Sport

Í vinnunni þegar hann fékk ó­vænt gleði­tíðindi

Aron Guðmundsson skrifar
Magnús Orri Arnarson hefur verið að gera frábæra hluti
Magnús Orri Arnarson hefur verið að gera frábæra hluti Vísir/Vilhelm

Magnús Orri Arnar­son, kvik­mynda­gerðar­maður, hlaut Hvata­verð­laun Íþrótta­sam­bands fatlaðra árið 2025 í gær. Verð­launin komu Magnúsi á óvart en hann var að vinna sem verk­taki á verð­launa­at­höfninni, grun­laus um að hann yrði kallaður upp og veitt þessi viður­kenning.

Hvata­verð­laun ÍF eru veitt ein­stak­lingum, félaga­samtökum, stofnun, fyrir­tæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþrótta­starfs fatlaðra.

„Ég er rosa­lega ánægður,“ segir Magnús Orri í sam­tali við íþrótta­deild. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig sem kvik­mynda­gerðar- og sjón­varps­mann og sýnir líka að allir fatlaðir geta gert það sem að þeir vilja. Ég fékk hvatningar­verð­laun ÖBÍ fyrr í dag og þessi verð­laun núna. Þetta er bara mjög mikill heiður. Verð­launin eru þó ekki aðal­at­riðið heldur er aðal­málið að sýna að fatlaðir eru til í heiminum og þeir geta gert sömu hluti og allir aðrir.“

Magnús Orri, sem er með tourette, ein­hverfu og væga þroska­hömlun, hefur frá árinu 2019 unnið að fjölmörgum verk­efnum á sviði mynd­banda­gerðar og ljós­myndunar í sam­starfi við Special Olympics á Ís­landi og Íþrótta­sam­bands Fatlaðra. Á árinu sem nú er að renna sitt skeið vann hann svo að gerð heimildar­myndarinnar Sigur fyrir sjálfs­myndina.

Klippa: Magnús Orri hlaut Hvataverðlaun ÍF

„Þessi mynd var frumsýnd í Bíó Para­dís fyrr á árinu og hún fjallar um fimm ís­lenska kepp­endur sem tóku þátt á vetrar heims­leikum Special Olympics sem haldnir voru á Ítalíu í mars fyrr á þessu ári. Í myndinni er fylgst með undir­búningi kepp­enda fyrir leikana sem og þeim fylgt eftir á leikunum sjálfum.

Myndin sýni hverju fatlaðir geti áorkað í íþróttum og vonar Magnús að hún opni augu fólks.

„Því miður eru bara fjögur pró­sent fatlaðra barna á Ís­landi sem æfa íþróttir. Við viljum gera betur, viljum fá fleiri krakka í íþróttir. Þess vegna á myndin að sýna fram á að fatlaðir geta gert sömu hluti og æft íþróttir eins og aðrir.“

Í um­sögn ÍF um Magnús Orra segir að hann sé ávallt til­búinn í hvert verk­efni og til í að takast á við nýjar áskoranir. Hann vill verða öðrum fyrir­mynd og tekur hlut­verk sitt mjög al­var­lega.

„Magnús Orri er sönn fyrir­mynd og hefur sýnt að með þraut­seigju, þolin­mæði og jákvæðni að leiðar­ljósi, eru allar leiðir færar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×