Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2025 13:52 Ársæll hefur verið mjög gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um breytingar á framhaldsskólakerfinu. Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. DV greindi fyrst frá en Ársæll tilkynnti starfsfólki um uppsögnina í tölvupósti sem Vísir hefur undir höndum. Hann baðst jafnframt undan viðtali en samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsfólk skólans í áfalli vegna tíðindanna. Ársæll hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið, líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Ársæll var grunnskólakennari á Blönduósi árin 1992 til 1994, aðstoðarskólameistari og um tíma settur skólameistari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árin 1994 til 2002, var sveitarstjóri og hafnarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2002 til 2006 og skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar 2006 til 2010 og í framhaldi af því skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan var hann verkefnisstjóri við ritun Hvítbótar um umbætur í menntun og frá 1. ágúst 2015 verkefnisstjóri á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Segir augljóst hvað liggi að baki „Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins.“ Ársæll segist aldrei hafa verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem hann hafi starfað sem skólameistari. Hann hafi ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. „Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta.“ Í skrítinni stöðu Hann segist nú vera í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hafi lýst yfir vantrausti á störf sín. Hann sé því nánast umboðslaus. „Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir.“ Kæra samstarfsfólk Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta. Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus. Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir. Bestu kveðjur,Ársæll Hafi ekki verið tjáð að hans starfskrafta væri ekki óskað Ráðherra gat ekki veitt viðtal vegna veikinda. Samkvæmt svari frá Ágústi Ólafi Ágústssyni aðstoðarmanni hans var Ársæli tilkynnt á fundi með Ágústi auk ráðuneytisstjóra að starf hans yrði auglýst. Hvergi hafi verið tekið fram að hans starfskrafta væri ekki óskað áfram. Í ljósi fyrirvara um breytingar á framhaldsskólakerfinu og svæðisskrifstofunum, og óvissu þeim tengdum, hafi ráðherra talið eðlilegt að auglýsa starfið á þessum tímapunkti og gefa fólki tækifæri á að sækja um starfið. Skýrt hafi komið fram á fundinum að Ársæll gæti sótt um stöðuna eins og aðrir. Fréttin hefur verið uppfærð með svari aðstoðarmanns ráðherra. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
DV greindi fyrst frá en Ársæll tilkynnti starfsfólki um uppsögnina í tölvupósti sem Vísir hefur undir höndum. Hann baðst jafnframt undan viðtali en samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsfólk skólans í áfalli vegna tíðindanna. Ársæll hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið, líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Ársæll var grunnskólakennari á Blönduósi árin 1992 til 1994, aðstoðarskólameistari og um tíma settur skólameistari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árin 1994 til 2002, var sveitarstjóri og hafnarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2002 til 2006 og skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar 2006 til 2010 og í framhaldi af því skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan var hann verkefnisstjóri við ritun Hvítbótar um umbætur í menntun og frá 1. ágúst 2015 verkefnisstjóri á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Segir augljóst hvað liggi að baki „Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins.“ Ársæll segist aldrei hafa verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem hann hafi starfað sem skólameistari. Hann hafi ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. „Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta.“ Í skrítinni stöðu Hann segist nú vera í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hafi lýst yfir vantrausti á störf sín. Hann sé því nánast umboðslaus. „Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir.“ Kæra samstarfsfólk Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta. Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus. Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir. Bestu kveðjur,Ársæll Hafi ekki verið tjáð að hans starfskrafta væri ekki óskað Ráðherra gat ekki veitt viðtal vegna veikinda. Samkvæmt svari frá Ágústi Ólafi Ágústssyni aðstoðarmanni hans var Ársæli tilkynnt á fundi með Ágústi auk ráðuneytisstjóra að starf hans yrði auglýst. Hvergi hafi verið tekið fram að hans starfskrafta væri ekki óskað áfram. Í ljósi fyrirvara um breytingar á framhaldsskólakerfinu og svæðisskrifstofunum, og óvissu þeim tengdum, hafi ráðherra talið eðlilegt að auglýsa starfið á þessum tímapunkti og gefa fólki tækifæri á að sækja um starfið. Skýrt hafi komið fram á fundinum að Ársæll gæti sótt um stöðuna eins og aðrir. Fréttin hefur verið uppfærð með svari aðstoðarmanns ráðherra.
Kæra samstarfsfólk Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta. Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus. Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir. Bestu kveðjur,Ársæll
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“