Breiða­blik - Shamrock Rovers 2-1 | Sex­tíu milljónir og fyrsti sigur í höfn

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Viktor Örn Margeirsson fagnar eftir jöfnunarmark sitt í kvöld.
Viktor Örn Margeirsson fagnar eftir jöfnunarmark sitt í kvöld. vísir/Diego

Breiðablik vann frábæran 3-1 sigur gegn Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti sigur liðsins í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og hann færir liðinu 400.000 evrur, jafnvirði um 60 milljóna króna.

Graham Burke kom írsku meisturunum yfir á 32. mínútu en nánast strax í kjölfarið náði Viktor Örn Margeirsson að jafna metin fyrir Blika, eftir frábæra fyrirgjöf Óla Vals Ómarssonar.

Það var svo Óli Valur sjálfur sem kom Blikum yfir, korteri fyrir leikslok, áður en Kristinn Jónsson innsiglaði sigurinn með skoti af löngu færi í autt mark gestanna sem sent höfðu markvörðinn fram í von um jöfnunarmark úr hornspyrnu.

Breiðablik er því núna með fimm stig og á enn von um að komast áfram í útsláttarkeppnina en þarf væntanlega sigur gegn Strasbourg í Frakklandi í lokaumferðinni eftir viku.

Uppgjörið kemur hér innan skamms...

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira