Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2025 19:40 Viktor Bjarki í baráttunni gegn Villarreal í kvöld. Þetta er líklegast eina leiðin til að stöðva Íslendinginn knáa, taka bara vel utan um hann. Vísir/Getty Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Villarreal. Viktor Bjarki spilaði 71.mínútu í leik kvöldsins og var afar líflegur fram á við. Hann gerði svo vel í aðdraganda annars marks FC Kaupmannahafnar er hann lét fyrirgjöf Yoram Zague fara framhjá sér í áttina að Elias Achouri sem kom boltanum í netið. FC Kaupmannahöfn hafði komist yfir strax á annarri mínútu leiksins með marki frá Mohamed Elyounoussi en í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Santi Comesana metin fyrir Villarreal. Eins og áður sagði kom varamaðurinn Elias Achouri FC Kaupmannahöfn svo aftur yfir í stöðuna 2-1 strax eftir mark heimamanna. Tani Oluwaseyi tókst að jafna metin á Villarreal á nýjan leik á 56.mínútu en maðurinn sem kom inn á fyrir Viktor Bjarka á 71.mínútu, Andreas Cornelius, tryggði gestunum frá Kaupmannahöfn svo dramatískan 3-2 sigur með marki á 90.mínútu. Afar sterkur sigur hjá FC Kaupmannahöfn á útivelli. Liðið hefur nú sótt sjö stig í Meistaradeildinni og lyftir sér þar með upp í umspilssæti þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Villarreal er í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig. Ajax gerði vel í Aserbaíjan Á sama tíma og FC Kaupmannahöfn bar sigur úr býtum gegn Villarreal, hafði Ajax betur gegn Qarabag í Aserbaíjan, 4-2. Leikmenn Ajax fagna marki í kvöldVísir/Getty Qarabag var einu marki yfir, 2-1, þegar komið var fram á síðasta stundarfjórðung leiksins en tvenna frá Oscar Glouckh sem og mark frá Dananum Anton Gaaie sáu til þess að Ajax sigldi heim góðum endurkomusigri. Þetta var fyrsti sigur Ajax í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili og jafnframt fyrstu stigin sem að liðið sækir. Liðið er sem stendur þremur stigum frá umspilssæti en Qarabag, sem byrjaði mótið vel, er í umspilssæti sem stendur með sjö stig í pokanum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Spænski boltinn
Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Villarreal. Viktor Bjarki spilaði 71.mínútu í leik kvöldsins og var afar líflegur fram á við. Hann gerði svo vel í aðdraganda annars marks FC Kaupmannahafnar er hann lét fyrirgjöf Yoram Zague fara framhjá sér í áttina að Elias Achouri sem kom boltanum í netið. FC Kaupmannahöfn hafði komist yfir strax á annarri mínútu leiksins með marki frá Mohamed Elyounoussi en í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Santi Comesana metin fyrir Villarreal. Eins og áður sagði kom varamaðurinn Elias Achouri FC Kaupmannahöfn svo aftur yfir í stöðuna 2-1 strax eftir mark heimamanna. Tani Oluwaseyi tókst að jafna metin á Villarreal á nýjan leik á 56.mínútu en maðurinn sem kom inn á fyrir Viktor Bjarka á 71.mínútu, Andreas Cornelius, tryggði gestunum frá Kaupmannahöfn svo dramatískan 3-2 sigur með marki á 90.mínútu. Afar sterkur sigur hjá FC Kaupmannahöfn á útivelli. Liðið hefur nú sótt sjö stig í Meistaradeildinni og lyftir sér þar með upp í umspilssæti þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Villarreal er í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig. Ajax gerði vel í Aserbaíjan Á sama tíma og FC Kaupmannahöfn bar sigur úr býtum gegn Villarreal, hafði Ajax betur gegn Qarabag í Aserbaíjan, 4-2. Leikmenn Ajax fagna marki í kvöldVísir/Getty Qarabag var einu marki yfir, 2-1, þegar komið var fram á síðasta stundarfjórðung leiksins en tvenna frá Oscar Glouckh sem og mark frá Dananum Anton Gaaie sáu til þess að Ajax sigldi heim góðum endurkomusigri. Þetta var fyrsti sigur Ajax í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili og jafnframt fyrstu stigin sem að liðið sækir. Liðið er sem stendur þremur stigum frá umspilssæti en Qarabag, sem byrjaði mótið vel, er í umspilssæti sem stendur með sjö stig í pokanum.