margoft búinn að læsa hann í glímubragði á gólfinu en alltaf slapp Cena, nema undir lokin þegar hann brosti og bað dómarann um að stöðva bardagann. Áhorfendur vildu meina að þetta hefði engan veginn verið alvöru glímubardagi, sviðsettur að algjörlega öllu leiti frá upphafi til enda. „Helvítis kjaftæði“ og „Þú klúðraðir þessu“ heyrðist hrópað úr stúkunni þegar Triple H, skipuleggjandi bardagakvöldsins, greip í míkrafón og flutti ræðu fyrir Cena eftir bardagann. Þá mátti einnig heyra greinilega „A-E-W“ hróp endurtekin en AEW er helsti keppinautur WWE. WWE FANS ARE CHANTING “A-E-W! A-E-W! A-E-W!” AT TRIPLE H LMFAOOOOOOO OH MY GOD #SNME pic.twitter.com/HFHJV7aSzj— Self Made AO 💫 (@KXNGAO) December 14, 2025
Glíma Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira