Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 17:16 Magnús Orri Arnarson hefur verið að gera frábæra hluti Vísir/Vilhelm Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, hlaut Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra árið 2025 í gær. Verðlaunin komu Magnúsi á óvart en hann var að vinna sem verktaki á verðlaunaathöfninni, grunlaus um að hann yrði kallaður upp og veitt þessi viðurkenning. Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra. „Ég er rosalega ánægður,“ segir Magnús Orri í samtali við íþróttadeild. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig sem kvikmyndagerðar- og sjónvarpsmann og sýnir líka að allir fatlaðir geta gert það sem að þeir vilja. Ég fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrr í dag og þessi verðlaun núna. Þetta er bara mjög mikill heiður. Verðlaunin eru þó ekki aðalatriðið heldur er aðalmálið að sýna að fatlaðir eru til í heiminum og þeir geta gert sömu hluti og allir aðrir.“ Magnús Orri, sem er með tourette, einhverfu og væga þroskahömlun, hefur frá árinu 2019 unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði myndbandagerðar og ljósmyndunar í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasambands Fatlaðra. Á árinu sem nú er að renna sitt skeið vann hann svo að gerð heimildarmyndarinnar Sigur fyrir sjálfsmyndina. Klippa: Magnús Orri hlaut Hvataverðlaun ÍF „Þessi mynd var frumsýnd í Bíó Paradís fyrr á árinu og hún fjallar um fimm íslenska keppendur sem tóku þátt á vetrar heimsleikum Special Olympics sem haldnir voru á Ítalíu í mars fyrr á þessu ári. Í myndinni er fylgst með undirbúningi keppenda fyrir leikana sem og þeim fylgt eftir á leikunum sjálfum. Myndin sýni hverju fatlaðir geti áorkað í íþróttum og vonar Magnús að hún opni augu fólks. „Því miður eru bara fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi sem æfa íþróttir. Við viljum gera betur, viljum fá fleiri krakka í íþróttir. Þess vegna á myndin að sýna fram á að fatlaðir geta gert sömu hluti og æft íþróttir eins og aðrir.“ Í umsögn ÍF um Magnús Orra segir að hann sé ávallt tilbúinn í hvert verkefni og til í að takast á við nýjar áskoranir. Hann vill verða öðrum fyrirmynd og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. „Magnús Orri er sönn fyrirmynd og hefur sýnt að með þrautseigju, þolinmæði og jákvæðni að leiðarljósi, eru allar leiðir færar.“ Málefni fatlaðs fólks Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra. „Ég er rosalega ánægður,“ segir Magnús Orri í samtali við íþróttadeild. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig sem kvikmyndagerðar- og sjónvarpsmann og sýnir líka að allir fatlaðir geta gert það sem að þeir vilja. Ég fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrr í dag og þessi verðlaun núna. Þetta er bara mjög mikill heiður. Verðlaunin eru þó ekki aðalatriðið heldur er aðalmálið að sýna að fatlaðir eru til í heiminum og þeir geta gert sömu hluti og allir aðrir.“ Magnús Orri, sem er með tourette, einhverfu og væga þroskahömlun, hefur frá árinu 2019 unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði myndbandagerðar og ljósmyndunar í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasambands Fatlaðra. Á árinu sem nú er að renna sitt skeið vann hann svo að gerð heimildarmyndarinnar Sigur fyrir sjálfsmyndina. Klippa: Magnús Orri hlaut Hvataverðlaun ÍF „Þessi mynd var frumsýnd í Bíó Paradís fyrr á árinu og hún fjallar um fimm íslenska keppendur sem tóku þátt á vetrar heimsleikum Special Olympics sem haldnir voru á Ítalíu í mars fyrr á þessu ári. Í myndinni er fylgst með undirbúningi keppenda fyrir leikana sem og þeim fylgt eftir á leikunum sjálfum. Myndin sýni hverju fatlaðir geti áorkað í íþróttum og vonar Magnús að hún opni augu fólks. „Því miður eru bara fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi sem æfa íþróttir. Við viljum gera betur, viljum fá fleiri krakka í íþróttir. Þess vegna á myndin að sýna fram á að fatlaðir geta gert sömu hluti og æft íþróttir eins og aðrir.“ Í umsögn ÍF um Magnús Orra segir að hann sé ávallt tilbúinn í hvert verkefni og til í að takast á við nýjar áskoranir. Hann vill verða öðrum fyrirmynd og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. „Magnús Orri er sönn fyrirmynd og hefur sýnt að með þrautseigju, þolinmæði og jákvæðni að leiðarljósi, eru allar leiðir færar.“
Málefni fatlaðs fólks Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira