Fótbolti

Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikil­væga

Sindri Sverrisson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, bíða eftir mikilvægum leik við Shamrock Rovers.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, bíða eftir mikilvægum leik við Shamrock Rovers. Vísir/Sigurjón

Blikar eiga enn von um að komast áfram í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta en þá þurfa þeir sigur á Laugardalsvelli á morgun. Blaðamannafundur Breiðabliks var í beinni á Vísi.

Blikar mæta írska meistaraliðinu Shamrock Rovers á Laugardalsvelli klukkan 17:45 á morgun og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur Blika

Gætu enn fengið sextíu milljónir og enn átt von

Breiðablik náði í sterkt stig gegn toppliði Samsunspor í síðasta leik og er með tvö stig eftir fjóra leiki, nú þegar aðeins eru eftir leikirnir við Shamrock Rovers og svo Strasbourg í Frakklandi 18. desember.

Á síðustu leiktíð þurfti sjö stig til þess að komast áfram í útsláttarkeppnina og ljóst að Blikar þurfa sigur á morgun, sem jafnframt yrði þeirra fyrsti sigur á þessu stigi keppninnar. Því myndi auk þess fylgja 60 milljóna króna „jólabónus“ því UEFA gefur 400.000 evrur fyrir hvern sigur í Sambandsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×